Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Orð Katrínar stangast á við yfirlýsingu NATÓ

Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATÓ, seg­ir all­ar að­ild­ar­þjóð­ir hafa stutt loft­árás­irn­ar í Sýr­landi, en Katrín Jak­obs­dótt­ir sagði að ís­lenska rík­is­stjórn­in hefði ekki lýst yf­ir stuðn­ingi.

Orð Katrínar stangast á við yfirlýsingu NATÓ
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra svaraði því til að stefna íslenskra stjórnvalda væri skýr, en engu að síður sagði hún ríkisstjórnina ekki hafa stutt loftárásir Breta, Frakka og Bandaríkjamanna. Mynd: Pressphotos

Orð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrr í dag um að ríkisstjórnin hefði ekki lýst sérstökum stuðningi við loftárásir á aðstöðu sýrlenskra stjórnvalda í gærkvöldi stangast á við yfirlýsingu hernaðar- eða varnarbandalagsins NATÓ, sem Ísland er aðili að.

Svo virðist sem á reiki sé hvort ríkisstjórn Ísland styðji loftárásirnar eða ekki, en fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hefur lýst yfir andstöðu sinni við þær, og þingmaður flokksins lýsti ánægju sinni með að ríkisstjórnin hefði ekki stutt loftárásirnar. Framkvæmdastjóri NATÓ segir hins vegar aðra sögu.

„Allar NATÓ-þjóðir lýstu fullum stuðningi við aðgerðir gærkvöldsins,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATÓ, í yfirlýsingu í dag

„Við höfum ekki lýst sérstökum stuðningi við þessar aðgerðir, ríkisstjórnin,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, hins vegar við Ríkisútvarpið í dag

Jens StoltenbergFramkvæmdastjóri NATÓ ræddi við fjölmiðla í dag og sagði allar NATÓ-þjóðir lýsa stuðningi við loftárásirnar.

Stefna Vinstri grænna gerir ráð fyrir því að Ísland eigi að „standa utan hernaðarbandalaga“ og „tala fyrir friði hvarvetna í alþjóðasamfélaginu og beita sér fyrir pólitískum lausnum á átökum“.

Því var Katrín spurð að því af fréttamanni Ríkistúvarpsins hvort ríkisstjórn hennar styddi loftárásirnar í Sýrlandi í gærkvöldi, sem gerðar voru af herjum Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna. Rúv spurðu, hvort hún styddi, „sem formaður Vinstri grænna“.

„Við höfum alltaf talað fyrir friðsamlegum lausnum og gerum það enn þá. Það er bara í takti við stefnu íslenskra stjórnvalda um þessi mál.“

„Við höfum ekki lýst sérstökum stuðningi við þessar aðgerðir, ríkisstjórnin, en við höfum sagt að þær hafi verið viðbúnar.“

Þá var hún spurð hvort hún sjálf styddi árásirnar: „Við höfum ekki lýst sérstökum stuðningi við þessar aðgerðir, ríkisstjórnin, en við höfum sagt að þær hafi verið viðbúnar.“

Katrín sagði engu að síður, að afstaða íslenskra stjórnvalda væri ljós. „Það sem gerist næst í þessum málum er að ég vænti þess að það verði fundað í NATO í dag en afstaða íslenskra stjórnvalda liggur algjörlega fyrir í þessum málum.“

Rússar hafa hótað viðbrögðum við loftárásunum. 

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hefur lýst því yfir að hún styðji ekki loftárásirnar.

 „Ég er ánægður með að ríkisstjórn Íslands hafi ekki lýst yfir stuðningi við árásina“

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, lýsti yfir ánægju sinni með að íslensk stjórnvöld hefðu ekki lýst stuðningi við loftárásirnar. „Ég er ánægður með að ríkisstjórn Íslands hafi ekki lýst yfir stuðningi við árásina, öfugt við ýmsar ríkisstjórnir nágrannalanda okkar til dæmis,“ sagði hann.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var einnig spurður af því í dag hvort Ísland myndi lýsa yfir stuðningi við loftárásirnar sagði hann að næsta skref væri að ræða þær á vettvangi Nató. „Síðan verður þetta rætt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og þar auðvitað ræðum við þessa hluti með okkar bandalagsþjóðum. Við höfum sett mjög skýr skilaboð eins og fram hefur komið í dag en við eigum eftir að sjá hvernig þessi mál þróast.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stríðið í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi
GreiningStríðið í Sýrlandi

Rýt­ing­ur í bak Kúrda leið­ir til lo­ka­upp­gjörs í Sýr­landi

Banda­ríkja­stjórn sveik sína nán­ustu banda­menn gegn IS­IS á dög­un­um með því að gefa Tyrkj­um skot­leyfi á varn­ar­sveit­ir Kúrda í Sýr­landi. Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti er hins veg­ar kom­inn í stór­kost­leg vand­ræði og inn­rás hans er í upp­námi eft­ir að Kúr­d­ar ventu kvæði sínu í kross og gerðu banda­lag við Rússa og sýr­lenska stjórn­ar­her­inn. Um leið og Banda­ríkja­her er að hverfa á brott frá land­inu virð­ist allt stefna í lo­ka­upp­gjör í borg­ara­stríð­inu sem hef­ur geis­að í átta ár.
Vinir Hauks efast um opinberu frásögnina
ViðtalStríðið í Sýrlandi

Vin­ir Hauks ef­ast um op­in­beru frá­sögn­ina

Varn­ar­sveit­ir Kúrda hafa gef­ið það út að Hauk­ur Hilm­ars­son hafi far­ist í árás Tyrk­lands­hers þann 24. fe­brú­ar 2018. Snorri Páll Jóns­son hef­ur síð­ast­lið­ið ár reynt að kom­ast til botns í því hvað varð um besta vin hans. Hann á erfitt með að taka hina op­in­beru sögu trú­an­lega enda stang­ast frá­sagn­ir fé­laga Hauks af vett­vangi á við hana að veru­legu leyti.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár