Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Unglingar fengu áfengi og hlustuðu á ræður ráðherra Sjálfstæðisflokksins

Ólögráða mennta­skóla­nem­ar fengu ókeyp­is áfengi á opn­un­ar­há­tíð kosn­inga­set­urs ungra sjálf­stæð­is­manna, þar sem ráð­herr­ar flokks­ins héldu ræð­ur. Formað­ur SUS seg­ist harma ef það kom fyr­ir. Mál­ið verð­ur lík­lega rætt á stjórn­ar­fundi SUS.

Unglingar fengu áfengi og hlustuðu á ræður ráðherra Sjálfstæðisflokksins
Unglingar að drykkju Samkvæmt gesti hátíðarinnar fengu unglingar að drekka áfenga drykki óáreyttir. Piltarnir þrír á myndinni eru undir áfengiskaupaaldri, þar af tveir sautján ára. Mynd: Ungir sjálfstæðismenn

Á myndum af nýafstaðinni opnunarhátíð kosningaseturs ungra sjálfstæðismanna má sjá menntaskólanema neyta áfengis, en samkvæmt lögum er óheimilt að selja, veita eða afhenda áfengi einstaklingum yngri en 20 ára. Nýkjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Ingvar Smári Birgisson, segir Stundinni að það sé ekki stefna flokksins að gefa ungu fólki áfengi.

Hátíðin var auglýst sem „jazz kokteilboð“ þar sem boðið var upp á veitingar og áfenga og óáfenga drykki. Gestir voru samkvæmt SUS um 150, en ýmsir áhrifamenn flokksins mættu, meðal annars Bjarni Benediktsson, Sigríður Á. Andersen, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, og Guðlaugur Þór Þórðarson.

Einnig má sjá mikið af fólki með bjór eða vín í glasi, þar á meðal menntaskólanema sem voru sumir hverjir aðeins 16 ára.

ForsætisráðherraBjarni Benediktsson stillir sér hér upp með piltum. Þess ber að geta að þeir eru ekki með áfengi á myndinni.

Mætti ekki fyrir flokkinn, heldur ókeypis áfengi

Stundin kom sér í samband við einn gest hátíðarinnar sem sagði að engin hafi verið að fylgjast með drykkju unglinga, og að allir hafi verið með áfengi. „Ég mæti á staðinn, og ég sá að Bjarni Ben var með fyrirlestur, Sigríður Andersen og fleiri. Ég fer á barinn, bið um bjór, og starfsmaður rétti mér bara bjór. Það var það einfalt.“

„Ég er ekkert mjög hrifinn af Sjálfstæðisflokknum sjálfum, en ég mætti þarna bara fyrir áfengið.“

Gesturinn segist aldrei áður hafa mætt á svona hátíð. „Ég er ekkert mjög hrifinn af Sjálfstæðisflokknum sjálfum, en ég mætti þarna bara fyrir áfengið.“

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, rataði fyrr á þessu ári í fréttir fyrir að bjóða menntaskólanemum áfengi fyrir atkvæði. Gesturinn sagði að það hefði ekki verið þannig yfirskrift í þessari hátíð. „Það var ekki sagt að það þyrfti að sýna Sjálfstæðisflokknum stuðning, það var bara verið að bjóða upp á áfengi.“

„Ekki stefna ungra sjálfstæðismanna“

Ingvar, formaður SUS, segir að á viðburðum ungliðahreyfinga mæti oft fólk sem er yngra en 20 ára, og að það komi fyrir að það fái áfengi. „Það er hins vegar auðvitað ekki stefna ungra sjálfstæðismanna að fólk undir lögaldri drekki áfengi á viðburðum okkar. Okkur þykir miður ef að það hefur komið fyrir í þessu tilviki.“

Hann bætir við að SUS sé ekki sérstaklega að reyna að höfða til menntaskólanema með ókeypis áfengi. „Það mættu 150 manns í opnun kosningamiðstöðvar okkar, og í einhverjum tilfellum hefur fólk fengið áfengi sem ekki er orðið 20 ára. Auðvitað er það ekkert til fyrirmyndar, og við munum beita okkur fyrir því í auknum mæli að reyna að vera með einhvers konar fyrirkomulag sem kemur í veg fyrir að þetta endurtaki sig.“

Ingvar gat ekki svarað hvernig slíkt fyrirkomulag myndi líta út, en að það væri stjórnarfundur síðar í kvöld þar sem þetta mál yrði að öllum líkindum rætt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár