Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gáfu Sjálf­stæðis­flokknum vinnuna

Al­manna­tengsla­fé­lag­ið KOM styrkti Sjálf­stæð­is­flokk­inn um 235.312 krón­ur í fyrra. KOM hef­ur feng­ið ým­is verk­efni beint eða óbeint frá rík­inu síð­ast­lið­in miss­eri svo sem kynn­ingu á RÚV-skýrslu og að­stoð við að bæta ímynd lög­reglu og lög­reglu­stjóra vegna leka­máls­ins.

Gáfu Sjálf­stæðis­flokknum vinnuna
Framkvæmdastjóri KOM Friðjón R. Friðjónsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Pressphotos

Samkvæmt úrdrætti úr ársreikningi Sjálfstæðisflokksins árið 2014 styrkti almannatengslafélagið KOM flokkinn um 235.312 krónur. Í samtali við Stundina segir Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri félagsins og varaþingmaður flokksins, að ekki sé um að ræða styrk upp á fé heldur vinnu. Að hans sögn gaf félagið alla sína vinnu fyrir flokkinn á seinasta ári. Hluti þeirrar vinnu var vegna lekamálsins. Ljóst er að þetta er í fyrsta skipti sem KOM hefur styrkt flokkinn, í það minnsta á árunum eftir hrun. Félagið skipti um eigendur um áramótin 2013-2014 en þar áður var það í eigu Jóns Hákons Magnússonar. 

„Í lögum um fjármál stjórnmála­flokka segir að það þurfi að verðmeta vinnu sem er innt að hendi. Þetta er sá verðmiði sem að við settum á þá aðstoð sem við veittum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins yfir árið í heild. Miðað við standard verð hjá okkur, sem eru 15 þúsund krónur á tímann, þá jafngildir þetta um 20 tímum,“ segir Friðjón. Að hans sögn var hluti vinnunar aðstoð vegna framkvæmdastjóraskipta.

Samkvæmt heimasíðu KOM sérhæfir fyrirtækið sig meðal annars í almannatengslum sem tengjast hinu opinbera. Eitt slíkra verkefna var kynning á skýrslu nefndar Eyþórs Arnalds um rekstur Ríkisútvarpsins í lok október. Friðjón hefur sagt að félagið hafi fengið 60 þúsund krónur fyrir það verkefni. Fyrr á þessu ári var svo greint frá því að KOM hefði fengið nærri eina milljón króna frá ríkinu vegna aðstoðar við að bæta ímynd lögreglu og lögreglustjóra vegna lekamálsins og mistaka við birtingu skýrslunnar um Búsáhaldabyltinguna. Á meðal annarra kúnna KOM eru Geir H. Haarde og Víglundur Þorsteinsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

RÚV

Útvarpsstjóri mótmælti mögulegum 388 milljóna niðurskurði hjá RÚV
FréttirRÚV

Út­varps­stjóri mót­mælti mögu­leg­um 388 millj­óna nið­ur­skurði hjá RÚV

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri brást illa við mögu­leg­um nið­ur­skurði hjá Rík­is­út­varp­inu á fjár­lög­um fyr­ir næsta ár. Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Vil­hjálm­ur Árna­son, vildi taka fé af RÚV og styrkja N4 og var þetta rætt inn­an fjár­laga­nefnd­ar. Stefán vill ekki ræða sam­töl sín við Lilju Al­freðs­dótt­ur ráð­herra en seg­ist standa vörð um RÚV á hverj­um degi.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár