Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjarni slakar á aðhaldssamri fjármálastefnu Benedikts og kastar útgjaldaþakinu

Ný fjár­mála­stefna ber þess merki að stjórn­ar­flokk­arn­ir geti eða vilji ekki ráð­ast í var­an­lega tekju­öfl­un sem sam­svar­ar fyr­ir­hug­uð­um út­gjalda­vexti á kjör­tíma­bil­inu.

Bjarni slakar á aðhaldssamri fjármálastefnu Benedikts og kastar útgjaldaþakinu

Ríkissjóður verður rekinn með miklu minni afgangi næstu fimm árin heldur en til stóð samkvæmt fjármálastefnu fyrri ríkisstjórnar. Þessi breyting kemur skýrt fram í fjármálastefnu sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær. Fjármálastefnan, líkt og fjárlagafrumvarp og stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar, ber þess merki að stjórnarflokkarnir hafi ekki getað komið sér saman um varanlega tekjuöflun sem samsvarar fyrirhuguðum útgjaldavexti á kjörtímabilinu. 

Umdeild regla sem birtist í fjármálastefnu fyrri stjórnar, um þak á útgjöld hins opinbera sem miðaðist við 41,5 prósent af vergri landsframleiðslu, mun heyra sögunni til. Að sama skapi verða skuldir hins opinbera greiddar niður hægar en áður var ráðgert.

Samkvæmt fjármálastefnu Benedikts, sem samþykkt var á Alþingi í formi þingsályktunar þann 6. apríl síðastliðinn, átti heildarafkoma hins opinbera að nema 1,6 prósentum af vergri landsframleiðslu á árunum 2018 og 2019, lækka um 0,1 prósentustig árin 2020 og 2021 og vera 1,3 prósent árið 2022.

Afkoman er talsvert minni í fjármálastefnunni sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, lagði fram í gær. Þar er gert ráð fyrir að heildarafkoman nái hámarki, 1,4 prósentum, á næsta ári en verði 1,2 prósent árið 2019, 1,1 prósent árið 2020 og 1 prósent árin 2021 og 2022. 

Afkomuáætlun ríkisstjórnarinnar gefur til kynna verulega slökun á aðhaldi ríkisfjármálanna.  Slíkt gengur í berhögg við varnaðarorð Fjármálaráðs, sérfræðingahóps á vegum stjórnarráðsins, sem fram komu í álitsgerð þess um fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar fyrr á árinu. Að sama skapi hefur peningastefnunefnd Seðlabankans bent á að enn sé spenna í þjóðarbúinu og að slökun á aðhaldi ríkisfjármála verði mætt með hertu aðhaldi peningamála, þ.e. hærri vöxtum en ella.

Benedikt Jóhannessonfyrrverandi fjármálaráðherra

Fjármálastefna Benedikts gerði ráð fyrir að „öllu óreglulegu og einskiptis fjárstreymi í ríkissjóð [yrði] varið til að hraða enn frekar niðurgreiðslu skulda eða til lækkunar á ófjármögnuðum lífeyrisskuldbindingum í því skyni að treysta fjárhagsstöðu ríkissjóðs og draga úr vaxtakostnaði“.

Ekkert slíkt kemur fram í fjármálastefnu Bjarna, enda hefur ný ríkisstjórn lýst því yfir að stefnt sé að því að nota eignatekjur úr bankakerfinu til að standa undir innviðauppbyggingu á kjörtímabilinu. 

Slakað á aðhaldinuBjarni Benediktsson var forsætisráðherra en er nú fjármálaráðherra í ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár