Eignarhaldsfélag Samherjaforstjórans Þorsteins Más Baldvinssonar og fyrrverandi eiginkonu hans, Helgu S. Guðmundsdóttur, hagnaðist um ríflega sex milljarða króna í fyrra. Fyrirtækið, Eignarhaldsfélagið Steinn ehf., á nú ríflega 35 milljarða króna eignir umfram skuldir. Félagið skuldar rúmlega eina milljón króna. Þetta kemur fram í ársreikningi eignarhaldsfélagsins fyrir árið 2016 sem samþykktur var í lok september síðastliðinn.
Þorsteinn Már er forstjóri og stærsti eigandi Samherja, langstærsta og öflugasta útgerðarfyrirtækis sem verið hefur til á Íslandi. Samherji er ekki bara stærsta útgerðarfyrirtæki Íslands heldur er það stórt fyrirtæki á Evrópu- og heimsvísu og er með starfsemi í fjölmörgum löndum. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið ótrúlega á síðustu árum. Fyrirtækið hagnaðist um 14,3 milljarða í fyrra og hefur hagnast um samtals 86 milljarða króna frá árinu 2011.
Fjórir milljarðar til Þorsteins og Helgu
Hlutabréf Eignarhaldsfélagsins Steins ehf. í Samherja eru bókfærð á tæplega 29 milljarða króna en auk þess á félagið hlutabréf í Fjárfestingarfélaginu Firði …
Athugasemdir