Bæjarstjórar fá tæpar 11 milljónir í árslaun frá slökkviliðinu

Borg­ar­stjóri og bæj­ar­stjór­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fá greiðsl­ur frá Slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fyr­ir setu í stjórn. Upp­hæð­irn­ar nema tæp­um 11 millj­ón­um króna á ári fyr­ir færri en tíu fundi. Slökkvi­liðs­stjóri seg­ir fyr­ir­komu­lag­ið vera til að stytta boð­leið­ir.

Bæjarstjórar fá tæpar 11 milljónir í árslaun frá slökkviliðinu
Eldvarnir Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fundar sjaldnar en tíu sinnum á ári. Mynd: Samfylkingin

Borgarstjóri og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu fá sérstakar greiðslur umfram laun sín fyrir setu í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Heildarupphæð þessara greiðslna er tæpar 11 milljón krónur á ári. Fimm fundir hafa verið haldnir í stjórninni það sem af er ári.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fær 205.172 kr. á mánuði fyrir formennsku í stjórn slökkviliðsins. Aðrir stjórnarmenn fá 136.781 kr. á mánuði, en þeir eru Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Ásgerður Halldórsdóttir, bæjastjóri Seltjarnarness, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.

Þá fá þeir varamenn sem taka sæti á stjórnarfundum í forföllum bæjarstjóranna 16.670 kr. fyrir hvern fund. Það sem af er árinu 2018 hafa fimm fundir verið  haldnir í stjórninni, en þeir voru alls níu talsins í fyrra og sjö á árinu 2016. Fundir taka að jafnaði einn til tvo tíma, samkvæmt fundargerðum.

EldvarnirSlökkviliðsstjóri segir mikilvægt að bregðast skjótt við innan kerfisins. …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár