Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Unglingar fengu áfengi og hlustuðu á ræður ráðherra Sjálfstæðisflokksins

Ólögráða mennta­skóla­nem­ar fengu ókeyp­is áfengi á opn­un­ar­há­tíð kosn­inga­set­urs ungra sjálf­stæð­is­manna, þar sem ráð­herr­ar flokks­ins héldu ræð­ur. Formað­ur SUS seg­ist harma ef það kom fyr­ir. Mál­ið verð­ur lík­lega rætt á stjórn­ar­fundi SUS.

Unglingar fengu áfengi og hlustuðu á ræður ráðherra Sjálfstæðisflokksins
Unglingar að drykkju Samkvæmt gesti hátíðarinnar fengu unglingar að drekka áfenga drykki óáreyttir. Piltarnir þrír á myndinni eru undir áfengiskaupaaldri, þar af tveir sautján ára. Mynd: Ungir sjálfstæðismenn

Á myndum af nýafstaðinni opnunarhátíð kosningaseturs ungra sjálfstæðismanna má sjá menntaskólanema neyta áfengis, en samkvæmt lögum er óheimilt að selja, veita eða afhenda áfengi einstaklingum yngri en 20 ára. Nýkjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Ingvar Smári Birgisson, segir Stundinni að það sé ekki stefna flokksins að gefa ungu fólki áfengi.

Hátíðin var auglýst sem „jazz kokteilboð“ þar sem boðið var upp á veitingar og áfenga og óáfenga drykki. Gestir voru samkvæmt SUS um 150, en ýmsir áhrifamenn flokksins mættu, meðal annars Bjarni Benediktsson, Sigríður Á. Andersen, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, og Guðlaugur Þór Þórðarson.

Einnig má sjá mikið af fólki með bjór eða vín í glasi, þar á meðal menntaskólanema sem voru sumir hverjir aðeins 16 ára.

ForsætisráðherraBjarni Benediktsson stillir sér hér upp með piltum. Þess ber að geta að þeir eru ekki með áfengi á myndinni.

Mætti ekki fyrir flokkinn, heldur ókeypis áfengi

Stundin kom sér í samband við einn gest hátíðarinnar sem sagði að engin hafi verið að fylgjast með drykkju unglinga, og að allir hafi verið með áfengi. „Ég mæti á staðinn, og ég sá að Bjarni Ben var með fyrirlestur, Sigríður Andersen og fleiri. Ég fer á barinn, bið um bjór, og starfsmaður rétti mér bara bjór. Það var það einfalt.“

„Ég er ekkert mjög hrifinn af Sjálfstæðisflokknum sjálfum, en ég mætti þarna bara fyrir áfengið.“

Gesturinn segist aldrei áður hafa mætt á svona hátíð. „Ég er ekkert mjög hrifinn af Sjálfstæðisflokknum sjálfum, en ég mætti þarna bara fyrir áfengið.“

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, rataði fyrr á þessu ári í fréttir fyrir að bjóða menntaskólanemum áfengi fyrir atkvæði. Gesturinn sagði að það hefði ekki verið þannig yfirskrift í þessari hátíð. „Það var ekki sagt að það þyrfti að sýna Sjálfstæðisflokknum stuðning, það var bara verið að bjóða upp á áfengi.“

„Ekki stefna ungra sjálfstæðismanna“

Ingvar, formaður SUS, segir að á viðburðum ungliðahreyfinga mæti oft fólk sem er yngra en 20 ára, og að það komi fyrir að það fái áfengi. „Það er hins vegar auðvitað ekki stefna ungra sjálfstæðismanna að fólk undir lögaldri drekki áfengi á viðburðum okkar. Okkur þykir miður ef að það hefur komið fyrir í þessu tilviki.“

Hann bætir við að SUS sé ekki sérstaklega að reyna að höfða til menntaskólanema með ókeypis áfengi. „Það mættu 150 manns í opnun kosningamiðstöðvar okkar, og í einhverjum tilfellum hefur fólk fengið áfengi sem ekki er orðið 20 ára. Auðvitað er það ekkert til fyrirmyndar, og við munum beita okkur fyrir því í auknum mæli að reyna að vera með einhvers konar fyrirkomulag sem kemur í veg fyrir að þetta endurtaki sig.“

Ingvar gat ekki svarað hvernig slíkt fyrirkomulag myndi líta út, en að það væri stjórnarfundur síðar í kvöld þar sem þetta mál yrði að öllum líkindum rætt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár