Vaxtagreiðslur Alcoa á Íslandi ehf., móðurfélags álversins á Reyðarfirði, til annars félags í eigu Alcoa í Lúxemborg nema nú samtals tæplega 67 milljörðum króna frá árinu 2003. Í Bandaríkjadollurum nema vaxtagreiðslurnar nærri 20 milljón dollurum meira en bókfært tap félagsins og má þannig segja að allt tap félagsins megi rekja til vaxtagreiðslnanna. Munurinn á bókfærðu tapi Alcoa í íslenskum krónum og vaxtagreiðslum þess, ríflega 68 milljarðar króna og tæplega 67 milljarðar króna, skýrist af gengismuni vegna sveiflna á verðmæti íslensku krónunnar.
Allt tap í greiðslu vaxta
Í ársreikningi Alcoa fyrir árið 2016 kemur fram að nýtt móðurfélag í Lúxemborg eigi nú Alcoa á Íslandi ehf. en það heitir Luxcoa S.á.r.l. Áður var félagið í eigu Alcoa Luxemborg S.á.r.l. Í ársreikningi fyrirtækisins árið 2016 kemur fram að tapið hafi numið rúmlega 57 milljónum dollara í fyrra og á sama tíma voru vaxtagreiðslurnar til Lúxemborgarfélagsins 66 milljónir dollara. Þá hækkuðu skuldir íslenska …
Athugasemdir