Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Útlendingastofnun brýtur lög

Hef­ur ekki gef­ið út árs­skýrslu í þrjú ár þrátt fyr­ir laga­ákvæði þar um. Ann­ir vegna auk­ins fjölda um­sókna um al­þjóð­lega vernd sagð­ar vera ástæð­an fyr­ir því að skýrsl­urn­ar hafi ekki ver­ið gefn­ar út.

Útlendingastofnun brýtur lög
Brýtur lög með því að skila ekki ársskýrslum Kristín Völundardóttir er forstjóri Útlendingastofnunar en stofnunin hefur ekki skilað ársskýrslum frá árinu 2014. Með því brýtur stofnunin lög. Mynd: Skjáskot

Útlendingastofnun hefur ekki gefið út ársskýrslur síðustu þrjú ár og er ástæðan sögð miklar annir innan stofnunarinnar. Síðasta ársskýrsla stofnunarinnar er frá árinu 2014. Stofnunin brýtur með þessu lög um en henni er skylt að gefa út skýrslu um starfsemi sína árlega.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, en hann beindi skriflegri fyrirspurn til ráðherra um ársskýrslur stofnunarinnar. Eftir því sem kemur fram í svarinu var leitað upplýsinga hjá Útlendingastofnun. Stofnunin hefur ekki gefið út ársskýrslur frá árinu 2014 og er ástæðan sögð vera miklar annir vegna fordæmalausrar fjölgunar umsókna um alþjóðlega vernd. Þá er greint frá því að ársskýrslur vegna áranna 2015, 2016 og 2017 séu í vinnslu og stutt sé í að ársskýrsla síðastnefnda ársins komi út.

Í lögum um útlendinga nr. 80/2016 kemur fram að Útlendingastofnun skuli árlega gefa út skýrslu um starfsemi sína. Það hefur hún sem fyrr segir ekki gert frá árinu 2014.

Mikil fjölgun árið 2016

Árið 2014 sóttu 175 manns um hæli, eins og það var þá nefnt, hér á landi. Það er sambærilegur fjöldi og árið áður en þá voru umsóknirnar 172 og árið 2012 voru umsóknir 118 talsins. Árið 2015 tvöfaldaðist fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd frá árinu 2014 en umsóknir voru þá 354 talsins. Árið eftir, 2016, varð hins vegar sprenging í umsóknum en þá sóttu 1.132 um alþjóðlega vernd hér á landi. Litlu færri sóttu um í fyrra eða 1.096.

Nánast öllum hafnað um vernd

Hvað mest fjölgun varð á umsóknum um vernd frá albönskum ríkisborgurum á þessum árum en árið 2015 komu 108 umsóknir frá Albaníu, 256 árið 2016 og 262 árið 2017. Fjöldi manns frá Georgíu sótti einnig um hæli árin 2016, 42 talsins, og 2017 þegar umsóknir voru 289 talsins. Þá sóttu 27 manns frá Makedóníu um vernd hér á landi árið 2015, 468 árið 2016 og 53 árið 2017. Ekki liggja fyrir niðurstöður um afdrif umsókna fyrir árið 2017 en aðeins einum Georgíumanni var veitt vernd hér á landi árið 2015. Öllum öðrum umsóknum frá Georgíu, Albaníu og Makedóníu var ýmist synjað eða þær dregnar til baka. Löndin þrjú eru öll metin örugg af Útlendingastofnun og á þeim grunni er umsækjendum þaðan almennt synjað um vernd.

Langveik börn flutt úr landi

Mikla athygli og almenna reiði vakti þegar tvær albanskar fjölskyldur voru fluttar með lögregluvaldi burt af landinu um miðja nótt á aðventunni árið 2015, Pepaj-fjölskyldan og Lalaj-fjölskyldan. Í báðum tilfellum voru langveik börn með í för. Arjan Lalaj, sem þá var eins árs, fæddist með hjartagalla og kom faðir hans með hann hingað til lands í von um að hann kæmist í aðgerð vegna þess. Ekki varð þó af því þar eð föður hans var tjáð að sonur hans fengi ekki aðgerð hér á landi og dró hann því umsókn sína til baka. Kevi Pepaj, þá þriggja ára, var einnig fluttur úr landi með fjölskyldu sinni en Kevi er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm.

Eftir almenn mótmæli og reiðiöldu sem reið yfir íslenskt samfélag var fjölskyldunum báðum veittur ríkisborgarréttur og sneru þær báðar til landsins á nýjan leik í janúar 2016.

Fleiri stofnanir trassa ársskýrslugerð

Útlendingastofnun er ekki eina ríkisstofnunin sem hefur trassað að gefa út ársskýrslur síðustu ár. Stundin greindi frá því í síðasta mánuði að Fangelsismálastofnun hefði ekki gefið út ársskýrslur frá árinu 2013 og aukinheldur ekki uppfært tölfræði á heimasíðu sinni. Forstjóri stofnunarinnar sagði þá að stofnunin hefði hætt að gefa út ársskýrslur því slíkt hafi bara verið „peningasóun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár