Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leyndu tilvist Wintris og greiddu ekki skatta í samræmi við lög

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans við­ur­kenndu í bréfi til rík­is­skatt­stjóra að hugs­an­lega hefðu þau ekki far­ið að regl­um með því að skila ekki CFC-skýrsl­um. Þurftu að láta leið­rétta skatt­fram­töl mörg ár aft­ur í tím­ann. Út­svar, auð­legð­ar­skatt­ur og tekju­skatt­ur var endurákvarð­að­ur.

Leyndu tilvist Wintris og greiddu ekki skatta í samræmi við lög

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona hans sendu ríkisskattstjóra bréf þann 13. maí 2016, mánuði eftir að fjallað var um félagið Wintris í fjölmiðlum, og óskuðu eftir því að skattframtöl undanfarinna fimm gjaldára yrðu leiðrétt. Í kjölfarið var auðlegðarskattur Önnu Sigurlaugar endurákvarðaður og útsvar og tekjuskattur endurákvarðaður til hækkunar. Þetta kemur fram í úrskurði yfirskattanefndar sem kveðinn var upp 22. september og birtur á vef nefndarinnar í síðustu viku. 

Í málinu sem fór til yfirskattanefndar var einungis deilt um afmarkaðar breytingar ríkisskattstjóra; færslu vegna gengisbreytinga sem ríkisskattstjóri felldi niður á þeim grundvelli að ekki væri til að dreifa gengishagnaði eða gengistapi af starfsemi Wintris við yfirfærslu á afkomu félagsins í íslenskar krónur við skattlagningu hjá eiganda þess. Niðurstaða yfirskattanefndar er sú að þessar tilteknu breytingar ríkisskattstjóra á álögðum gjöldum hafi ekki átt rétt á sér og því skattar verið ofgreiddir.

Hins vegar kemur fram að hjónin hafi unað því að auðlegðarskattur, útsvar og tekjuskattur yrði endurákvarðaður til hækkunar. Þannig telja skattayfirvöld umrædd gjöld hafa verið vantalin og hjónin gera ekki athugasemd við það. Ekki kemur þó fram hve mikinn viðbótarskatt hjónin þurftu að greiða vegna þessa. 

Erindi þeirra hjóna barst ríkisskattstjóra mánuði eftir að Wintris-málið komst í hámæli og Sigmundur Davíð lét af embætti forsætisráðherra. Þar viðurkenna þau að horft hafi verið framhjá tilvist Wintris í skattskilum þeirra eftir að lög um CFC-reglur á lágskattasvæðum tóku gildi, en hins vegar hafi hlutareign Önnu Sigurlaugar verið talin fram á kaupverði meðal annarra eigna hennar. Ekki sé „útilokað að réttara hefði verið að haga skattskilum kærenda gjaldárið 2011 og síðar eftir efni 57. gr. a laga nr. 90/2003, sbr. 3. gr. laga nr. 46/2009, og reglugerðar nr. 1102/2013, um skattlagningu vegna eignarhalds í lögaðilum á lágskattasvæðum (CFC-reglum)“. Þetta er þvert á málsvörn Sigmundar og stuðningsmanna hans í kjölfar Wintris-málsins um að óþarft væri að skila CFC-framtölum um Wintris vegna þess að félagið stundaði enga atvinnustarfsemi.

Úrskurðurinn sýnir jafnframt að ríkisskattstjóri krafði Sigmund Davíð og Önnu Sigurlaugu um upplýsingar um Wintris sumarið 2016, á sama tíma og Sigmundur Davíð hélt því ítrekað fram í viðtölum að ekkert væri athugavert við skattskil þeirra hjóna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Wintris-málið

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“
FréttirWintris-málið

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst við­líka óheið­ar­leika, virð­ing­ar­leysi og lyg­um af hálfu fjöl­miðla­manna“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs, fjall­ar um sam­skipti sem hann átti við Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og sjón­varps­menn hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu í að­drag­anda heims­frægs við­tals við fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hann seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár