Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjarni slakar á aðhaldssamri fjármálastefnu Benedikts og kastar útgjaldaþakinu

Ný fjár­mála­stefna ber þess merki að stjórn­ar­flokk­arn­ir geti eða vilji ekki ráð­ast í var­an­lega tekju­öfl­un sem sam­svar­ar fyr­ir­hug­uð­um út­gjalda­vexti á kjör­tíma­bil­inu.

Bjarni slakar á aðhaldssamri fjármálastefnu Benedikts og kastar útgjaldaþakinu

Ríkissjóður verður rekinn með miklu minni afgangi næstu fimm árin heldur en til stóð samkvæmt fjármálastefnu fyrri ríkisstjórnar. Þessi breyting kemur skýrt fram í fjármálastefnu sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær. Fjármálastefnan, líkt og fjárlagafrumvarp og stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar, ber þess merki að stjórnarflokkarnir hafi ekki getað komið sér saman um varanlega tekjuöflun sem samsvarar fyrirhuguðum útgjaldavexti á kjörtímabilinu. 

Umdeild regla sem birtist í fjármálastefnu fyrri stjórnar, um þak á útgjöld hins opinbera sem miðaðist við 41,5 prósent af vergri landsframleiðslu, mun heyra sögunni til. Að sama skapi verða skuldir hins opinbera greiddar niður hægar en áður var ráðgert.

Samkvæmt fjármálastefnu Benedikts, sem samþykkt var á Alþingi í formi þingsályktunar þann 6. apríl síðastliðinn, átti heildarafkoma hins opinbera að nema 1,6 prósentum af vergri landsframleiðslu á árunum 2018 og 2019, lækka um 0,1 prósentustig árin 2020 og 2021 og vera 1,3 prósent árið 2022.

Afkoman er talsvert minni í fjármálastefnunni sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, lagði fram í gær. Þar er gert ráð fyrir að heildarafkoman nái hámarki, 1,4 prósentum, á næsta ári en verði 1,2 prósent árið 2019, 1,1 prósent árið 2020 og 1 prósent árin 2021 og 2022. 

Afkomuáætlun ríkisstjórnarinnar gefur til kynna verulega slökun á aðhaldi ríkisfjármálanna.  Slíkt gengur í berhögg við varnaðarorð Fjármálaráðs, sérfræðingahóps á vegum stjórnarráðsins, sem fram komu í álitsgerð þess um fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar fyrr á árinu. Að sama skapi hefur peningastefnunefnd Seðlabankans bent á að enn sé spenna í þjóðarbúinu og að slökun á aðhaldi ríkisfjármála verði mætt með hertu aðhaldi peningamála, þ.e. hærri vöxtum en ella.

Benedikt Jóhannessonfyrrverandi fjármálaráðherra

Fjármálastefna Benedikts gerði ráð fyrir að „öllu óreglulegu og einskiptis fjárstreymi í ríkissjóð [yrði] varið til að hraða enn frekar niðurgreiðslu skulda eða til lækkunar á ófjármögnuðum lífeyrisskuldbindingum í því skyni að treysta fjárhagsstöðu ríkissjóðs og draga úr vaxtakostnaði“.

Ekkert slíkt kemur fram í fjármálastefnu Bjarna, enda hefur ný ríkisstjórn lýst því yfir að stefnt sé að því að nota eignatekjur úr bankakerfinu til að standa undir innviðauppbyggingu á kjörtímabilinu. 

Slakað á aðhaldinuBjarni Benediktsson var forsætisráðherra en er nú fjármálaráðherra í ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár