Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þorgerður gagnrýndi Katrínu fyrir framkvæmdir sem hún studdi sjálf

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, greiddi sjálf at­kvæði með stór­iðju á Bakka ár­ið 2013 en skamm­ar Katrínu Jak­obs­dótt­ur fyr­ir að vinstri­stjórn­in hafi ekki frek­ar sett meiri fjár­muni í mennta­kerf­ið.

Þorgerður gagnrýndi Katrínu fyrir framkvæmdir sem hún studdi sjálf

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, harðlega fyrir að hafa setið í ríkisstjórn þegar ráðist var í framkvæmdir vegna kísilvers á Bakka og Vaðlaheiðarganga á opnum fundi um menntamál í síðustu viku.

„Ef ég væri í rík­is­stjórn sem stæði frammi fyr­ir, á erfiðum tím­um, að verja mennta­kerfið eða fara í fram­kvæmd­ir á Bakka eða fara í fram­kvæmd­ir á Vaðlaheiðargöng­um þá er ekki spurn­ing í mín­um huga hvað ég myndi velja, ekki spurn­ing,“ sagði Þorgerður á fundinum sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Voru þetta viðbrögð Þorgerðar við gagnrýni Katrínar á aðhaldið í menntamálum sem birtist í fjárlagafrumvarpi ársins 2018 og í fjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar.

Gagnrýni Þorgerðar á kísilver á Bakka er athyglisverð í ljósi þess að Þorgerður og Katrín greiddu báðar atkvæði með frumvarpi Steingríms J. Sigfússonar um heimild til samninga um kísilver á Bakka þann 28. mars 2013.

Í lögunum fólst meðal annars að veittir voru skattaafslættir og ríkisstyrkir sem talið var að næmi allt að 5 milljörðum íslenskra króna. Nær allir þingmenn Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sameinuðust um aðgerðirnar, meðal annars Katrín Jakobsdóttir og Þorgerður Katrín. 

Þegar heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði var samþykkt á Alþingi tæpu ári áður, þann 14. júní 2012, var Þorgerður Katrín fjarverandi, en Katrín greiddi atkvæði með.

Þorgerður gerði athugasemdir við útfærslu, ferli og aðferðafræði Vaðlaheiðarmálsins en vísaði því þó alfarið á bug að hún væri á móti Vaðlaheiðargöngum. „Við erum sammála um að Vaðlaheiðargöng eru mikilvæg samgöngubót og góð framkvæmd til að efla samgöngur á norðanverðu landinu,“ sagði hún í svari við ræðu Jóns Bjarnasonar á Alþingi þann 12. júní 2012. Hún vísaði til álits Ríkisábyrgðasjóðs um málið og talaði fyrir því að farið væri varlega og framkvæmdin yrði ekki tekin fram yfir aðrar framkvæmdir á samgönguáætlun. Um leið sagði hún: „Ég hef verið þeirrar skoðunar að við megum ekki tala verkefnið niður, við verðum líka að vara okkur á því. Ég undirstrika að mér finnst þetta mikilvægt verkefni en við verðum líka að þora að tala um það í samhengi við aðrar framkvæmdir.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu