Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ráðherra segir að „Ísland sé best í heimi“ í umræðum um útlendingamál

Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra ef­ast um að það sé já­kvætt fyr­ir all­ar fjöl­skyld­ur sem sækja um vernd á Ís­landi að fá vernd. Hún von­ar að þing­mönn­um finn­ist Ís­land vera „best í heimi“.

Ráðherra segir að „Ísland sé best í heimi“ í umræðum um útlendingamál

„Ég er auðvitað þeirrar skoðunar að Ísland sé best í heimi og ég trúi því að þeir sem sitja í þessum sal séu þeirrar skoðunar líka.“

Þetta sagði Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra og þingkona Sjálfstæðisflokksins, þegar hún mælti gegn frumvarpi til breytinga á útlendingalögum sem formenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í dag. Frumvarpið felur í sér réttarbót fyrir barnafjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. 

Samkvæmt núgildandi útlendingalögum ber stjórnvöldum að taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar ef meira en 12 mánuðir hafa liðið frá því að umsókn um alþjóðlega vernd barst. Í hinu nýframlagða frumvarpi er lagt til að þessi frestur verði styttur úr tólf mánuðum í níu. Þá er lögfest heimild til að veita barni, sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og ekki fengið niðurstöðu í máli sínu innan fimmtán mánaða, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

Sigríður Andersen gagnrýndi frumvarp formannna harðlega á Alþingi nú undir kvöld. „Það er ekki víst að hagsmunum alls þessa fólks sé best borgið hér á landi. Ísland er ekki best í heimi fyrir margt af þessu fólki. Hingað leitar fólk sem er í alls kyns vanda og þarf að fá þvílíka faglega þjónustu að það liggur fyrir hér að hún er ekki einu sinni til hér á landi,“ sagði hún. 

Þá fullyrti Sigríður að með frumvarpinu væri mælst til þess að tiltekin mál fengju jákvæða afgreiðslu í samræmi við geðþótta stjórnvalda. „Um það að mínu mati má reyndar deila hvort að sú afgreiðsla verði í raun jákvæð fyrir þetta fólk,“ sagði hún og vísaði þar til þeirra fjölskyldna sem geta fengið vernd á Íslandi ef frumvarpið verður samþykkt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár