Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Benedikt var leystur undan sjálfskuldarábyrgð skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis

Slita­stjórn Glitn­is tók tvö mál tengd Bene­dikt Sveins­syni til skoð­un­ar eft­ir hrun. Hann seldi hluta­bréf sín í Glitni fyr­ir um 850 millj­ón­ir króna rétt eft­ir að­komu að Vafn­ings­flétt­unni sem tal­in var auka áhættu bank­ans. Hann inn­leysti svo 500 millj­ón­ir úr Sjóði 9 þrem­ur dög­um fyr­ir þjóð­nýt­ingu Glitn­is og milli­færði til Flórída.

Benedikt var leystur undan sjálfskuldarábyrgð skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis

Benedikt Sveinsson var leystur undan sjálfskuldarábyrgð vegna lána Glitnis til Hafsilfurs, eignarhaldsfélags síns, í aðdraganda bankahrunsins.

Beiðni um niðurfellingu sjálfskuldarábyrgðarinnar barst í ágúst árið 2007 en var afgreidd í tölvukerfi bankans þann 29. september 2008, sama dag og Glitnir var þjóðnýttur. Þremur dögum áður, þann 26. september, hafði Benedikt innleyst 500 milljóna eignir úr Sjóði 9 og sent til Flórída. 

Hvort tveggja, niðurfelling sjálfskuldarábyrgðarinnar og 500 milljóna greiðslan til Flórída, var á meðal þess sem slitastjórn Glitnis tók til sérstakrar skoðunar á árunum eftir hrun sem möguleg riftunarmál í ljósi innherjaupplýsinga sem talið var hugsanlegt að Benedikt hefði búið yfir. Á endanum þótti þó ekki ástæða til að láta reyna á málin fyrir dómstólum. 

Hlutabréfin seld eftir Vafningsfléttu

Í lok september 2008 hafði Benedikt þegar selt megnið af hlutabréfum sínum í Glitni. Gögn frá bankanum sem Stundin hefur undir höndum sýna að Benedikt og Hafsilfur seldu hlutabréf í Glitni fyrir um 850 milljónir króna vikurnar eftir Vafningsfléttuna svokölluðu. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að umrædd viðskiptaflétta gekk í meginatriðum út á að flytja áhættuna á bak við stóran hluthafa Glitnis, Þátt International, yfir á Glitni en um leið að gefa bankanum gálgafrest og koma í veg fyrir verðfall hlutabréfa.  

Eins og frægt er orðið fólu Einar og Benedikt Sveinssynir Bjarna Benediktssyni umboð til að veðsetja hlutabréf í félaginu Vafningi fyrir hönd eignarhaldsfélaganna BNT, Hafsilfurs og Hrómundar í febrúar 2008. Þetta var forsenda þess að Glitnir gæti veitt 100 milljóna evra peningamarkaðslán til Milestone þann 8. febrúar. Sérstakur saksóknari ákærði síðar þá Lárus Welding og Guðmund Hjaltason og taldi lánveitinguna hafa átt þátt í falli bankans. Þeir voru á endanum sýknaðir í Hæstarétti sem taldi „ósannað að farið hafi verið umfram þá áhættu, sem bankinn hafi talið viðunandi“. Hins vegar kom skýrt fram í dómi Hæstaréttar að enginn vafi væri á því að ásetningurinn á bak við lánveitinguna hefði „staðið til misnotkunar“ og að hinir ákærðu hefðu tekið hagsmuni lántaka fram yfir hagsmuni Glitnis. 

Keypti og seldi úr Sjóði 9

Í dóminum yfir Lárusi og Guðmundi er haft eftir Bjarna Benediktssyni, sem bar vitni í málinu, að hann hefði „farið í Glitni banka hf. annaðhvort mánudaginn 11. febrúar eða þriðjudag 12. febrúar 2008 og undirritað veðsamninginn“. Það var einmitt um þetta leyti sem Benedikt fór að losa sig við hlutabréf sín í Glitni. 

Benedikt seldi hlutabréf Hafsilfurs í Glitni fyrir tæpar 50 milljónir þann 12. febrúar og fyrir 216 milljónir þremur dögum síðar. Hafsilfur keypti svo í Sjóði 9 fyrir samtals 332 milljónir dagana 19. og 20. febrúar. Vikurnar á eftir innleysti Hafsilfur hátt í milljarð íslenskra króna út úr sjóðnum; 600 milljónir dagana 25. og 26. febrúar og 240 milljónir 18. mars. Undir lok marsmánaðar hafði Benedikt losað megnið af eignum Hafsilfurs út úr Glitni og Sjóði 9. 

Benedikt seldi hlutabréf í Glitni sem hann átti á eigin nafni fyrir 590 milljónir þann 18. febrúar 2008 en keypti í Sjóði 9 fyrir 600 milljónir tveimur dögum síðar. Vikurnar þar á eftir innleysti hann tæpar 450 milljónir úr Sjóði 9. Undir lok mars nam söluverðmæti hlutabréfa Benedikts sjálfs í bankanum ekki nema 25,7 milljónum samkvæmt hluthafaskrá Glitnis. Hafði hann þá selt hlutabréf sín og Hafsilfurs fyrir samtals um 850 milljónir á þeim örfáu vikum sem liðið höfðu frá því að hann tók þátt í Vafningsfléttunni.

Ekkert aðhafst vegna færslunnar til Flórída

Eftir því sem leið á septembermánuð varð ljóst að Glitnir átti við verulegan vanda að stríða. Nordea hætti við að kaupa eignir bankans í Noregi þann 23. september auk þess sem Bayerische Landesbank hafnaði framlengingu tveggja lána Glitnis upp á 150 milljónir evra. Þetta þýddi að bankinn þurfti að endurgreiða 600 milljóna lán innan fárra vikna. Þann 24. september óskaði svo Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, eftir fundi með Davíð Oddssyni seðlabankastjóra til að biðja um lánafyrirgreiðslu. Það var við þessar aðstæður, þann 26. september 2008, sem Benedikt Sveinsson innleysti 500 milljónir úr Sjóði 9 og flutti þær til Flórída. 

KvittuninHér má sjá afrit af kvittuninni fyrir 500 milljóna millifærslunni til Flórída.

Slitastjórn Glitnis tók millifærsluna til skoðunar eftir hrun. Í skjali frá slitastjórninni sem Stundin hefur undir höndum er fjallað um hana með eftirfarandi hætti: „500 mkr. innleystar 26. september 2008, greitt út í USD og inn á reikning í Flórída. Varsla eða eignastýring? Hver bað um innlausnina? […] Beðið eftir gögnum. Þarf að sýna fram á að viðkomandi hafi búið yfir innherjaupplýsingum.“ Ekkert var aðhafst frekar í því máli. Hins vegar var lögmannsstofunni Lex, sem vann umtalsvert fyrir slitastjórnina, falið að kanna hvernig stóð á því að sjálfskuldarábyrgð Benedikts vegna lána Hafsilfurs virtist hafa verið felld niður þann 29. september, daginn sem Glitnir var þjóðnýttur.

Að því er fram kemur í minnisblaði sem lögmannsstofan vann fyrir slitastjórnina og skilaði þann 13. september 2011 var beiðni um niðurfellingu sjálfskuldarábyrgðar Benedikts send milli starfsmanna Glitnis þann 29. september 2008. Þar kom fram að „skv. samþykktum þá var heimilað að fella niður sjálfskuldarábyrgðir á sínum tíma en það átti alltaf eftir að ganga frá því í kerfum hjá okkur“. 

Eftir að tölvupósturinn kom í leitirnar við skoðun slitastjórnar var sendandi póstsins kallaður í skýrslutöku til að gera grein fyrir ráðstöfuninni. Hún vísaði þá til þess að hafa fengið beiðnina frá Ara Sigurðssyni, þáverandi lánastjóra, um að ganga frá málinu á grundvelli bókunar sem lánanefnd Glitnis hafði samþykkt ári áður. 

„Ákvörðun bankans lá fyrir“

Umrædd bókun fannst síðar í gögnum bankans, en hún var úr fundargerð svokallaðrar SME-lánanefndar, sem tók ákvarðanir um lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, dagsett 9. ágúst 2007. Samkvæmt bókuninni námu skuldir Hafsilfurs við bankann 1,6 milljörðum, en lagt var til að sjálfskuldarábyrgð Benedikts yrði felld niður og 500 milljónir losaðar af handveðsettum reikningi til fjárfestingar utan bankans. Um leið yrði viðbótartrygging tekin í óskráðum hlutabréfum upp á rúman milljarð. Bankinn fengi veð í hlutabréfum BNT hf. 

Þrátt fyrir að beiðnin hafi borist áfram innan bankans var sjálfskuldarábyrgðin ekki felld úr gildi fyrr en 29. september. Benedikt hélt því fram í svarbréfi, sem Hörður Felix Harðarson hæstaréttarlögmaður skrifaði fyrir hans hönd, að persónuleg ábyrgð hans á skuldum Hafsilfurs hefði í raun fallið niður 9. ágúst 2007. „Í því sambandi skiptir engu hvort eða hvenær merkingar í tölvukerfum bankans um persónulega ábyrgð voru felldar út. Ákvörðun bankans lá fyrir á þessum tíma og var tilkynnt umbjóðanda mínum samdægurs,“ segir í bréfinu sem barst slitastjórn Glitnis þann 24. ágúst 2011. 

„Er það mat okkar að sjálfskuldar­ábyrgð Benedikts Sveinssonar hafi réttilega verið felld niður“

Mannleg mistök

Með bréfinu fylgdu yfirlýsingar frá Bjarna Markússyni, sem var viðskiptastjóri í einkabankaþjónustu hjá Glitni þegar viðskiptin áttu sér stað, og Ara Sigurðssyni, sem var þá lánastjóri. 

„Ég á ekki neina skýringu á framangreindri skráningu í kerfum bankans, aðra en þá að farist hafi fyrir í bakvinnslu bankans að fella ábyrgðina úr kerfunum. Hitt liggur hins vegar alveg ljóst fyrir að ákvörðun um niðurfellingu ábyrgðarinnar hafði verið tekin innan bankans löngu fyrir umrætt tímamark,“ segir í bréfi Bjarna Markússonar. Bjarni er frændi Benedikts Sveinssonar og sá um eignastýringu fyrir hann og son hans, Bjarna Benediktsson, um árabil. 

Ari tók í sama streng og Bjarni. Báðir staðfestu jafnframt að Benedikt hefði sjálfur óskað eftir því að persónuleg ábyrgð hans á skuldum Hafsilfurs yrði felld niður. Meðfylgjandi bréfi Benedikts voru einnig gögn sem staðfestu að hann hefði lagt fram þessar nýju tryggingar. Í ljósi þessa mælti LEX með því við slitastjórn Glitnis að málið yrði látið niður falla. „Er það mat okkar að sjálfskuldarábyrgð Benedikts Sveinssonar hafi réttilega verið felld niður þann 9. ágúst 2007,“ segir í minnisblaðinu til slitastjórnar. „Ástæður þess að ábyrgðin var enn skráð í tölvukerfum Glitnis má rekja til mannlegra mistaka við bakvinnslu og er það skýring þess að hún var ekki felld brott úr tölvukerfinu fyrr en þann 29. september 2008.“ 

Minnisblaðið frá Lex var ritað af lögmönnunum Þórunni Guðmundsdóttur og Birgi Má Björnssyni. Þórunn er fyrrverandi samstarfskona Bjarna Benediktssonar á stofunni og var kosin í bankaráð Seðlabankans árið 2015 að tillögu Bjarna og endurkosin í apríl síðastliðnum. 

Félag Benedikts, Hafsilfur, átti síðar eftir að skipta um nafn og heita Malvík ehf. Samið var um uppgjör skulda félagsins við Íslandsbanka þann 31. desember 2012 en samkvæmt slitareikningi námu leiðrétting og eftirgjöf skulda Malvíkur um 3,1 milljarði árið 2012. 

 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskipti Bjarna Benediktssonar

Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár