Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þórólfur rauk á dyr á framsóknarfundi

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Þórólf­ur Gísla­son kaup­fé­lags­stjóri lentu í orða­skaki á fundi á Sauð­ar­króki á mið­viku­dag­inn. Átök um leið­toga­sæti fram­sókn­ar­manna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Þórólfur rauk á dyr á framsóknarfundi
Greip fram í fyrir Gunnari Þórólfur Gíslason greip ítrekað fram í fyrir Gunnari Braga Sveinssyni á fundi Framsóknarflokksins á Sauðárkróki á miðvikudaginn og lentu þeir í orðaskaki í kjölfarið sem leiddu til þess að kaupfélagsstjórinn yfirgaf fundinn.

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, og Gunnar Bragi Sveinsson, fyrsti þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, lentu í orðaskaki á opnum fundi framsóknarmanna í húsi Framsóknarflokksins á Sauðárkróki á miðvikudaginn. Samkvæmt heimildum Stundarinnar greip Þórólfur ítrekað fram í fyrir Gunnari Braga undir ræðu hans og andmælti orðum hans auk þess sem hann talaði við sessunauta sína meðan þingmaðurinn hafði orðið. Um 40 manns voru á fundinum. Svo fór að Gunnar Bragi lét Þórólf heyra það og rauk kaupfélagsstjórinn þá á dyr.

Þröngur hópur í andstöðu

Gunnar Bragi vill aðspurður ekki ræða um atburði fundarins á Sauðárkróki. Stundin hefur atburði fundarins hins vegar staðfesta frá öðrum fundarmönnum. Aðspurður um hvert efni fundarins hafi verið segir Gunnar Bragi að hann og Lilja Alfreðsdóttir hafi verið með kynningarfund í bænum um stefnu Framsóknarflokksins. „Þetta var bara almennur félagsfundur og fullt hús af fólki sem kom til að hlusta á okkur og spyrja spurninga.“

„En það er hins vegar ákveðinn hópur, mjög lítill þröngur hópur, sem vinnur gegn mér.“ 

Hann segir hins vegar aðspurður að á Sauðárkróki séu aðilar sem vilji ekki að hann verði oddviti Framsóknarflokksins í komandi þingkosningum. „Ég vil nú helst ekki vera að fjalla um þetta. En það er hins vegar ákveðinn hópur, mjög lítill þröngur hópur, sem vinnur gegn mér.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár