Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bæjarstjórar fá tæpar 11 milljónir í árslaun frá slökkviliðinu

Borg­ar­stjóri og bæj­ar­stjór­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fá greiðsl­ur frá Slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fyr­ir setu í stjórn. Upp­hæð­irn­ar nema tæp­um 11 millj­ón­um króna á ári fyr­ir færri en tíu fundi. Slökkvi­liðs­stjóri seg­ir fyr­ir­komu­lag­ið vera til að stytta boð­leið­ir.

Bæjarstjórar fá tæpar 11 milljónir í árslaun frá slökkviliðinu
Eldvarnir Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fundar sjaldnar en tíu sinnum á ári. Mynd: Samfylkingin

Borgarstjóri og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu fá sérstakar greiðslur umfram laun sín fyrir setu í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Heildarupphæð þessara greiðslna er tæpar 11 milljón krónur á ári. Fimm fundir hafa verið haldnir í stjórninni það sem af er ári.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fær 205.172 kr. á mánuði fyrir formennsku í stjórn slökkviliðsins. Aðrir stjórnarmenn fá 136.781 kr. á mánuði, en þeir eru Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Ásgerður Halldórsdóttir, bæjastjóri Seltjarnarness, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.

Þá fá þeir varamenn sem taka sæti á stjórnarfundum í forföllum bæjarstjóranna 16.670 kr. fyrir hvern fund. Það sem af er árinu 2018 hafa fimm fundir verið  haldnir í stjórninni, en þeir voru alls níu talsins í fyrra og sjö á árinu 2016. Fundir taka að jafnaði einn til tvo tíma, samkvæmt fundargerðum.

EldvarnirSlökkviliðsstjóri segir mikilvægt að bregðast skjótt við innan kerfisins. …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár