Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fangelsismálastjóri segir útgáfu ársskýrslna vera „peningasóun“

Töl­fræði um starf­semi stofn­un­ar­inn­ar síð­ustu fjög­ur ár ekki birt á heima­síðu fyrr en eft­ir fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Tæpt hálft ár tók að færa gögn inn á nýja heima­síðu. Hef­ur vald­ið vand­ræð­um á Al­þingi.

Fangelsismálastjóri segir útgáfu ársskýrslna vera „peningasóun“
Gefa ekki út ársskýrslur Fangelsismálastofnun telur útgáfu hefðbundinni ársskýrslna vera „peningasóun“. Þess í stað er valin tölfræði birt á heimasíðu stofnunarinnar.

Fangelsismálastofnun hefur ekki birt hefðbundna ársskýrslu um árabil heldur eingöngu tölfræði um fullnustu refsinga, samsetningu þess hóps sem afplánað hefur í fangelsum og aðrar tölfræðiupplýsingar af slíkum toga. Í ofanálag var ekki að finna slíkar tölfræðiupplýsingar á heimasíðu stofnunarinnar um árin 2014 til 2016 fyrr en um þær voru færðar þar inn um liðna helgi, eftir að Stundin grennslaðist fyrir um það hjá stofnuninni hverju það sætti að upplýsingarnar væru ekki birtar. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að stofnunin hafi hætt að gefa út ársskýrslur þar sem það hafi bara verið „peningasóun“.

Tölfræði ekki birt, að sögn vegna anna

Þar til um liðna helgi var aðeins að finna tölfræði til ársins 2013 inni á heimasíðu Fangelsismálastofnunar. Eftir að Stundin hafði samband í liðinni viku og óskaði eftir svörum um hverju það sætti voru upplýsingar fyrir árin 2014 til 2016 færðar inn. Samkvæmt upplýsingum frá Hafdísi Guðmundsdóttur, skrifstofustjóra Fangelsismálastofnunar, hafði staðið til að uppfæra upplýsingarnar um talsvert skeið en það ekki tekist vegna anna. Ástæðan fyrir vöntun á þessum gögnum hafi verið sú að ný heimasíða hafi verið tekin í notkun hjá stofnuninni og ekki hafi gefist tími til að færa inn nýjar tölur síðan hún hafi verið sett í loftið, ekki fyrr en nú. Umrædd heimasíða var tekin í notkun 23. október 2017.

„Við hættum að gefa út ársskýrslur á sínum tíma vegna þess að þetta var bara peningasóun“

Vöntun á gögnum veldur vandræðum

Stundin hefur heimildir fyrir því að vöntun á þessum tölfræðigögnum inni á heimasíðu Fangelsismálastofnunar hafi valdið því að við samningu lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna er snúa að fangelsismálum, hafi þingmenn stuðst við úrelta tölfræði. Áður en slík þingmál voru lögð fram hafi umræddir þingmenn þó áttað sig á að það væri ótækt og hafi framlagningu frumvarpsins því verið frestað á meðan þess var freistað að nálgast nýjar tölur frá Fangelsismálastofnun.

Síðasta ársskýrsla stofnunarinnar á hefðbundnu sniði sem birt er á heimasíðu hennar er fyrir árið 2003. Í henni er að finna tölfræði sambærilega þeirri sem birt hefur verið seinni ár, og nefnd ársskýrsla, en þó ítarlegri. Auk þess er þar einnig að finna almenna umfjöllun um fangelsin í landinu, umfjöllun um Fangavarðaskóla Íslands, um sálfræðiþjónustu í fangelsum, um fjárhag og starfsemi fangelsiskerfisins og jafnframt umfjöllun um rannsóknir á félagslegri stöðu fanga. Slíkar upplýsingar er ekki að finna í nýrri ársskýrslun, en þess ber þó að geta að hægt er að nálgast ýmsar almennar upplýsignar inni á heimasíðu Fangelsismálastofnunar.

Gögn tiltæk beri fólk sig eftir þeim

Páll WinkelFangelsismálastjóri segir að þrátt fyrir að tölfræðiupplýsingar um starfsemi Fangelsismálastofnunar hafi ekki verið birtar á heimasíðu stofnunarinnar hafi þær verið aðgengilegar öllum sem hringdu og báðu um þær.

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, sagði í síðustu viku, þegar Stundin hafði samband við hann, að þrátt fyrir vöntun á hefðbundnum ársskýrslum inni á heimasíðu stofnunarinnar séu allar upplýsingar tiltækar innan stofnunarinnar, ef fólk bara beri sig eftir þeim. „Við hættum að gefa út ársskýrslur á sínum tíma vegna þess að þetta var bara peningasóun, við vorum að prenta þetta í hundruðum eintaka og svo framvegis. Tölfræðiupplýsingar eru allar tiltækar og eru birtar hjá okkur, við birtum þær bara ekki í því formi að vera sérstök ársskýrsla. Þessi tölfræði er öll fyrirliggjandi þó hún hafi ekki verið birt og þeir sem óska eftir henni geta fengið hana ef haft er samband við okkur.“ Hvað varðar það að inni á heimasíðunni væru ekki upplýsingar fyrir síðustu fjögur ár vísaði Páll á Hafdísi Guðmundsdóttur skrifstofustjóra.

„Það er svona málum blandið hvað er ársskýrsla“ 

Nýtti páskafríið til að uppfæra tölur

Stundin hafði þá samband við Hafdísi sem svaraði því til að það væri á lokastigum að uppfæra tölurnar inn á heimasíðu stofnunarinnar. Hún hefði nýtt páskafríið sitt til að vinna þá vinnu. Vöntun á tölfræði stafaði af því að ekki hefði gefist tími til að færa inn á nýja heimasíðu, frá því hún var sett í loftið í október síðastliðnum. „Þetta hefur tekið lengri tíma í vinnslu en var venjan. Tölurnar hafa verið kannski 98 prósent réttar en ekki tekist að klára þetta fullkomlega. Tölurnar voru birtar í súluritum á gömlu síðunni, það var ekki farið alveg í að gera þessar miklu töflur sem nú eru birtar. Á gömlu síðunni voru uppfærðar tölur í súlum um það sem fólk spurði mest um. Eftir að þessi nýja síða fór í loftið þá vantaði þetta. Það hefur hins vegar aldrei staðið á tölfræði ef einhver hringir í okkur. Þeir sem hafa við okkur samband myndu geta fengið gögn fyrir þessi ár, 2014, 2105, 2016 og jafnvel hluta af gögnum fyrir árið 2017.“

Telja sig ekki skyldug til að birta ársskýrslur

Spurð hvort eðlilegt sé að opinber stofnun birti ekki ársskýrslur á hefðbundnu formi segir Hafdís að Fangelsismálastofnun sé ekki skyldug til þess. „Það er svona málum blandið hvað er ársskýrsla, sumir segja að það sé bara um fjármálin.“ Þegar blaðamaður benti á að þar væru um ársreikninga að ræða sem ljóst væri að allir þyrftu að skila en ekki ársskýrslur, endurtók Hafdís að stofnunin teldi sér ekki skylt að skila hefðbundinni ársskýrslu.

Samkvæmt upplýsingum sem Stundin aflaði úr forsætisráðuneytinu er ekki að finna í lögum almenna skyldu stofnanna til að standa skil á ársskýrslum. Í skriflegu svari frá ráðuneytinu segir: „Hins vegar er víðast hvar að finna slíka skyldu í lögum um hlutaðeigandi stofnanir, s.s. í lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, lögum um Samgöngustofu, lögum um útlendinga (Útlendingastofnun), lögum um Vegagerðina, lögum um Seðlabanka Íslands o.fl. Þá er yfirleitt kveðið á um það í viðkomandi lögum að birta beri skýrsluna. Auk þessa er almennt talið að ráðherrar geti, í ljósi yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks síns, óskað eftir upplýsingum um starfsemina frá þeim stofnunum sem undir þá heyra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
1
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
6
FréttirFlóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eft­ir ham­ingju­sam­ur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
6
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
7
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
10
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
10
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár