Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Dýralæknirinn sem keypti kaupfélag

Ólaf­ur Vals­son dýra­lækn­ir hef­ur um ára­bil bú­ið og starf­að víða um heim. Hann bjó í Rú­anda í tvö ár og kynnt­ist þar rekstri þjóð­garða. Nú hafa hann og kona hans, Sif Kon­ráðs­dótt­ir, lög­mað­ur og að­stoð­ar­mað­ur um­hverf­is­ráð­herra, söðl­að um og eru sest að í Norð­ur­firði á Strönd­um, einni af­skekkt­ustu byggð Ís­lands.

Dýralæknirinn sem keypti kaupfélag
Verslunarstjórinn Ólafur Valsson dýralæknir er sonur eins þekktasta kaupfélagsstjóra landsins, Vals Arnþórssonar, sem stjórnaði KEA um árabil og var í framlínu Sambandsins. Ólafur keypti eitt minnsta kaupfélag landsins og rekur það. Mynd: Valgeir Benediktsson

Ólafur Valsson dýralæknir hefur starfað víða um heim. Hann flutti nýverið í Árneshrepp, fámennasta hrepp landsins, og tók að sér rekstur kaupfélagsins sem Hólmvíkingar höfðu tekið ákvörðun um að loka.„Það er sjálfsagt eitthvað í mínum karakter að hafa gaman af því að takast á við áskoranir. Mér finnst það vera ákveðin áskorun að flytja í Árneshrepp, segir Ólafur Valsson, verslunarmaður í Norðurfirði á Ströndum.

Ólafur er menntaður dýralæknir og hefur starfað í því fagi víða um heim. Margir urðu undrandi þegar það fréttist að hann, ásamt eiginkonu sinni, Sif Konráðsdóttur lögfræðingi, væru að flytja þangað sem vegurinn endar í því skyni að taka að sér verslunarrekstur í hreppnum þar sem um 40 manns eiga lögheimili og aðeins helmingur þeirra hefur vetursetu á svæðinu. Ákvörðunina tóku hjónin þegar ljóst varð að Kaupfélag Strandamanna ætlaði ekki lengur að halda úti verslun í Árneshreppi. Rúmlega 100 kílómetrar eru þaðan í næstu verslun …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár