Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Alfarið ákvörðun ríkisins“ að svipta hælisleitendur jólapeningnum

Út­lend­inga­stofn­un svipt­ir hæl­is­leit­end­ur des­em­berupp­bót­inni með vit­und og vilja dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fer áfram með mál­efni út­lend­inga í rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og reglu­gerð Sig­ríð­ar And­er­sen er enn í gildi.

„Alfarið ákvörðun ríkisins“ að svipta hælisleitendur jólapeningnum

Hælisleitendur fá ekki jólauppbót í ár eins og áður hefur tíðkast. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Útlendingastofnun sendi Reykjanesbæ, Hafnarfjarðarbæ og Reykjavíkurborg í lok nóvember. 

Fréttin hefur verið uppfærð, sjá neðst í greininni.

RÚV fjallaði um málið á dögunum og greindi frá því að Útlendingastofnun hefði haft samráð við dómsmálaráðuneytið um að svipta hælisleitendur desemberuppbótinni, en ákvörðunin er tekin á grundvelli nýlegrar reglugerðar Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um útlendinga. 

„Það er alfarið ákvörðun ríkisins að fella niður umrædda uppbót handa hælisleitendum“

„Það er alfarið ákvörðun ríkisins að fella niður umrædda uppbót handa hælisleitendum,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar á sviði velferðarmála og umhverfismála, í svari við fyrirspurn Stundarinnar. 

Kristín Völundardóttirforstjóri Útlendingastofnunar

Í bréfi Útlendingastofnunar til sveitarfélaganna kemur fram að samkvæmt 30. gr. umræddrar reglugerðar sé Útlendingastofnun heimilt að setja almennar reglur um aukna þjónustu við umsækjendur að fengnu samþykki ráðherra. „Slíkar reglur hafa ekki verið settar og að mati stofnunarinnar er ekki tilefni til þess að svo stöddu,“ segir í bréfinu sem er undirritað af Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar. 

„Útlendingastofnun mun því ekki greiða umsækjendum um alþjóðlega vernd aukinn fjárhagsstuðning um komandi jól og veðrur hann því með sama hætti og aðra mánuði ársins. Með hliðsjón af því markmiði reglugerðarinnar að samræma þjónustu og kveða skýrt á um rétt umsækjenda upplýsir Útlendingastofnun samningsaðila sína um framangreinda ákvörðun.“ 

Stundin hefur áður fjallað um reglugerð Sigríðar Andersen sem felur meðal annars í sér að útlendingar eru sviptir réttinum til framfærslufjár eftir að hælisumsóknum þeirra er synjað og meðan þeir bíða eftir að vera sendir úr landi. Ef hælisleitandi er frá ríki sem er á lista yfir örugg upprunaríki og umsókn er metin „bersýnilega tilhæfulaus“ getur Útlendingastofnun jafnframt fellt niður alla þjónustu við viðkomandi eftir að framkvæmdarhæf ákvörðun um synjun umsóknar liggur fyrir. Rauði krossinn gagnrýndi reglugerðina og benti á að vegna hennar gætu hælisleitendur lent milli steins og sleggju, án atvinnuréttinda og framfærslufjár, jafnvel vikum saman meðan þeir biðu eftir að vera sendir úr landi. 

Undir lok síðasta þings beittu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, með Sigríði Andersen í fararbroddi, sér af mikilli hörku gegn réttarbótum fyrir barnafjölskyldur sem höfðu sótt um hæli á Íslandi. Aðrir flokkar á Alþingi sameinuðust um lagabreytingarnar, en Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði á móti þeim. Skömmu áður hafði Bjarni Benediktsson, þá forsætisráðherra, talað opinskátt um að hann sæi eftir þeirri ákvörðun að veita albanskri fjölskyldu með langveikan dreng íslenskan ríkisborgararétt.

Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sýnt meiri hörku í útlendingamálum en aðrir flokkar fer flokkurinn, og Sigríður Á. Andersen, áfram með málefni hælisleitenda og flóttamanna í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. 

Uppfært kl. 22:40:

Ríkisstjórnin mun nota ráðstöfunarfé sitt til að greiða hælisleitendum jólauppbót ef tillaga dómsmálaráðherra, sem hún ætlar að leggja til á ríkisstjórnarfundi á morgun, gengur eftir. „Ég hef lagt til, í samráði við forsætisráðherra, og mun leggja það til á ríkisstjórnarfundi á morgun, að ríkisstjórnin ráðstafi af því fé sem hún hefur til umráða fjárhæð sem kemur til móts við hælisleitendur þessa vikuna,“ sagði hún í viðtali við RÚV í kvöld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár