Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Alfarið ákvörðun ríkisins“ að svipta hælisleitendur jólapeningnum

Út­lend­inga­stofn­un svipt­ir hæl­is­leit­end­ur des­em­berupp­bót­inni með vit­und og vilja dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fer áfram með mál­efni út­lend­inga í rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og reglu­gerð Sig­ríð­ar And­er­sen er enn í gildi.

„Alfarið ákvörðun ríkisins“ að svipta hælisleitendur jólapeningnum

Hælisleitendur fá ekki jólauppbót í ár eins og áður hefur tíðkast. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Útlendingastofnun sendi Reykjanesbæ, Hafnarfjarðarbæ og Reykjavíkurborg í lok nóvember. 

Fréttin hefur verið uppfærð, sjá neðst í greininni.

RÚV fjallaði um málið á dögunum og greindi frá því að Útlendingastofnun hefði haft samráð við dómsmálaráðuneytið um að svipta hælisleitendur desemberuppbótinni, en ákvörðunin er tekin á grundvelli nýlegrar reglugerðar Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um útlendinga. 

„Það er alfarið ákvörðun ríkisins að fella niður umrædda uppbót handa hælisleitendum“

„Það er alfarið ákvörðun ríkisins að fella niður umrædda uppbót handa hælisleitendum,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar á sviði velferðarmála og umhverfismála, í svari við fyrirspurn Stundarinnar. 

Kristín Völundardóttirforstjóri Útlendingastofnunar

Í bréfi Útlendingastofnunar til sveitarfélaganna kemur fram að samkvæmt 30. gr. umræddrar reglugerðar sé Útlendingastofnun heimilt að setja almennar reglur um aukna þjónustu við umsækjendur að fengnu samþykki ráðherra. „Slíkar reglur hafa ekki verið settar og að mati stofnunarinnar er ekki tilefni til þess að svo stöddu,“ segir í bréfinu sem er undirritað af Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar. 

„Útlendingastofnun mun því ekki greiða umsækjendum um alþjóðlega vernd aukinn fjárhagsstuðning um komandi jól og veðrur hann því með sama hætti og aðra mánuði ársins. Með hliðsjón af því markmiði reglugerðarinnar að samræma þjónustu og kveða skýrt á um rétt umsækjenda upplýsir Útlendingastofnun samningsaðila sína um framangreinda ákvörðun.“ 

Stundin hefur áður fjallað um reglugerð Sigríðar Andersen sem felur meðal annars í sér að útlendingar eru sviptir réttinum til framfærslufjár eftir að hælisumsóknum þeirra er synjað og meðan þeir bíða eftir að vera sendir úr landi. Ef hælisleitandi er frá ríki sem er á lista yfir örugg upprunaríki og umsókn er metin „bersýnilega tilhæfulaus“ getur Útlendingastofnun jafnframt fellt niður alla þjónustu við viðkomandi eftir að framkvæmdarhæf ákvörðun um synjun umsóknar liggur fyrir. Rauði krossinn gagnrýndi reglugerðina og benti á að vegna hennar gætu hælisleitendur lent milli steins og sleggju, án atvinnuréttinda og framfærslufjár, jafnvel vikum saman meðan þeir biðu eftir að vera sendir úr landi. 

Undir lok síðasta þings beittu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, með Sigríði Andersen í fararbroddi, sér af mikilli hörku gegn réttarbótum fyrir barnafjölskyldur sem höfðu sótt um hæli á Íslandi. Aðrir flokkar á Alþingi sameinuðust um lagabreytingarnar, en Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði á móti þeim. Skömmu áður hafði Bjarni Benediktsson, þá forsætisráðherra, talað opinskátt um að hann sæi eftir þeirri ákvörðun að veita albanskri fjölskyldu með langveikan dreng íslenskan ríkisborgararétt.

Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sýnt meiri hörku í útlendingamálum en aðrir flokkar fer flokkurinn, og Sigríður Á. Andersen, áfram með málefni hælisleitenda og flóttamanna í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. 

Uppfært kl. 22:40:

Ríkisstjórnin mun nota ráðstöfunarfé sitt til að greiða hælisleitendum jólauppbót ef tillaga dómsmálaráðherra, sem hún ætlar að leggja til á ríkisstjórnarfundi á morgun, gengur eftir. „Ég hef lagt til, í samráði við forsætisráðherra, og mun leggja það til á ríkisstjórnarfundi á morgun, að ríkisstjórnin ráðstafi af því fé sem hún hefur til umráða fjárhæð sem kemur til móts við hælisleitendur þessa vikuna,“ sagði hún í viðtali við RÚV í kvöld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár