Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni slakar á aðhaldssamri fjármálastefnu Benedikts og kastar útgjaldaþakinu

Ný fjár­mála­stefna ber þess merki að stjórn­ar­flokk­arn­ir geti eða vilji ekki ráð­ast í var­an­lega tekju­öfl­un sem sam­svar­ar fyr­ir­hug­uð­um út­gjalda­vexti á kjör­tíma­bil­inu.

Bjarni slakar á aðhaldssamri fjármálastefnu Benedikts og kastar útgjaldaþakinu

Ríkissjóður verður rekinn með miklu minni afgangi næstu fimm árin heldur en til stóð samkvæmt fjármálastefnu fyrri ríkisstjórnar. Þessi breyting kemur skýrt fram í fjármálastefnu sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær. Fjármálastefnan, líkt og fjárlagafrumvarp og stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar, ber þess merki að stjórnarflokkarnir hafi ekki getað komið sér saman um varanlega tekjuöflun sem samsvarar fyrirhuguðum útgjaldavexti á kjörtímabilinu. 

Umdeild regla sem birtist í fjármálastefnu fyrri stjórnar, um þak á útgjöld hins opinbera sem miðaðist við 41,5 prósent af vergri landsframleiðslu, mun heyra sögunni til. Að sama skapi verða skuldir hins opinbera greiddar niður hægar en áður var ráðgert.

Samkvæmt fjármálastefnu Benedikts, sem samþykkt var á Alþingi í formi þingsályktunar þann 6. apríl síðastliðinn, átti heildarafkoma hins opinbera að nema 1,6 prósentum af vergri landsframleiðslu á árunum 2018 og 2019, lækka um 0,1 prósentustig árin 2020 og 2021 og vera 1,3 prósent árið 2022.

Afkoman er talsvert minni í fjármálastefnunni sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, lagði fram í gær. Þar er gert ráð fyrir að heildarafkoman nái hámarki, 1,4 prósentum, á næsta ári en verði 1,2 prósent árið 2019, 1,1 prósent árið 2020 og 1 prósent árin 2021 og 2022. 

Afkomuáætlun ríkisstjórnarinnar gefur til kynna verulega slökun á aðhaldi ríkisfjármálanna.  Slíkt gengur í berhögg við varnaðarorð Fjármálaráðs, sérfræðingahóps á vegum stjórnarráðsins, sem fram komu í álitsgerð þess um fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar fyrr á árinu. Að sama skapi hefur peningastefnunefnd Seðlabankans bent á að enn sé spenna í þjóðarbúinu og að slökun á aðhaldi ríkisfjármála verði mætt með hertu aðhaldi peningamála, þ.e. hærri vöxtum en ella.

Benedikt Jóhannessonfyrrverandi fjármálaráðherra

Fjármálastefna Benedikts gerði ráð fyrir að „öllu óreglulegu og einskiptis fjárstreymi í ríkissjóð [yrði] varið til að hraða enn frekar niðurgreiðslu skulda eða til lækkunar á ófjármögnuðum lífeyrisskuldbindingum í því skyni að treysta fjárhagsstöðu ríkissjóðs og draga úr vaxtakostnaði“.

Ekkert slíkt kemur fram í fjármálastefnu Bjarna, enda hefur ný ríkisstjórn lýst því yfir að stefnt sé að því að nota eignatekjur úr bankakerfinu til að standa undir innviðauppbyggingu á kjörtímabilinu. 

Slakað á aðhaldinuBjarni Benediktsson var forsætisráðherra en er nú fjármálaráðherra í ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár