Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Hjalti Sig­ur­jón Hauks­son ráð­færði sig við Bjarna Bene­dikts­son og Brynj­ar Ní­els­son þeg­ar þeir störf­uðu við lög­mennsku eft­ir að stjúp­dótt­ir hans kærði hann fyr­ir kyn­ferð­is­brot.

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Hjalti Sigurjón Hauksson, maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni árið 2004 en fékk uppreist æru í fyrra, kannast ekki við að Brynjar Níelsson, núverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hafi verið verjandi sinn. Hins vegar hafi hann átt fund með Brynjari þegar málið var til meðferðar hjá dómstólum.

Brynjar sagði í viðtali í Kastljósi á fimmtudag að hugsanlega hefði hann einhvern tímann varið Hjalta þegar hann starfaði við lögmennsku. „Ef ég man rétt þá held ég að ég hafi meira að segja varið þennan Hjalta einhvern tímann, svo það sé bara upplýst,“ sagði Brynjar.

Hjalti Sigurjón segir í samtali við Stundina að hann hafi ráðfært sig við Brynjar og átt tvo fundi með honum þegar mál hans voru fyrir dómstólum á sínum tíma. Aldrei hafi komið til þess að Brynjar yrði verjandi hans, þótt eftir á að hyggja hefði hann gjarnan viljað það enda sé Brynjar snjall lögmaður. 

Eins og fram kom í frétt Stundarinnar á fimmtudag var Bjarni Benediktsson forsætisráðherra einn þeirra sem Hjalti leitaði til eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni árið 2002. Þá var Bjarni lögmaður á Lex lögmannsstofu.

Hjalti kannaðist lítillega við Bjarna í gegnum Benedikt Sveinsson föður hans, en nú liggur fyrir að Benedikt var einn þeirra sem veittu Hjalta Sigurjóni meðmæli vegna umsóknar hans um uppreist æru í fyrra. 

Hjalti er stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins. Þegar Stundin ræddi við Hjalta í lok ágúst sagðist hann hafa íhugað að leita ráða hjá forsætisráðherra vegna fjölmiðlaumfjöllunar.

Þá hafði Stundin greint frá því að Hjalti hefði verið sæmdur óflekkuðu mannorði af íslenskum stjórnvöldum.

Auk föður forsætisráðherra skrifaði fyrrverandi yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferðum, Sveinn Eyjólfur Matthíasson, upp á meðmæli fyrir hann

Kynnisferðir eru í eigu foreldra, föðurbróður, systkina og frændsystkina Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. 

Umdeild framganga Brynjars 

Sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur Brynjar Níelsson haft verklag og málsmeðferð við veitingu uppreistar æru til umfjöllunar undanfarna mánuði. RÚV greindi frá því þann 8. ágúst að dómsmálaráðuneytið hefði afhent Brynjari gögn um slík mál aftur í tímann, meðal annars nöfn manna sem fengið hafa uppreist æru og meðmælendabréf þeirra. 

Framganga Brynjars í fjölmiðlum hefur vakið athygli, til að mynda þegar hann sagði í viðtali við Mbl.is að til væru verri brot gegn börnum en þau sem kynferðisbrotamaðurinn Robert Downey framdi. Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins af brotaþolum Roberts, sagði á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í byrjun mánaðar að það hefði verið skelfilegt fyrir þolendur að horfa upp á menn í áhrifastöðum „smætta brotin“.

Brynjar kom fram í viðtali við Mbl.is daginn sem Stundin greindi frá því að Hjalti Sigurjón Hauksson hefði fengið uppreist æru. Brynjar lagði áherslu á að „brotið [væri] ekki stóra málið ef afplánun er lokið“, eins og það var orðað í fyrirsögn, og hafnaði því að mál Hjalta ætti eftir að ýta á eftir einhverjum breytingum hvað varðar veitingu uppreistar æru. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár