Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kvótakerfið: Félag Þorsteins Más græddi sex milljarða í fyrra og á 35 milljarða eignir

Þor­steinn Már Bald­vins­son á eign­ir upp á 35 millj­arða króna í eign­ar­halds­fé­lagi sínu. Arð­ur hef­ur ekki ver­ið greidd­ur úr fé­lag­inu á liðn­um ár­um en fé­lag­ið kaup­ir hluta­bréf í sjálfu sér af Þor­steini Má og fyrr­ver­andi eig­in­konu hans, Helgu S. Guð­munds­dótt­ur. Staða fé­lags­ins sýn­ir hversu efn­að­ir sum­ir út­gerð­ar­menn hafa orð­ið í nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi á kvóta­kerf­inu.

Kvótakerfið: Félag Þorsteins Más græddi sex milljarða í fyrra og á 35 milljarða eignir
Fjórir milljarðar út úr félaginu Eignarhaldsfélag Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, á eignir sem eru 35 milljarða króna virði og skuldar ekkert. Þorsteinn og Helga Guðmundsdóttir hafa fengið 4 milljarða greidda út úr félaginu á liðnum árum. Mynd: Haraldur Guðjónsson

Eignarhaldsfélag Samherjaforstjórans Þorsteins Más Baldvinssonar og fyrrverandi eiginkonu hans, Helgu S. Guðmundsdóttur, hagnaðist um ríflega sex milljarða króna í fyrra. Fyrirtækið, Eignarhaldsfélagið Steinn ehf., á nú ríflega 35 milljarða króna eignir umfram skuldir. Félagið skuldar rúmlega eina milljón króna. Þetta kemur fram í ársreikningi eignarhaldsfélagsins fyrir árið 2016 sem samþykktur var í lok september síðastliðinn.

Þorsteinn Már er forstjóri og stærsti eigandi Samherja, langstærsta og öflugasta útgerðarfyrirtækis sem verið hefur til á Íslandi. Samherji er ekki bara stærsta útgerðarfyrirtæki Íslands heldur er það stórt fyrirtæki á Evrópu- og heimsvísu og er með starfsemi í fjölmörgum löndum. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið ótrúlega á síðustu árum. Fyrirtækið hagnaðist um 14,3 milljarða í fyrra og hefur hagnast um samtals 86 milljarða króna frá árinu 2011.  

Fjórir milljarðar til Þorsteins og Helgu

Hlutabréf Eignarhaldsfélagsins Steins ehf. í Samherja eru bókfærð á tæplega 29 milljarða króna en auk þess á félagið hlutabréf í Fjárfestingarfélaginu Firði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kvótinn

Sagan af vélstjóranum í Eyjum sem gagnrýndi kvótakerfið: „Ég var talinn óalandi og óferjandi.“
FréttirKvótinn

Sag­an af vél­stjór­an­um í Eyj­um sem gagn­rýndi kvóta­kerf­ið: „Ég var tal­inn óalandi og óferj­andi.“

Stærsta út­gerð­ar­fé­lag­ið í Vest­manna­eyj­um, Ís­fé­lag­ið stend­ur á tíma­mót­um eft­ir að Guð­björg Matth­ías­dótt­ir færði eign­ar­hald­ið að mestu yf­ir á syni sína og skráði fé­lag­ið á mark­að. Völd út­gerð­ar­inn­ar í Eyj­um eru mik­il og seg­ir fyrr­ver­andi starfs­mað­ur Ís­fé­lags­ins, Árni Marz Frið­geirs­son, sögu af því þeg­ar hon­um var sagt upp vegna grein­ar sem hann skrif­aði í DV um kvóta­kerf­ið.
Ættarveldi Guðbjargar og átökin um Eyjar og Ísland
SkýringKvótinn

Ætt­ar­veldi Guð­bjarg­ar og átök­in um Eyj­ar og Ís­land

Guð­björg Matth­ías­dótt­ir, út­gerð­ar­kona í Vest­manna­eyj­um, hef­ur í rúm 20 ár átt og stýrt Ís­fé­lag­inu í bæn­um sem nú er bú­ið að skrá í Kaup­höll Ís­lands. Eig­in­mað­ur Guð­bjarg­ar, Sig­urð­ur Ein­ars­son, lagði grunn að ætt­ar­veld­inu áð­ur en hann lést ár­ið 2000. Nú eru syn­ir þeirra fjór­ir orðn­ir stærstu hlut­haf­ar út­gerð­ar­inn­ar.
Rúmlega 500 milljarða kvóti mun renna til erfingja aldinna eigenda 14 stórútgerða
ÚttektKvótinn

Rúm­lega 500 millj­arða kvóti mun renna til erf­ingja ald­inna eig­enda 14 stór­út­gerða

Meiri­hluti hluta­bréfa í 14 af 20 stærstu út­gerð­um Ís­lands er í eigu ein­stak­linga 60 ára eða eldri. Framsal hluta­bréfa eig­enda Sam­herja til barna sinna er því bara eitt dæmi af mörg­um sam­bæri­leg­um til­fell­um sem munu eiga sér stað með kyn­slóða­skipt­um í eign­ar­haldi á ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Fosæt­is­ráð­herra seg­ir mál­ið sýna mik­il­vægi þess að setja auð­linda­ákvæði í stjórn­ar­skrá svo af­nota­rétt­ur á kvóta geti ekki erfst kyn­slóð fram af kyn­slóð.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár