Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Frambjóðendur Heimdallar aftur gripnir við að bjóða unglingum áfengi fyrir atkvæði

Nem­end­um Mennta­skól­ans við Sund var boð­ið frítt áfengi gegn því að kjósa ákveð­ið fram­boð til Heimdall­ar, fé­lags ungra sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík. Formað­ur og rit­ari skóla­fé­lags MS til­heyra fram­boð­inu.

Frambjóðendur Heimdallar aftur gripnir við að bjóða unglingum áfengi fyrir atkvæði
Ritari og formaður Steinar Ingi Kolbeins, Ármaður skólafélags MS, og Jafet Máni Magnússarson, ritari skólafélagsins, tilheyra framboðinu sem um ræðir. Mynd: Hlynur

Frambjóðendur í formannskjöri Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, bjóða unglingum undir lögaldri áfengi fyrir að kjósa í formannsframboðinu.

„Kemuru ekki að kjósa Frikka og Elísabet Ingu á morgun upp í Valhöll? Partý beint eftir kosningarnar í brautarholtinu. Fullt af MS fólki, frítt áfengi og veitingar. Má taka vini með að kjósa og svo í partýið, en ekki hafa hátt um það ;* Já og þetta byrjar kl16.“

Svo hljóða skilaboð sem unglingi undir lögaldri bárust, þar sem viðkomandi er hvattur til þess að kjósa til stjórnar Heimdallar, gegn því að fá áfengi sem greiðslu.

Áfengi fyrir atkvæði
Áfengi fyrir atkvæði Einstakling undir lögaldri boðið vín

Nemendum skólans hefur borist fjöldi annarra skilaboða þar sem þeim er boðið svipaður samningur. Í tveimur þeirra er Steinar Ingi Kolbeins, ármaður Skólafélags Menntaskólans við sund, nefndur á nafn, og í þremur þeirra er því lofað að mikið af nemendum skólans verði á svæðinu; „geggjað MS party,“ „stórt MS partý,“ og „Fullt af MS fólki.“ Í öllum skilaboðunum er unglingunum lofað fríu áfengi. DV greindi fyrst frá málinu. 

Skýr skilaboð
Skýr skilaboð Flest eru boðskortin á svipaða lund

Algengur misskilningur

Fyrir tveimur árum flutti Stundin fréttir af því að frambjóðendur til formanns og stjórnar Heimdallar hefðu boðið nemendum MS, undir lögaldri, áfengi gegn því að kjósa í kosningunum. Steinar Ingi var einnig í framboði þá og setti skilaboð inn á Facebook þar sem hann bauð „öllum MS-ingum“ í „frían hamborgara og bjór.“ Að því loknu færu kjósendur í Valhöll þar sem þeir ættu að greiða listanum sem hann var á atkvæði. Því næst væri farið aftur í kosningamiðstöðina þar sem yrði „yfirdrifið nóg af fríum bjór eins lengi og við viljum.“

Nóg af fríum bjór
Nóg af fríum bjór Hér má sjá stöðufærslu Steinars Inga Kolbeins frá því fyrir 2 árum

„Ég harma það mjög að skilaboðin sem eru sýnd á þessum skjáskotum hafi farið í umferð...“

Albert Guðmundsson, núverandi formaður Heimdalls, var í framboði á þessum tíma. Sagði hann að skilaboð Steinars Inga hefðu verið „misskilningur“ og að það hefðu verið „einhver mistök og hugsunarleysi hjá þeim að setja þetta í status.“

Fyrr í dag setti Steinar Ingi inn yfirlýsingu á Facebook-síðu skólafélags MS. Þar segir hann „Ég harma það mjög að skilaboðin sem eru sýnd á þessum skjáskotum hafi farið í umferð“ og að það hafi ekki verið ásetningur hans sé meðframbjóðenda hans að halda partý „og bjóða öllum nemendum innan MS í stórt partý með fríu áfengi fyrir fólk undir lögaldri.“ Skilaboðin um frían bjór væri „ekkert annað en slúðursaga sem sumir helst til kappsamir stuðningsmenn framboðsins hafa látið fljúga.“

Steinar sagðist vera á fundi þegar blaðamaður náði í hann, bað blaðamann að hringja aftur en svaraði svo ekki símtölum þegar reynt var að ná í hann.

Rektor ætlar að hringja í lögregluna

Þrír einstaklingar í framboðinu eru nemendur í MS. Fyrir utan Steinar Inga, Ármann skólafélagsins, er það Jafet Máni Magnússarson, ritari skólafélagsins og Kristín Lilja Sigurðardóttir, formaður femínistafélags skólafélagsins.

„Mér finnst þetta náttúrulega siðlaust,“ sagði Már Vilhjálmsson, rektor MS í samtali við Stundina. „Ég er sjálfur að reyna að forvitnast hver skrattinn sé í gangi.“ Í dag hefur hann fundað með þeim einstaklingum sem sendu skilaboðin, ásamt forráðamönnum þeirra. „Þetta er allt ungt fólk undir lögaldri. Þarna er ranglega verið að tengja MS við þetta. MS-partý eða bara viðburðir á vegum skólans eru áfengislausir. Við erum mjög stíf í okkar forvarnarstefnu. Þarna er verið að segja rangt frá og ég tel það vera brot á skólareglum.“

Segist Már fagna því að ungt fólk hafi áhuga á pólitík, sama hvar í fylkingum eða flokkum það er. Hins vegar séu svona auglýsingar viðkomandi frambjóðendum ekki til framdráttar. „Þetta er ekki gæfuleg byrjun á pólitískum ferli.“ Þrátt fyrir að viðburðurinn sé ekki á vegum skólans þá sé þarna ljóst að verið sé að bjóða upp á áfengisneyslu ólögráða barna og í þannig tilvikum sé um lögreglumál að ræða. „Ég hringi einfaldlega í lögregluna og læt hana vita.“

Bjórkassar í skotti: Grín

Gylfi Þór Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands, er yfirlýstur stuðningsmaður framboðsins. Á mánudaginn setti Gylfi færslu inn á Facebook sem sýndi farangursrými bifreiðar hlaðið um 18 bjórkössum. Yfirskrift myndarinnar var „Ef þessi mynd endar á Stundinni þá verð ég brjál.“

Gylfi Þór
Gylfi Þór Segir myndina ekki tengjast kosningunum og vera setta inn í gríni

„Þessi mynd, þetta er gömul mynd. Hún tengist þessum kosningum ekki neitt,“ sagði Gylfi í samtali við Stundina. „Ég sá bara skott þarna, fullt af bjór, og tók myndina, eða þannig. Þetta var bara sett inn í gríni. Auðvitað er ég ekkert sáttur við það ef þessi mynd endar á Stundinni.“

 

Aðspurður hvort hann sjái ekkert athugavert við það að börnum sé boðið áfengi fyrir að kjósa þessa einstaklinga sem hann styður segist hann ekki telja að svo sé. „Ég veit ekki til þess að það sé gert, ég held meira að segja ekki.“

 

Hvorki Friðrik Þór Gunnarsson né Elísabet Inga Sigurðardóttir, formanns- og varaformannsefni framboðsins, svöruðu ítrekuðum símhringinum blaðamanns. Friðrik svaraði þó skilaboðum sem blaðamaður sendi honum og sagðist þykja það innilega leitt að geta, vegna anna, ekki svarað blaðamanni. Hann bauðst þó til þess að ræða við hann klukkan 19:00, eftir að búið væri að loka kjörfundi.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár