Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Milljarður rís, blúshátíð og dragdrottningar í geimnum

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir dag­ana 9.–27. mars.

Milljarður rís, blúshátíð og dragdrottningar í geimnum

DJ Assault, Alvia, Intr0beatz

Hvar? Húrra
Hvenær? 9. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Uppruna ghetto techno-stefnunnar má rekja til Detroit. Um er að ræða hráa elektróníska og taktfasta tónlist með ögrandi textum. DJ Assault er oft álitinn guðfaðir stefnunnar, en með honum spila Alvia Islandia, íslenska trap-drottningin, sem hefur skipað sér sess í hip-hop senunni í Reykjavík, og Intr0beatz, einn af bestu taktsmiðum Íslands.

Milljarður Rís 2018

Hvar? Harpa
Hvenær? 16. mars kl. 12.00
Aðgangseyrir: Ókeypis

UN Women á Íslandi efna í sjötta skiptið til dansbyltingar þar sem ofbeldi gegn konum er mótmælt. Í ár er viðburðurinn tileinkaður konum af erlendum uppruna sem þurfa að þola margþætta mismunun og ofbeldi. Eins og áður mun DJ Margeir þeyta skífum og halda uppi stuðinu.

Drag-Súgur: Teleport us to MARS!

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 16. mars kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Dragdrottningarnar í kabaretthópnum Drag-Súgur hafa undanfarin tvö ár haldið reglulegar sýningar þar sem grín og glens og metnaðarfull tilþrif eru í fyrirrúmi. Þema kvöldsins er geimurinn og það sem honum tengist, allt frá framúrstefnulegri tísku til nördakúltúr. Munið bara að úti í geimnum heyrir enginn þig hrópa: „Yaaaas queen!“

Sónar Reykjavík 2018

Hvar? Harpa
Hvenær? 16.–17. mars
Aðgangseyrir: 19.990 kr.

Sónar er alþjóðleg hátíð tileinkuð raf- og danstónlist sem var stofnuð fyrir 25 árum, en hún er haldin í fimmta skiptið í Reykjavík. Fjögur mismunandi svið rísa í Hörpu, þar með talinn næturklúbbur í bílakjallara byggingarinnar. Um 50 hljómsveitir og listamenn koma fram, eins og hin breska Underworld, bandaríski Danny Brown, Bjarki og fleiri.

Músíktilraunir 2018

Hvar? Harpa
Hvenær? 18.–21. og 24. mars
Aðgangseyrir: 1.500–2.000 kr.

Músíktilraunir er árleg keppni ungra tónlistarmanna sem á sér yfir 35 ára sögu. Þar koma um 40–50 nýjar hljómsveitir fram í von um að verða krýndar sigurvegarar tilraunanna. Margar af efnilegustu hljómsveitum landsins hafa einmitt stigið sín fyrstu skref á hátíðinni, eins og Mammút, Samaris, Hórmónar, Between Mountains og fleiri.

Babies

Hvar? Húrra
Hvenær? 23. mars kl. 22.00
Aðgangseyrir: Ókeypis

Babies er einn af kröftugustu og skemmtilegustu coverlaga-flokkum landsins, en hann skipa heimsklassa tónlistarmenn úr ýmsum hljómsveitum. Búast má við miklu fjöri og úrvali af dansvænum lögum frá mismunandi tímabilum.

Goth Night: ESA útgáfutónleikar

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 24. mars kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

ESA, Electronic Substance Abuse er eins manns verkefni Jamie Blackers sem hefur verið viðloðinn svart- og dauðamálmssenu Bretlands. Sem ESA skapar hann tilraunakennda hljóðheima sem eru undir áhrifum iðnaðarrokks og einkennist af þungum og hvössum tortímandi töktum. ESA fagnar útgáfu nýjustu plötu sinnar, „The Beast“.

Blúshátíð í Reykjavík 2018

Hvar? Hilton Reykjavík Nordica
Hvenær? 27.–29. mars 
Aðgangseyrir: 11.990 kr.

Blúshátíðin hefst með Blúsdeginum þann 24. mars, þar sem Skólavörðustígurinn er lagður undir hátíðina frá 14.00–16.00. Þar verður meðal annars tilkynnt um val heiðursfélaga félagsins 2018. Síðan verða þrennir tónleikar þar sem koma fram meðal annars Laura Chavez og Ina Forsman, Larry McCray og fleiri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár