Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hverjir hafa keypt stöðugleikaeignir?

Vog­un­ar­sjóð­ur sem var stærsti er­lendi kröfu­haf­inn á Ís­landi eft­ir hrun, fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur með heim­il­is­festi á Caym­an-eyj­um og stjórn­ar­formað­ur fyr­ir­tæk­is­ins Auð­kenni eru á með­al þeirra sem keypt hafa eign­ir af Lind­ar­hvoli, einka­hluta­fé­lag­inu sem ann­ast sölu á stöð­ug­leika­eign­um rík­is­sjóðs. Eigna­sal­an lýt­ur ekki stjórn­sýslu­lög­um og hef­ur sætt gagn­rýni.

Hverjir hafa keypt stöðugleikaeignir?

Stjórnarformaður Auðkennis ehf. og framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála er annar af tveimur eigendum félagsins Xyzeta ehf. sem keypti fyrirtækið Vörukaup af Lindarhvoli ehf. fyrir jól. Á meðal annarra sem keypt hafa stöðugleikaeignir ríkissjóðs af Lindarhvoli eru BLM fjárfestingar ehf., dótturfélag vogunarsjóðsins Burlington Loan Management, verslunarkeðjan Hagar og fjárfestingarsjóðurinn SC Lowy Primary Investments sem er skráður á Cayman-eyjum. 

Einkahlutafélagið Lindarhvoll var sett á fót í fyrra til að annast umsýslu, fullnustu og sölu þeirra eigna sem runnu ríkissjóði í skaut eftir að kröfuhafar fall­inna viðskipta­banka og spari­sjóða reiddu fram svonefnd stöðugleikaframlög. Eignirnar eru seldar í opnu söluferli en í ljósi þess að Lindarhvoll er einkaaðili lýtur félagið ekki stjórnsýslulögum ólíkt því sem venjulega tíðkast þegar höndlað er með eignir ríkissjóðs. Þannig tekur t.d. eftirlitshlutverk umboðsmanns Alþingis ekki til starfsemi félagsins. 

Umdeild kaup vogunarsjóðs

Lindarhvoll seldi fjárfestum hlut ríkissjóðs í fasteignafélaginu Reitum síðasta sumar og hlut í Sjóvá í lok september. Þann 29. september auglýsti Lindarhvoll hluti ríkisins í Glitni Holdco ehf., Klakka ehf. og Gamla Byr Eignarhaldsfélagi ehf. til sölu í opnu söluferli. 

Hæsta tilboðið og jafnframt það eina í Glitni Holdco ehf. átti SC Lowy Primary Investments Ltd., fjárfestingarsjóður sem skráður er á Cayman-eyjum. Engin tilboð bárust í Gamla Byr Eignarhaldsfélag ehf en BLM fjárfestingar ehf áttu hæsta tilboðið í Klakka. Félagið er í eigu vogunarsjóðsins Burlington Loan Management sem var stærsti kröfuhafi bankanna á árunum eftir hrun. Klakki er móðurfélag fjármálafyrirtækisins Lýsingar og komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu þann 27. janúar síðastliðinn að vogunarsjóðurinn væri hæfur til eiga Lýsingu í gegnum Klakka. 

Salan á Klakka gagnrýnd

Sigurður Valtýsson, forsvarsmaður félagsins Frigus II ehf., gagnrýndi harðlega vinnubrögðin við söluna á hlut ríkisins í Klakka í byrjun desember. Í grein eftir hann sem birtist í Viðskiptablaðinu undir yfirskriftinni „Afleit vinnubrögð við sölu ríkiseignar“ er fullyrt að BLM fjárfestingar ehf. hafi haft meiri upplýsingar um fjárhagsstöðu Klakka en aðrir bjóðendur. Þá er stjórn Lindarhvols ehf. spurð hvort hún telji það „samræmast reglum stjórnsýslulaga að veita ekki upplýsingar á útboðstímanum, svara ekki andmælum með rökstuddum hætti vegna málsmeðferðar og ákvörðunar og gæta ekki að hæfi þess sem fer með framkvæmdavald ríkisfyrirtækisins Lindarhvols ehf“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár