Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Milljarður rís, blúshátíð og dragdrottningar í geimnum

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir dag­ana 9.–27. mars.

Milljarður rís, blúshátíð og dragdrottningar í geimnum

DJ Assault, Alvia, Intr0beatz

Hvar? Húrra
Hvenær? 9. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Uppruna ghetto techno-stefnunnar má rekja til Detroit. Um er að ræða hráa elektróníska og taktfasta tónlist með ögrandi textum. DJ Assault er oft álitinn guðfaðir stefnunnar, en með honum spila Alvia Islandia, íslenska trap-drottningin, sem hefur skipað sér sess í hip-hop senunni í Reykjavík, og Intr0beatz, einn af bestu taktsmiðum Íslands.

Milljarður Rís 2018

Hvar? Harpa
Hvenær? 16. mars kl. 12.00
Aðgangseyrir: Ókeypis

UN Women á Íslandi efna í sjötta skiptið til dansbyltingar þar sem ofbeldi gegn konum er mótmælt. Í ár er viðburðurinn tileinkaður konum af erlendum uppruna sem þurfa að þola margþætta mismunun og ofbeldi. Eins og áður mun DJ Margeir þeyta skífum og halda uppi stuðinu.

Drag-Súgur: Teleport us to MARS!

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 16. mars kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Dragdrottningarnar í kabaretthópnum Drag-Súgur hafa undanfarin tvö ár haldið reglulegar sýningar þar sem grín og glens og metnaðarfull tilþrif eru í fyrirrúmi. Þema kvöldsins er geimurinn og það sem honum tengist, allt frá framúrstefnulegri tísku til nördakúltúr. Munið bara að úti í geimnum heyrir enginn þig hrópa: „Yaaaas queen!“

Sónar Reykjavík 2018

Hvar? Harpa
Hvenær? 16.–17. mars
Aðgangseyrir: 19.990 kr.

Sónar er alþjóðleg hátíð tileinkuð raf- og danstónlist sem var stofnuð fyrir 25 árum, en hún er haldin í fimmta skiptið í Reykjavík. Fjögur mismunandi svið rísa í Hörpu, þar með talinn næturklúbbur í bílakjallara byggingarinnar. Um 50 hljómsveitir og listamenn koma fram, eins og hin breska Underworld, bandaríski Danny Brown, Bjarki og fleiri.

Músíktilraunir 2018

Hvar? Harpa
Hvenær? 18.–21. og 24. mars
Aðgangseyrir: 1.500–2.000 kr.

Músíktilraunir er árleg keppni ungra tónlistarmanna sem á sér yfir 35 ára sögu. Þar koma um 40–50 nýjar hljómsveitir fram í von um að verða krýndar sigurvegarar tilraunanna. Margar af efnilegustu hljómsveitum landsins hafa einmitt stigið sín fyrstu skref á hátíðinni, eins og Mammút, Samaris, Hórmónar, Between Mountains og fleiri.

Babies

Hvar? Húrra
Hvenær? 23. mars kl. 22.00
Aðgangseyrir: Ókeypis

Babies er einn af kröftugustu og skemmtilegustu coverlaga-flokkum landsins, en hann skipa heimsklassa tónlistarmenn úr ýmsum hljómsveitum. Búast má við miklu fjöri og úrvali af dansvænum lögum frá mismunandi tímabilum.

Goth Night: ESA útgáfutónleikar

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 24. mars kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

ESA, Electronic Substance Abuse er eins manns verkefni Jamie Blackers sem hefur verið viðloðinn svart- og dauðamálmssenu Bretlands. Sem ESA skapar hann tilraunakennda hljóðheima sem eru undir áhrifum iðnaðarrokks og einkennist af þungum og hvössum tortímandi töktum. ESA fagnar útgáfu nýjustu plötu sinnar, „The Beast“.

Blúshátíð í Reykjavík 2018

Hvar? Hilton Reykjavík Nordica
Hvenær? 27.–29. mars 
Aðgangseyrir: 11.990 kr.

Blúshátíðin hefst með Blúsdeginum þann 24. mars, þar sem Skólavörðustígurinn er lagður undir hátíðina frá 14.00–16.00. Þar verður meðal annars tilkynnt um val heiðursfélaga félagsins 2018. Síðan verða þrennir tónleikar þar sem koma fram meðal annars Laura Chavez og Ina Forsman, Larry McCray og fleiri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár