Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hverjir hafa keypt stöðugleikaeignir?

Vog­un­ar­sjóð­ur sem var stærsti er­lendi kröfu­haf­inn á Ís­landi eft­ir hrun, fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur með heim­il­is­festi á Caym­an-eyj­um og stjórn­ar­formað­ur fyr­ir­tæk­is­ins Auð­kenni eru á með­al þeirra sem keypt hafa eign­ir af Lind­ar­hvoli, einka­hluta­fé­lag­inu sem ann­ast sölu á stöð­ug­leika­eign­um rík­is­sjóðs. Eigna­sal­an lýt­ur ekki stjórn­sýslu­lög­um og hef­ur sætt gagn­rýni.

Hverjir hafa keypt stöðugleikaeignir?

Stjórnarformaður Auðkennis ehf. og framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála er annar af tveimur eigendum félagsins Xyzeta ehf. sem keypti fyrirtækið Vörukaup af Lindarhvoli ehf. fyrir jól. Á meðal annarra sem keypt hafa stöðugleikaeignir ríkissjóðs af Lindarhvoli eru BLM fjárfestingar ehf., dótturfélag vogunarsjóðsins Burlington Loan Management, verslunarkeðjan Hagar og fjárfestingarsjóðurinn SC Lowy Primary Investments sem er skráður á Cayman-eyjum. 

Einkahlutafélagið Lindarhvoll var sett á fót í fyrra til að annast umsýslu, fullnustu og sölu þeirra eigna sem runnu ríkissjóði í skaut eftir að kröfuhafar fall­inna viðskipta­banka og spari­sjóða reiddu fram svonefnd stöðugleikaframlög. Eignirnar eru seldar í opnu söluferli en í ljósi þess að Lindarhvoll er einkaaðili lýtur félagið ekki stjórnsýslulögum ólíkt því sem venjulega tíðkast þegar höndlað er með eignir ríkissjóðs. Þannig tekur t.d. eftirlitshlutverk umboðsmanns Alþingis ekki til starfsemi félagsins. 

Umdeild kaup vogunarsjóðs

Lindarhvoll seldi fjárfestum hlut ríkissjóðs í fasteignafélaginu Reitum síðasta sumar og hlut í Sjóvá í lok september. Þann 29. september auglýsti Lindarhvoll hluti ríkisins í Glitni Holdco ehf., Klakka ehf. og Gamla Byr Eignarhaldsfélagi ehf. til sölu í opnu söluferli. 

Hæsta tilboðið og jafnframt það eina í Glitni Holdco ehf. átti SC Lowy Primary Investments Ltd., fjárfestingarsjóður sem skráður er á Cayman-eyjum. Engin tilboð bárust í Gamla Byr Eignarhaldsfélag ehf en BLM fjárfestingar ehf áttu hæsta tilboðið í Klakka. Félagið er í eigu vogunarsjóðsins Burlington Loan Management sem var stærsti kröfuhafi bankanna á árunum eftir hrun. Klakki er móðurfélag fjármálafyrirtækisins Lýsingar og komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu þann 27. janúar síðastliðinn að vogunarsjóðurinn væri hæfur til eiga Lýsingu í gegnum Klakka. 

Salan á Klakka gagnrýnd

Sigurður Valtýsson, forsvarsmaður félagsins Frigus II ehf., gagnrýndi harðlega vinnubrögðin við söluna á hlut ríkisins í Klakka í byrjun desember. Í grein eftir hann sem birtist í Viðskiptablaðinu undir yfirskriftinni „Afleit vinnubrögð við sölu ríkiseignar“ er fullyrt að BLM fjárfestingar ehf. hafi haft meiri upplýsingar um fjárhagsstöðu Klakka en aðrir bjóðendur. Þá er stjórn Lindarhvols ehf. spurð hvort hún telji það „samræmast reglum stjórnsýslulaga að veita ekki upplýsingar á útboðstímanum, svara ekki andmælum með rökstuddum hætti vegna málsmeðferðar og ákvörðunar og gæta ekki að hæfi þess sem fer með framkvæmdavald ríkisfyrirtækisins Lindarhvols ehf“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
4
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár