Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Salan á stöðugleikaeignum ríkisins lýtur ekki stjórnsýslulögum 

Samn­ing­ur Lind­ar­hvols við fjár­mála­ráðu­neyt­ið er enn í gildi þótt mál­efni Seðla­bank­ans hafi færst yf­ir til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að fé­lag­ið sé óbund­ið af stjórn­sýslu­lög­um og að eft­ir­lits­hlut­verk embætt­is­ins taki ekki til þess. Inn­an stjórn­kerf­is­ins gæti tregðu til að fylgja stjórn­sýslu­lög­um þeg­ar rík­is­eign­ir eru seld­ar.

Salan á stöðugleikaeignum ríkisins lýtur ekki stjórnsýslulögum 
Einkaaðila falið að selja eignirnar Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi fjármálaráðherra, var veitt heimild til að stofna einkahlutafélag utan um sölu stöðugleikaeigna ríkisins. Lindarhvoll ehf. starfar enn á grundvelli samnings við fjármálaráðuneytið. Mynd: Pressphotos.biz

Félagið Lindarhvoll er óbundið af stjórnsýslulögum við sölu á stöðugleikaeignum ríkissjóðs sem metnar hafa verið á tæplega 400 milljarða króna. Umboðsmaður Alþingis benti efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á þetta þegar Bjarna Benediktssyni, þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, var veitt lagaheimild til að stofna félagið í fyrra. Lindarhvoll annast umsýslu, fullnustu og sölu þeirra eigna sem runnu ríkissjóði í skaut eftir að kröfuhafar fall­inna viðskipta­banka og spari­sjóða reiddu fram svonefnd stöðugleikaframlög. Félagið er einkaaðili og taka stjórnsýslulög ekki til þess. 

Þetta kemur skýrt fram í svarbréfi umboðsmanns Alþingis frá því í október eftir að borist hafði kvörtun vegna sölunnar á eignarhlut ríkisins í Sjóvá. Segist umboðsmaður hafa bent Alþingi á að Lindarhvoll yrði óbundið af stjórnsýslulögum þegar frumvarpið um stofnun félagsins var til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd. Í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar var þó tekið sérstaklega fram að „ákvæði stjórnsýslulaga og upplýsingalaga skuli lögð til grundvallar starfsemi félagsins eftir því sem við á og mælt er fyrir um í hlutaðeigandi lögum“. Þessari yfirlýsingu var ekki fylgt eftir í lagatextanum sjálfum.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár