Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lindarhvoll: 39 milljónir til Steinars og 12 milljónir til stjórnarmanna

Lind­ar­hvoll, einka­hluta­fé­lag­ið sem ann­ast sölu á stöð­ug­leika­eign­um rík­is­ins, greiddi lög­manns­stofu Stein­ars Þórs Guð­geirs­son­ar 38,8 millj­ón­ir króna í fyrra.

Lindarhvoll: 39 milljónir til Steinars og 12 milljónir til stjórnarmanna

Lindarhvoll, einkahlutafélagið sem var sett á laggirnar til að halda utan um stöðugleikaeignir ríkissjóðs og koma þeim í verð, greiddi lögmannsstofunni Íslög ehf. 38,8 milljónir króna í fyrra. 

Rekstur Lindarhvols hefur að mestu verið í höndum Steinars Þórs Guðgeirssonar hæstaréttarlögmanns og eiganda Íslaga, en stjórn Lindarhvols fól honum með samningi þann 28. apríl 2017 að veita ráðgjöf við daglegan rekstur þeirra eigna sem Lindarhvoli var falin umsýsla með. 

Að því er fram kemur í greinargerð um starfsemi Lindarhvols frá því í fyrra var samið við Steinar með vísan til þess að hann hefði „séð um gerð stöðugleikasamninganna við öll þau átta slitabú sem inntu þau af hendi  auk þess að hafa haft umsjón með móttöku og daglegum rekstri þessara eigna, fyrst í umboði Seðlabanka Íslands og svo í umboði ríkissjóðs“. 

Samkvæmt ársreikningi Lindarhvols, sem barst ríkisskattstjóra fyrr í þessum mánuði, nam rekstrarkostnaður félagsins 56,6 milljónum í fyrra. Þar af runnu tæpar 39 milljónir til Íslaga ehf vegna aðkeyptrar þjónustu, þ.e. ráðgjafar Steinars Þórs. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, fjallaði fyrst um greiðslurnar til Steinars í dag. 

Stjórnarmenn Lindarhvols eru þau Ása Ólafsdóttir, Haukur C. Benediktsson og Þórhallur Arason, stjórnarformaður Lindarhvols sem nýlega lét af störfum sem skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Fram kemur í ársreikningnum að stjórnarlaun á árinu 2016 hafi numið rúmum 12 milljónum og að launatengd gjöld hafi verið tæpar 2 milljónir. 

Lindarhvoll ehf var sett á fót í ársbyrjun 2016 til að annast umsýslu, fullnustu og sölu þeirra eigna sem runnu ríkissjóði í skaut eftir að kröfuhafar fall­inna viðskipta­banka og spari­sjóða reiddu fram svonefnd stöðugleikaframlög. Málefni félagsins heyra undir fjármálaráðuneytið. 

Eignirnar eru seldar í opnu söluferli en í ljósi þess að Lindarhvoll er einkaaðili lýtur félagið ekki stjórnsýslulögum ólíkt því sem venjulega tíðkast þegar höndlað er með eignir ríkissjóðs. Þannig tekur til dæmis eftirlitshlutverk umboðsmanns Alþingis ekki til starfsemi félagsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár