Agnieszka Holland er einn frægasti leikstjóri Póllands. Hún hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir myndirnar Angry Harvest, Europa, Europa og Í myrkri og leikstýrt sjónvarpsþáttum á borð við The Wire og Burning Bush. En það eru viðsjárverðir tímar í Póllandi þessi misserin, þjóðernishyggja ræður ríkjum og vald kirkjunnar hefur sjaldan verið meira í þessu kaþólskasta landi Evrópu.
Með öðrum orðum, akkúrat rétti tíminn fyrir mynd eins og Pokot. Bæði pólski titillinn og enski titillinn, Spoor, eru illþýðanleg hugtök úr tungutaki veiðimanna, mætti mögulega þýða sem Slóð. Myndin er byggð á skáldsögu Olgu Tokarczuk, Keyrðu plóg þínum yfir bein hinna látnu, og fjallar um eldri konu í fjallahéröðum Póllands, dularfulla dauðdaga veiðimanna, karlrembu og dýravernd. Aðalpersónan er leikin af nöfnu leikstýrunnar, Agnieszku Mandat, og þegar ég spyr Holland hvort hún sjái líkindi með sjálfri sér og aðalpersónunni er hún fljót til svars.
„Auðvitað, ég er hún. …
Athugasemdir