Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Orð Katrínar stangast á við yfirlýsingu NATÓ

Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATÓ, seg­ir all­ar að­ild­ar­þjóð­ir hafa stutt loft­árás­irn­ar í Sýr­landi, en Katrín Jak­obs­dótt­ir sagði að ís­lenska rík­is­stjórn­in hefði ekki lýst yf­ir stuðn­ingi.

Orð Katrínar stangast á við yfirlýsingu NATÓ
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra svaraði því til að stefna íslenskra stjórnvalda væri skýr, en engu að síður sagði hún ríkisstjórnina ekki hafa stutt loftárásir Breta, Frakka og Bandaríkjamanna. Mynd: Pressphotos

Orð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrr í dag um að ríkisstjórnin hefði ekki lýst sérstökum stuðningi við loftárásir á aðstöðu sýrlenskra stjórnvalda í gærkvöldi stangast á við yfirlýsingu hernaðar- eða varnarbandalagsins NATÓ, sem Ísland er aðili að.

Svo virðist sem á reiki sé hvort ríkisstjórn Ísland styðji loftárásirnar eða ekki, en fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hefur lýst yfir andstöðu sinni við þær, og þingmaður flokksins lýsti ánægju sinni með að ríkisstjórnin hefði ekki stutt loftárásirnar. Framkvæmdastjóri NATÓ segir hins vegar aðra sögu.

„Allar NATÓ-þjóðir lýstu fullum stuðningi við aðgerðir gærkvöldsins,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATÓ, í yfirlýsingu í dag

„Við höfum ekki lýst sérstökum stuðningi við þessar aðgerðir, ríkisstjórnin,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, hins vegar við Ríkisútvarpið í dag

Jens StoltenbergFramkvæmdastjóri NATÓ ræddi við fjölmiðla í dag og sagði allar NATÓ-þjóðir lýsa stuðningi við loftárásirnar.

Stefna Vinstri grænna gerir ráð fyrir því að Ísland eigi að „standa utan hernaðarbandalaga“ og „tala fyrir friði hvarvetna í alþjóðasamfélaginu og beita sér fyrir pólitískum lausnum á átökum“.

Því var Katrín spurð að því af fréttamanni Ríkistúvarpsins hvort ríkisstjórn hennar styddi loftárásirnar í Sýrlandi í gærkvöldi, sem gerðar voru af herjum Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna. Rúv spurðu, hvort hún styddi, „sem formaður Vinstri grænna“.

„Við höfum alltaf talað fyrir friðsamlegum lausnum og gerum það enn þá. Það er bara í takti við stefnu íslenskra stjórnvalda um þessi mál.“

„Við höfum ekki lýst sérstökum stuðningi við þessar aðgerðir, ríkisstjórnin, en við höfum sagt að þær hafi verið viðbúnar.“

Þá var hún spurð hvort hún sjálf styddi árásirnar: „Við höfum ekki lýst sérstökum stuðningi við þessar aðgerðir, ríkisstjórnin, en við höfum sagt að þær hafi verið viðbúnar.“

Katrín sagði engu að síður, að afstaða íslenskra stjórnvalda væri ljós. „Það sem gerist næst í þessum málum er að ég vænti þess að það verði fundað í NATO í dag en afstaða íslenskra stjórnvalda liggur algjörlega fyrir í þessum málum.“

Rússar hafa hótað viðbrögðum við loftárásunum. 

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hefur lýst því yfir að hún styðji ekki loftárásirnar.

 „Ég er ánægður með að ríkisstjórn Íslands hafi ekki lýst yfir stuðningi við árásina“

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, lýsti yfir ánægju sinni með að íslensk stjórnvöld hefðu ekki lýst stuðningi við loftárásirnar. „Ég er ánægður með að ríkisstjórn Íslands hafi ekki lýst yfir stuðningi við árásina, öfugt við ýmsar ríkisstjórnir nágrannalanda okkar til dæmis,“ sagði hann.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var einnig spurður af því í dag hvort Ísland myndi lýsa yfir stuðningi við loftárásirnar sagði hann að næsta skref væri að ræða þær á vettvangi Nató. „Síðan verður þetta rætt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og þar auðvitað ræðum við þessa hluti með okkar bandalagsþjóðum. Við höfum sett mjög skýr skilaboð eins og fram hefur komið í dag en við eigum eftir að sjá hvernig þessi mál þróast.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stríðið í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi
GreiningStríðið í Sýrlandi

Rýt­ing­ur í bak Kúrda leið­ir til lo­ka­upp­gjörs í Sýr­landi

Banda­ríkja­stjórn sveik sína nán­ustu banda­menn gegn IS­IS á dög­un­um með því að gefa Tyrkj­um skot­leyfi á varn­ar­sveit­ir Kúrda í Sýr­landi. Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti er hins veg­ar kom­inn í stór­kost­leg vand­ræði og inn­rás hans er í upp­námi eft­ir að Kúr­d­ar ventu kvæði sínu í kross og gerðu banda­lag við Rússa og sýr­lenska stjórn­ar­her­inn. Um leið og Banda­ríkja­her er að hverfa á brott frá land­inu virð­ist allt stefna í lo­ka­upp­gjör í borg­ara­stríð­inu sem hef­ur geis­að í átta ár.
Vinir Hauks efast um opinberu frásögnina
ViðtalStríðið í Sýrlandi

Vin­ir Hauks ef­ast um op­in­beru frá­sögn­ina

Varn­ar­sveit­ir Kúrda hafa gef­ið það út að Hauk­ur Hilm­ars­son hafi far­ist í árás Tyrk­lands­hers þann 24. fe­brú­ar 2018. Snorri Páll Jóns­son hef­ur síð­ast­lið­ið ár reynt að kom­ast til botns í því hvað varð um besta vin hans. Hann á erfitt með að taka hina op­in­beru sögu trú­an­lega enda stang­ast frá­sagn­ir fé­laga Hauks af vett­vangi á við hana að veru­legu leyti.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár