Álfyrirtækið Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga, hefur greitt rúmlega 84 milljarða króna í vexti, fjármagnskostnað til móðurfélags síns í Bandaríkjunum á þeim tólf árum sem fyrirtækið hefur verið starfandi á Íslandi. Á sama tímabili, 2005 til 2016, nemur bókfærður hagnaður fyrirtækisins tæplega 36 milljörðum króna. Þetta kemur fram við athugun Stundarinnar á ársreikningum Norðuráls ehf. á tímabilinu en Norðurál skilaði nýlega ársreikningi fyrir árið 2016. Þessar vaxtagreiðslur frá Íslandi og til tengds félags í Bandaríkjunum, Nordurall US LCC, eru óskattlagðar vaxtagreiðslur og þarf Norðurál því ekki að greiða af þeim neina skatta til íslenska ríkisins.
Skattur af arði enginn út af vaxtagreiðslum
Stundin, og fleiri fjölmiðlar, hafa oft áður fjallað um vaxtagreiðslur Norðuráls úr landi en með þeim nær Norðurál að koma hagnaðinum af rekstri álversins úr landi með hagstæðum hætti. Lánið við félag Norðuráls í Bandaríkjunum stóð í rétt rúmlega 640 milljónum dollara í lok árs 2016. Norðurál …
Athugasemdir