Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Umboðsmaður segir stjórnvöld treg til að fylgja stjórnsýslureglum við ráðstöfun ríkiseigna

Um­fangs­mik­il sala rík­is­eigna fer fram þessa dag­ana á veg­um fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins. Bjarni Bene­dikts­son vildi lög­festa und­an­þágu frá stjórn­sýslu­lög­um við sölu stöð­ug­leika­eigna en þing­ið kom í veg fyr­ir það. Um­boðs­mað­ur bend­ir á það í árs­skýrslu sinni að við ráð­stöf­un op­in­berra eigna gæti meiri tregðu til að fylgja stjórn­sýslu­regl­um en geng­ur og ger­ist á öðr­um svið­um stjórn­sýsl­unn­ar.

Umboðsmaður segir stjórnvöld treg til að fylgja stjórnsýslureglum við ráðstöfun ríkiseigna

Umboðsmaður Alþingis telur að innan stjórnkerfisins gæti ákveðinnar tregðu til að fylgja stjórnsýslureglum við ráðstöfun opinberra eigna. Þetta kemur fram í skýrslu embættisins fyrir árið 2015. 

Umfangsmikil sala á eignum hins opinbera fer fram þessa dagana, en um er að ræða eignir upp á tugi milljarða króna sem runnu ríkissjóði í skaut eftir að kröfuhafar fall­inna viðskipta­banka og spari­sjóða reiddu fram svonefnd stöðugleikaframlög fyrr á árinu. Einkahlutafélagið Lindarhvoll, sem heyrir undir Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, annast umsýslu, fullnustu og sölu eignanna.

Í upphafi lagði ráðherra til að sett yrði sérstök klausa inn í lög um Seðlabanka Íslands þess efnis að ekki þyrfti að fylgja stjórnsýslulögum við sölu stöðugleikaeignanna. Setningin í upphaflegu frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands hljóðaði svo: „Stjórnsýslulög gilda ekki um ákvarðanir sem teknar eru af hálfu félagsins“.

Frumvarpið tók talsverðum breytingum í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og var umrædd setning fjarlægð. Þá voru ákvæði sem áttu að tryggja skaðleysi þeirra sem önnuðust sölu stöðugleikaeignanna einnig tekin út og ákveðið að í stað þess að félag í eigu Seðlabankans myndi ráðstafa eignunum yrði ráðherra veitt heimild til að stofna einkahlutafélag sem færi með þetta hlutverk. 

Tregða til að fylgja stjórnsýslureglum

Í skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2015 er að finna sérstakan kafla þar sem fjallað er, með almennum hætti, um ráðstöfun opinberra eigna. Þar kemur umboðsmaður því á framfæri að hann telji að oft gæti tregðu til að fylgja stjórnsýslureglum þegar höndlað er með opinberar eignir.

Fram kemur að meðal starfsfólks stjórnsýslunnar hafi skilningur á mikilvægi stjórnsýslureglna, bæði skráðra og óskráðra, aukist á seinni árum. „Það er þó eitt málefni sem óhjákvæmilega fylgir opinberri starfsemi, hvort sem það er hjá ríki eða sveitarfélögum, þar sem ég finn fyrir því að það gætir oft tregðu til þess að fylgja stjórnsýslureglum við meðferð valds og ákvarðanatöku,“ segir í skýrslunni auk þess sem vitnað er í dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 407/1999 þar sem fullyrt er að þegar stjórnvald ráðstafi eigum ríkisins gildi um þá ákvörðun reglur stjórnsýsluréttar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu