Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sigríður segist hafa skipað dómara „með löglegum hætti“

Mynd­band: Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra þræt­ir fyr­ir að hafa brot­ið lög við skip­un dóm­ara þrátt fyr­ir skýra nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur og Hæsta­rétt­ar Ís­lands.

Sigríður segist hafa skipað dómara „með löglegum hætti“

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra þrætti fyrir það á Alþingi í dag að dómarar við Landsrétt hefðu verið skipaðir með ólöglegum eða ólögmætum hætti. 

Sem kunnugt er hafa Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra hafi brotið lög, 10. gr. stjórnsýslulaga, við skipun Landsréttardómara. Í þessu fólst að ráðherra sýndi ekki fram á – með fullnægjandi rannsókn og rökstuðningi í samræmi við þær kröfur sem á henni hvíla samkvæmt stjórnsýslulögum – að hún hefði skipað hæfustu umsækjendurna sem dómara við hið nýja millidómsstig. 

„Ekki er um það að ræða að dómarar við Landsrétt séu ekki skipaðir með lögmætum hætti,“ sagði Sigríður Andersen í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun þegar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gerði að umtalsefni þann möguleika að ólögmæt skipun dómara leiddi til þess að dómar yrðu ómerktir, samanber nýlegar fregnir af dómaframkvæmd Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins. 

Sigríður viðurkenndi í svari sínu að samkvæmt dómum Hæstaréttar í Landsréttarmálinu hefði hún ekki uppfyllt rannsóknarskyldu stjórnsýslulaga. Svo bætti hún við: „Á það hefur verið bent og ég árétta það enn og aftur að um er að ræða matskennda reglu stjórnsýsluréttarins.“

Af þessu dró hún svo eftirfarandi ályktanir: „Ekki er um það að ræða að dómarar við landsrétt séu ekki skipaðir með lögmætum hætti. Hér var fylgt lögformlegu ferli. Þeir eru skipaðir í samræmi við lög sem eru ákaflega skýr sem kveða á um að ráðherra leggi tillögu fyrir Alþingi.“ 

Í lok ræðunnar ítrekaði hún að lögum hefði verið fylgt við skipun dómara: „Það er því ekki um það að ræða að mínu mati að dómarar hafi ekki verið skipaðir með löglegum hætti.“ 

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur áður sagst ósammála Hæstarétti, hafnað sjónarmiðum sem fram koma í dómum Hæstaréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur og dregið upp villandi mynd af því sem fram kemur í dómum Hæstaréttar um verklag sitt við skipun dómara. Hins vegar hefur hún ekki fyrr en nú gengið svo langt að hafna því alfarið, þrátt fyrir skýra niðurstöðu dómstóla, að lögum hafi ekki verið fylgt við skipun dómara við Landsrétt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár