Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, og Finnur Þór Vilhjálmsson lögfræðingur, sem starfaði bæði með rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið og rannsóknarnefndinni um þátt þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003, telja afar ósennilegt að ný rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankans og Búnaðarbankans muni leiða í ljós neinar þýðingarmiklar upplýsingar um málsatvik sem ekki hafa þegar komið fram.
„Í kjölfar þess að ég lauk starfi mínu í RNA 2010 og eftir þá athugun sem nefndin gerði á framkvæmd einkavæðingar bankanna var það afstaða mín að lengra yrði ekki komist við að upplýsa um þau atriði þessara mála sem enn væru óljós nema annars vegar kæmu fram nýjar upplýsingar um þátttöku áðurnefnds þýsks banka í kaupum á Búnaðarbankanum eða hins vegar ef þeir sem tóku þátt í tilteknum samtölum og fundum vegna þessara mála veittu nýjar upplýsingar um efni þeirra,“ segir í minnisblaði sem umboðsmaður Alþingis …
Athugasemdir