Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fangelsismálastjóri segir útgáfu ársskýrslna vera „peningasóun“

Töl­fræði um starf­semi stofn­un­ar­inn­ar síð­ustu fjög­ur ár ekki birt á heima­síðu fyrr en eft­ir fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Tæpt hálft ár tók að færa gögn inn á nýja heima­síðu. Hef­ur vald­ið vand­ræð­um á Al­þingi.

Fangelsismálastjóri segir útgáfu ársskýrslna vera „peningasóun“
Gefa ekki út ársskýrslur Fangelsismálastofnun telur útgáfu hefðbundinni ársskýrslna vera „peningasóun“. Þess í stað er valin tölfræði birt á heimasíðu stofnunarinnar.

Fangelsismálastofnun hefur ekki birt hefðbundna ársskýrslu um árabil heldur eingöngu tölfræði um fullnustu refsinga, samsetningu þess hóps sem afplánað hefur í fangelsum og aðrar tölfræðiupplýsingar af slíkum toga. Í ofanálag var ekki að finna slíkar tölfræðiupplýsingar á heimasíðu stofnunarinnar um árin 2014 til 2016 fyrr en um þær voru færðar þar inn um liðna helgi, eftir að Stundin grennslaðist fyrir um það hjá stofnuninni hverju það sætti að upplýsingarnar væru ekki birtar. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að stofnunin hafi hætt að gefa út ársskýrslur þar sem það hafi bara verið „peningasóun“.

Tölfræði ekki birt, að sögn vegna anna

Þar til um liðna helgi var aðeins að finna tölfræði til ársins 2013 inni á heimasíðu Fangelsismálastofnunar. Eftir að Stundin hafði samband í liðinni viku og óskaði eftir svörum um hverju það sætti voru upplýsingar fyrir árin 2014 til 2016 færðar inn. Samkvæmt upplýsingum frá Hafdísi Guðmundsdóttur, skrifstofustjóra Fangelsismálastofnunar, hafði staðið til að uppfæra upplýsingarnar um talsvert skeið en það ekki tekist vegna anna. Ástæðan fyrir vöntun á þessum gögnum hafi verið sú að ný heimasíða hafi verið tekin í notkun hjá stofnuninni og ekki hafi gefist tími til að færa inn nýjar tölur síðan hún hafi verið sett í loftið, ekki fyrr en nú. Umrædd heimasíða var tekin í notkun 23. október 2017.

„Við hættum að gefa út ársskýrslur á sínum tíma vegna þess að þetta var bara peningasóun“

Vöntun á gögnum veldur vandræðum

Stundin hefur heimildir fyrir því að vöntun á þessum tölfræðigögnum inni á heimasíðu Fangelsismálastofnunar hafi valdið því að við samningu lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna er snúa að fangelsismálum, hafi þingmenn stuðst við úrelta tölfræði. Áður en slík þingmál voru lögð fram hafi umræddir þingmenn þó áttað sig á að það væri ótækt og hafi framlagningu frumvarpsins því verið frestað á meðan þess var freistað að nálgast nýjar tölur frá Fangelsismálastofnun.

Síðasta ársskýrsla stofnunarinnar á hefðbundnu sniði sem birt er á heimasíðu hennar er fyrir árið 2003. Í henni er að finna tölfræði sambærilega þeirri sem birt hefur verið seinni ár, og nefnd ársskýrsla, en þó ítarlegri. Auk þess er þar einnig að finna almenna umfjöllun um fangelsin í landinu, umfjöllun um Fangavarðaskóla Íslands, um sálfræðiþjónustu í fangelsum, um fjárhag og starfsemi fangelsiskerfisins og jafnframt umfjöllun um rannsóknir á félagslegri stöðu fanga. Slíkar upplýsingar er ekki að finna í nýrri ársskýrslun, en þess ber þó að geta að hægt er að nálgast ýmsar almennar upplýsignar inni á heimasíðu Fangelsismálastofnunar.

Gögn tiltæk beri fólk sig eftir þeim

Páll WinkelFangelsismálastjóri segir að þrátt fyrir að tölfræðiupplýsingar um starfsemi Fangelsismálastofnunar hafi ekki verið birtar á heimasíðu stofnunarinnar hafi þær verið aðgengilegar öllum sem hringdu og báðu um þær.

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, sagði í síðustu viku, þegar Stundin hafði samband við hann, að þrátt fyrir vöntun á hefðbundnum ársskýrslum inni á heimasíðu stofnunarinnar séu allar upplýsingar tiltækar innan stofnunarinnar, ef fólk bara beri sig eftir þeim. „Við hættum að gefa út ársskýrslur á sínum tíma vegna þess að þetta var bara peningasóun, við vorum að prenta þetta í hundruðum eintaka og svo framvegis. Tölfræðiupplýsingar eru allar tiltækar og eru birtar hjá okkur, við birtum þær bara ekki í því formi að vera sérstök ársskýrsla. Þessi tölfræði er öll fyrirliggjandi þó hún hafi ekki verið birt og þeir sem óska eftir henni geta fengið hana ef haft er samband við okkur.“ Hvað varðar það að inni á heimasíðunni væru ekki upplýsingar fyrir síðustu fjögur ár vísaði Páll á Hafdísi Guðmundsdóttur skrifstofustjóra.

„Það er svona málum blandið hvað er ársskýrsla“ 

Nýtti páskafríið til að uppfæra tölur

Stundin hafði þá samband við Hafdísi sem svaraði því til að það væri á lokastigum að uppfæra tölurnar inn á heimasíðu stofnunarinnar. Hún hefði nýtt páskafríið sitt til að vinna þá vinnu. Vöntun á tölfræði stafaði af því að ekki hefði gefist tími til að færa inn á nýja heimasíðu, frá því hún var sett í loftið í október síðastliðnum. „Þetta hefur tekið lengri tíma í vinnslu en var venjan. Tölurnar hafa verið kannski 98 prósent réttar en ekki tekist að klára þetta fullkomlega. Tölurnar voru birtar í súluritum á gömlu síðunni, það var ekki farið alveg í að gera þessar miklu töflur sem nú eru birtar. Á gömlu síðunni voru uppfærðar tölur í súlum um það sem fólk spurði mest um. Eftir að þessi nýja síða fór í loftið þá vantaði þetta. Það hefur hins vegar aldrei staðið á tölfræði ef einhver hringir í okkur. Þeir sem hafa við okkur samband myndu geta fengið gögn fyrir þessi ár, 2014, 2105, 2016 og jafnvel hluta af gögnum fyrir árið 2017.“

Telja sig ekki skyldug til að birta ársskýrslur

Spurð hvort eðlilegt sé að opinber stofnun birti ekki ársskýrslur á hefðbundnu formi segir Hafdís að Fangelsismálastofnun sé ekki skyldug til þess. „Það er svona málum blandið hvað er ársskýrsla, sumir segja að það sé bara um fjármálin.“ Þegar blaðamaður benti á að þar væru um ársreikninga að ræða sem ljóst væri að allir þyrftu að skila en ekki ársskýrslur, endurtók Hafdís að stofnunin teldi sér ekki skylt að skila hefðbundinni ársskýrslu.

Samkvæmt upplýsingum sem Stundin aflaði úr forsætisráðuneytinu er ekki að finna í lögum almenna skyldu stofnanna til að standa skil á ársskýrslum. Í skriflegu svari frá ráðuneytinu segir: „Hins vegar er víðast hvar að finna slíka skyldu í lögum um hlutaðeigandi stofnanir, s.s. í lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, lögum um Samgöngustofu, lögum um útlendinga (Útlendingastofnun), lögum um Vegagerðina, lögum um Seðlabanka Íslands o.fl. Þá er yfirleitt kveðið á um það í viðkomandi lögum að birta beri skýrsluna. Auk þessa er almennt talið að ráðherrar geti, í ljósi yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks síns, óskað eftir upplýsingum um starfsemina frá þeim stofnunum sem undir þá heyra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár