Ráðherra segir að „Ísland sé best í heimi“ í umræðum um útlendingamál

Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra ef­ast um að það sé já­kvætt fyr­ir all­ar fjöl­skyld­ur sem sækja um vernd á Ís­landi að fá vernd. Hún von­ar að þing­mönn­um finn­ist Ís­land vera „best í heimi“.

Ráðherra segir að „Ísland sé best í heimi“ í umræðum um útlendingamál

„Ég er auðvitað þeirrar skoðunar að Ísland sé best í heimi og ég trúi því að þeir sem sitja í þessum sal séu þeirrar skoðunar líka.“

Þetta sagði Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra og þingkona Sjálfstæðisflokksins, þegar hún mælti gegn frumvarpi til breytinga á útlendingalögum sem formenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í dag. Frumvarpið felur í sér réttarbót fyrir barnafjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. 

Samkvæmt núgildandi útlendingalögum ber stjórnvöldum að taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar ef meira en 12 mánuðir hafa liðið frá því að umsókn um alþjóðlega vernd barst. Í hinu nýframlagða frumvarpi er lagt til að þessi frestur verði styttur úr tólf mánuðum í níu. Þá er lögfest heimild til að veita barni, sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og ekki fengið niðurstöðu í máli sínu innan fimmtán mánaða, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

Sigríður Andersen gagnrýndi frumvarp formannna harðlega á Alþingi nú undir kvöld. „Það er ekki víst að hagsmunum alls þessa fólks sé best borgið hér á landi. Ísland er ekki best í heimi fyrir margt af þessu fólki. Hingað leitar fólk sem er í alls kyns vanda og þarf að fá þvílíka faglega þjónustu að það liggur fyrir hér að hún er ekki einu sinni til hér á landi,“ sagði hún. 

Þá fullyrti Sigríður að með frumvarpinu væri mælst til þess að tiltekin mál fengju jákvæða afgreiðslu í samræmi við geðþótta stjórnvalda. „Um það að mínu mati má reyndar deila hvort að sú afgreiðsla verði í raun jákvæð fyrir þetta fólk,“ sagði hún og vísaði þar til þeirra fjölskyldna sem geta fengið vernd á Íslandi ef frumvarpið verður samþykkt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár