Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lindarhvoll: 39 milljónir til Steinars og 12 milljónir til stjórnarmanna

Lind­ar­hvoll, einka­hluta­fé­lag­ið sem ann­ast sölu á stöð­ug­leika­eign­um rík­is­ins, greiddi lög­manns­stofu Stein­ars Þórs Guð­geirs­son­ar 38,8 millj­ón­ir króna í fyrra.

Lindarhvoll: 39 milljónir til Steinars og 12 milljónir til stjórnarmanna

Lindarhvoll, einkahlutafélagið sem var sett á laggirnar til að halda utan um stöðugleikaeignir ríkissjóðs og koma þeim í verð, greiddi lögmannsstofunni Íslög ehf. 38,8 milljónir króna í fyrra. 

Rekstur Lindarhvols hefur að mestu verið í höndum Steinars Þórs Guðgeirssonar hæstaréttarlögmanns og eiganda Íslaga, en stjórn Lindarhvols fól honum með samningi þann 28. apríl 2017 að veita ráðgjöf við daglegan rekstur þeirra eigna sem Lindarhvoli var falin umsýsla með. 

Að því er fram kemur í greinargerð um starfsemi Lindarhvols frá því í fyrra var samið við Steinar með vísan til þess að hann hefði „séð um gerð stöðugleikasamninganna við öll þau átta slitabú sem inntu þau af hendi  auk þess að hafa haft umsjón með móttöku og daglegum rekstri þessara eigna, fyrst í umboði Seðlabanka Íslands og svo í umboði ríkissjóðs“. 

Samkvæmt ársreikningi Lindarhvols, sem barst ríkisskattstjóra fyrr í þessum mánuði, nam rekstrarkostnaður félagsins 56,6 milljónum í fyrra. Þar af runnu tæpar 39 milljónir til Íslaga ehf vegna aðkeyptrar þjónustu, þ.e. ráðgjafar Steinars Þórs. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, fjallaði fyrst um greiðslurnar til Steinars í dag. 

Stjórnarmenn Lindarhvols eru þau Ása Ólafsdóttir, Haukur C. Benediktsson og Þórhallur Arason, stjórnarformaður Lindarhvols sem nýlega lét af störfum sem skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Fram kemur í ársreikningnum að stjórnarlaun á árinu 2016 hafi numið rúmum 12 milljónum og að launatengd gjöld hafi verið tæpar 2 milljónir. 

Lindarhvoll ehf var sett á fót í ársbyrjun 2016 til að annast umsýslu, fullnustu og sölu þeirra eigna sem runnu ríkissjóði í skaut eftir að kröfuhafar fall­inna viðskipta­banka og spari­sjóða reiddu fram svonefnd stöðugleikaframlög. Málefni félagsins heyra undir fjármálaráðuneytið. 

Eignirnar eru seldar í opnu söluferli en í ljósi þess að Lindarhvoll er einkaaðili lýtur félagið ekki stjórnsýslulögum ólíkt því sem venjulega tíðkast þegar höndlað er með eignir ríkissjóðs. Þannig tekur til dæmis eftirlitshlutverk umboðsmanns Alþingis ekki til starfsemi félagsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Harvard tekur afstöðu gegn Trump – milljarða fjármögnun skólans fryst
6
Erlent

Har­vard tek­ur af­stöðu gegn Trump – millj­arða fjár­mögn­un skól­ans fryst

Virt­asti há­skóli Banda­ríkj­anna, Har­vard, tefldi millj­örð­um dala í rík­is­stuðn­ingi í tví­sýnu þeg­ar hann hafn­aði víð­tæk­um kröf­um rík­is­stjórn­ar Don­alds Trump. Kröf­urn­ar voru sagð­ar gerð­ar til þess að sporna við gyð­inga­h­atri á há­skóla­svæð­um. Kröf­urn­ar snúa að stjórn­ar­hátt­um, ráðn­ing­um og inn­töku­ferli skól­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár