Sjálfstæðisflokkurinn birti í dag myndrit á Facebook þar sem sjá má sprengingu í útgjöldum til heilbrigðismála. Hvernig má slíkt vera meðan Landspítali lýsir yfir neyðarástandi og reynsla almennings og heilbrigðisstarfsfólks endurspeglar ekki þann raunveruleika sem myndin virðist tjá?
Ein skýring er sú að landsmönnum hefur fjölgað á tímabilinu. Önnur er sú að þjóðin er að eldast. Þriðja skýringin er gríðarleg fjölgun ferðamanna, en ferðamenn nýttu 10% rýma á gjörgæslu í fyrra. Enn önnur getur verið aðferðin sem notuð er til núvirðingar.
Nú vill svo til að Hagstofan birtir gögn um heilbrigðisútgjalda hins opinbera, staðvirt á mann með vísitölu samneyslunnar. Vísitala samneyslunnar mælir kostnað við opinbera þjónustu, líkt og vísitala neysluverðs mælir kostnað á neysluvörum og húsnæði.
Þá blasir við önnur mynd.
Athugasemdir