Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Afþakkar afmæliskveðjur vegna efnavopnaárásarinnar

„Vin­sam­leg­ast ósk­ið mér ekki til ham­ingju með dag­inn,“ seg­ir Sýr­lend­ing­ur bú­sett­ur á Ís­landi, Maher Al Habbal, sem held­ur af­mæl­ið sitt ekki há­tíð­lega í dag vegna sorg­ar yf­ir því að fjöldi Sýr­lend­inga lést í efna­vopna­árás í dag.

Afþakkar afmæliskveðjur vegna efnavopnaárásarinnar
Fjölskyldan Klæðskerinn Maher Al Habbal og mannréttindalögfræðingurinn Hiba Al Jaraki flúðu stríðsástandið í Sýrlandi og hófu nýtt líf ásamt fjölskyldu sinni á Íslandi. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Í dag, var tveim efnavopnasprengjum varpað á óbreytta borgara í Sýrlandi. Þess vegna mun ég ekki halda afmælið mitt hátíðlega í dag. Vinsamlegast óskið mér ekki til hamingju með daginn,“ skrifar sýrlenski klæðskerinn Maher Al Habbal á Facebook síðu sína. Í dag afþakkar hann allar afmæliskveðjur og syrgir þá sem létust eða slösuðust í heimalandi hans.

Maher býr ásamt eiginkonu sinni, mannréttindalögfræðingnum Hiba Al Jaraki, og dætrum þeirra tveim á Íslandi. Maher flúði stríðsátök í Sýrlandi, þar sem heimili fjölskyldunnar hafði verið sprengt upp og eiginkona hans var á lista yfir fólk sem Isis vildi afhöfða. „Ég ákvað að fara til Íslands af því á Íslandi eru ekki þessi vopn. Það var fyrsta ástæðan,“ sagði Maher í ítarlegu viðtali á Stundinni. 

Flúði stríðsástand
Flúði stríðsástand Maher Al Habbal ferðaðist frá Damaskus, yfir meginland Evrópu og til Íslands.

Í morgun var tveim sprengjum varpað á bæinn Khan Sheikhun í Idlib-héraði í Sýrlandi og talið er að um efnavopn hafi verið að ræða. Að minnsta kosti 67 óbreyttir borgara létu lífið og að minnsta kosti 200 særðust. Fréttaveitan The Guardian greinir frá þessu.

Bærinn er á valdasvæði uppreisnarhersins sem fullyrðir að stjórnarherinn hafi beitt taugagasinu sarín. Allar vísbendingar benda til að efnavopnum hafi verið beitt en stjórnvöld í Sýrlandi neita þeim ásökunum.

Börn létust

Fyrstu sprengjunni var varpað um klukkan sex í morgun þegar margir íbúanna voru í fasta svefni. „Mikið af börnum létust í árásánunum. Margir slösuðust og aðrir reyndu að hjálpa börnunum og koma þeim á spítalann. Þá var seinni sprengjunni varpað, á spítalann,“ segir Hiba Al Jakari, eiginkona hans.

Maher ferðaðist frá Sýrlandi, yfir meginland Evrópu, alla leið til Íslands. Hér vildi hann setjast að með fjölskyldu sinni, veita börnunum sínum heimili og hefja nýtt líf. Þau fylgjast vel með stíðsástandinu í heimalandi sínu og syrgja í dag fallna landa sína. Foreldrar hans eru búsett Damaskus í Sýrlandi. Ekki er hægt að hringja á milli en heldur Maher sambandi við fjölskyldu sína með því að senda hljóðupptökur sín á milli þar sem þau segja frá ólíku lífi sínu, í Sýrlandi og á Íslandi.

Sameinuðu þjóðirnar munu setja af stað rannsókn á árásinni í dag og á morgun mun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna funda vegna málsins.  

Alþjóðasamfélagið áhyggjufullt

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mun á morgun taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um Sýrland sem ber yfirskriftina „Stuðningur við framtíð Sýrlands og nágrannaríki þess.“ Hann lýsir yfir áhyggjum og segir: „Í ljósi þess að alþjóðasamfélagið er að koma saman á morgun til að ræða ástandið í Sýrlandi og viðbrögð við því, eru skelfilegar fréttir sem berast frá Sýrlandi um enn eina árás á óbreytta borgara; árás þar sem allt bendir til að eiturefnum hafi verið beitt,“ segir Guðlaugur Þór.

Myndband af afleiðingum árásarinnar hefur verið birt í erlendum miðlum á borð við Time. Þar má sjá saklausa borgara í sárum. Ungur strákur lýsir því hvernig hann vaknaði upp við árásina, hljóp út úr húsinu en varð að leggjast niður vegna höfuðverks og sofnaði. Að minnsta kosti ellefu börn létust í árásinni, sem er talin vera öflugasta efnavopnaárásin síðan stríðið í Sýrlandi hófst fyrir sex árum síðan. Stuttu síðar var önnur árás gerð á sjúkrahús í bænum þar sem hlúð var að særðum. 

   

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stríðið í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi
GreiningStríðið í Sýrlandi

Rýt­ing­ur í bak Kúrda leið­ir til lo­ka­upp­gjörs í Sýr­landi

Banda­ríkja­stjórn sveik sína nán­ustu banda­menn gegn IS­IS á dög­un­um með því að gefa Tyrkj­um skot­leyfi á varn­ar­sveit­ir Kúrda í Sýr­landi. Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti er hins veg­ar kom­inn í stór­kost­leg vand­ræði og inn­rás hans er í upp­námi eft­ir að Kúr­d­ar ventu kvæði sínu í kross og gerðu banda­lag við Rússa og sýr­lenska stjórn­ar­her­inn. Um leið og Banda­ríkja­her er að hverfa á brott frá land­inu virð­ist allt stefna í lo­ka­upp­gjör í borg­ara­stríð­inu sem hef­ur geis­að í átta ár.
Vinir Hauks efast um opinberu frásögnina
ViðtalStríðið í Sýrlandi

Vin­ir Hauks ef­ast um op­in­beru frá­sögn­ina

Varn­ar­sveit­ir Kúrda hafa gef­ið það út að Hauk­ur Hilm­ars­son hafi far­ist í árás Tyrk­lands­hers þann 24. fe­brú­ar 2018. Snorri Páll Jóns­son hef­ur síð­ast­lið­ið ár reynt að kom­ast til botns í því hvað varð um besta vin hans. Hann á erfitt með að taka hina op­in­beru sögu trú­an­lega enda stang­ast frá­sagn­ir fé­laga Hauks af vett­vangi á við hana að veru­legu leyti.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár