Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Umboðsmaður segir stjórnvöld treg til að fylgja stjórnsýslureglum við ráðstöfun ríkiseigna

Um­fangs­mik­il sala rík­is­eigna fer fram þessa dag­ana á veg­um fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins. Bjarni Bene­dikts­son vildi lög­festa und­an­þágu frá stjórn­sýslu­lög­um við sölu stöð­ug­leika­eigna en þing­ið kom í veg fyr­ir það. Um­boðs­mað­ur bend­ir á það í árs­skýrslu sinni að við ráð­stöf­un op­in­berra eigna gæti meiri tregðu til að fylgja stjórn­sýslu­regl­um en geng­ur og ger­ist á öðr­um svið­um stjórn­sýsl­unn­ar.

Umboðsmaður segir stjórnvöld treg til að fylgja stjórnsýslureglum við ráðstöfun ríkiseigna

Umboðsmaður Alþingis telur að innan stjórnkerfisins gæti ákveðinnar tregðu til að fylgja stjórnsýslureglum við ráðstöfun opinberra eigna. Þetta kemur fram í skýrslu embættisins fyrir árið 2015. 

Umfangsmikil sala á eignum hins opinbera fer fram þessa dagana, en um er að ræða eignir upp á tugi milljarða króna sem runnu ríkissjóði í skaut eftir að kröfuhafar fall­inna viðskipta­banka og spari­sjóða reiddu fram svonefnd stöðugleikaframlög fyrr á árinu. Einkahlutafélagið Lindarhvoll, sem heyrir undir Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, annast umsýslu, fullnustu og sölu eignanna.

Í upphafi lagði ráðherra til að sett yrði sérstök klausa inn í lög um Seðlabanka Íslands þess efnis að ekki þyrfti að fylgja stjórnsýslulögum við sölu stöðugleikaeignanna. Setningin í upphaflegu frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands hljóðaði svo: „Stjórnsýslulög gilda ekki um ákvarðanir sem teknar eru af hálfu félagsins“.

Frumvarpið tók talsverðum breytingum í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og var umrædd setning fjarlægð. Þá voru ákvæði sem áttu að tryggja skaðleysi þeirra sem önnuðust sölu stöðugleikaeignanna einnig tekin út og ákveðið að í stað þess að félag í eigu Seðlabankans myndi ráðstafa eignunum yrði ráðherra veitt heimild til að stofna einkahlutafélag sem færi með þetta hlutverk. 

Tregða til að fylgja stjórnsýslureglum

Í skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2015 er að finna sérstakan kafla þar sem fjallað er, með almennum hætti, um ráðstöfun opinberra eigna. Þar kemur umboðsmaður því á framfæri að hann telji að oft gæti tregðu til að fylgja stjórnsýslureglum þegar höndlað er með opinberar eignir.

Fram kemur að meðal starfsfólks stjórnsýslunnar hafi skilningur á mikilvægi stjórnsýslureglna, bæði skráðra og óskráðra, aukist á seinni árum. „Það er þó eitt málefni sem óhjákvæmilega fylgir opinberri starfsemi, hvort sem það er hjá ríki eða sveitarfélögum, þar sem ég finn fyrir því að það gætir oft tregðu til þess að fylgja stjórnsýslureglum við meðferð valds og ákvarðanatöku,“ segir í skýrslunni auk þess sem vitnað er í dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 407/1999 þar sem fullyrt er að þegar stjórnvald ráðstafi eigum ríkisins gildi um þá ákvörðun reglur stjórnsýsluréttar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár