Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Unglingar fengu áfengi og hlustuðu á ræður ráðherra Sjálfstæðisflokksins

Ólögráða mennta­skóla­nem­ar fengu ókeyp­is áfengi á opn­un­ar­há­tíð kosn­inga­set­urs ungra sjálf­stæð­is­manna, þar sem ráð­herr­ar flokks­ins héldu ræð­ur. Formað­ur SUS seg­ist harma ef það kom fyr­ir. Mál­ið verð­ur lík­lega rætt á stjórn­ar­fundi SUS.

Unglingar fengu áfengi og hlustuðu á ræður ráðherra Sjálfstæðisflokksins
Unglingar að drykkju Samkvæmt gesti hátíðarinnar fengu unglingar að drekka áfenga drykki óáreyttir. Piltarnir þrír á myndinni eru undir áfengiskaupaaldri, þar af tveir sautján ára. Mynd: Ungir sjálfstæðismenn

Á myndum af nýafstaðinni opnunarhátíð kosningaseturs ungra sjálfstæðismanna má sjá menntaskólanema neyta áfengis, en samkvæmt lögum er óheimilt að selja, veita eða afhenda áfengi einstaklingum yngri en 20 ára. Nýkjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Ingvar Smári Birgisson, segir Stundinni að það sé ekki stefna flokksins að gefa ungu fólki áfengi.

Hátíðin var auglýst sem „jazz kokteilboð“ þar sem boðið var upp á veitingar og áfenga og óáfenga drykki. Gestir voru samkvæmt SUS um 150, en ýmsir áhrifamenn flokksins mættu, meðal annars Bjarni Benediktsson, Sigríður Á. Andersen, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, og Guðlaugur Þór Þórðarson.

Einnig má sjá mikið af fólki með bjór eða vín í glasi, þar á meðal menntaskólanema sem voru sumir hverjir aðeins 16 ára.

ForsætisráðherraBjarni Benediktsson stillir sér hér upp með piltum. Þess ber að geta að þeir eru ekki með áfengi á myndinni.

Mætti ekki fyrir flokkinn, heldur ókeypis áfengi

Stundin kom sér í samband við einn gest hátíðarinnar sem sagði að engin hafi verið að fylgjast með drykkju unglinga, og að allir hafi verið með áfengi. „Ég mæti á staðinn, og ég sá að Bjarni Ben var með fyrirlestur, Sigríður Andersen og fleiri. Ég fer á barinn, bið um bjór, og starfsmaður rétti mér bara bjór. Það var það einfalt.“

„Ég er ekkert mjög hrifinn af Sjálfstæðisflokknum sjálfum, en ég mætti þarna bara fyrir áfengið.“

Gesturinn segist aldrei áður hafa mætt á svona hátíð. „Ég er ekkert mjög hrifinn af Sjálfstæðisflokknum sjálfum, en ég mætti þarna bara fyrir áfengið.“

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, rataði fyrr á þessu ári í fréttir fyrir að bjóða menntaskólanemum áfengi fyrir atkvæði. Gesturinn sagði að það hefði ekki verið þannig yfirskrift í þessari hátíð. „Það var ekki sagt að það þyrfti að sýna Sjálfstæðisflokknum stuðning, það var bara verið að bjóða upp á áfengi.“

„Ekki stefna ungra sjálfstæðismanna“

Ingvar, formaður SUS, segir að á viðburðum ungliðahreyfinga mæti oft fólk sem er yngra en 20 ára, og að það komi fyrir að það fái áfengi. „Það er hins vegar auðvitað ekki stefna ungra sjálfstæðismanna að fólk undir lögaldri drekki áfengi á viðburðum okkar. Okkur þykir miður ef að það hefur komið fyrir í þessu tilviki.“

Hann bætir við að SUS sé ekki sérstaklega að reyna að höfða til menntaskólanema með ókeypis áfengi. „Það mættu 150 manns í opnun kosningamiðstöðvar okkar, og í einhverjum tilfellum hefur fólk fengið áfengi sem ekki er orðið 20 ára. Auðvitað er það ekkert til fyrirmyndar, og við munum beita okkur fyrir því í auknum mæli að reyna að vera með einhvers konar fyrirkomulag sem kemur í veg fyrir að þetta endurtaki sig.“

Ingvar gat ekki svarað hvernig slíkt fyrirkomulag myndi líta út, en að það væri stjórnarfundur síðar í kvöld þar sem þetta mál yrði að öllum líkindum rætt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár