Fræðimenn standa nú ráðþrota yfir örlítilli mynd sem rist hefur verið í 3,5 sentímetra breiðan agat-stein fyrir 3.500 árum og fannst í gröf einni í Grikklandi árið 2015. Gröfin er við bæinn Pylos nærri suðvesturströnd Pelópsskaga og til að byrja með vakti þessi litli steinn litla athygli. Hann var talin hluti af einhvers konar perlufesti og þótt eitthvað sýndist vera klórað í hann var það ekki fyrr en nýlega sem menn fóru að skoða „klórið“ nákvæmlega.
Og þá gaf á að líta.
Fréttastofa CNN sagði frá málinu og birti þær myndir sem hér fylgja. Enginn hefur ennþá getað ímyndað sér hvernig þessi ótrúlega nákvæma mynd var gerð um það bil 1.500 árum fyrir Krists burð. Rákirnar eru margar aðeins hálfur millimetri á breidd.
Þá þykja þær sýna bæði meiri listræna hæfileika og meiri þekkingu á líkamsbyggingu en nokkurn óraði fyrir að hefði verið fyrir hendi á bronsöld.
Stóra myndin hér að ofan er eftirmynd af „lágmyndinni“ á agat-steininum - gleymið ekki að þessi mynd er í raun aðeins 3,5 sentímetri á breidd!
Svona er myndin á steininum sjálfuð, mjög stækkuð:
Hér er svo enn meira stækkuð brot af hermanninum fallna. Nákvæmnin er aldeilis furðuleg.
Athugasemdir