Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Hjalti Sig­ur­jón Hauks­son ráð­færði sig við Bjarna Bene­dikts­son og Brynj­ar Ní­els­son þeg­ar þeir störf­uðu við lög­mennsku eft­ir að stjúp­dótt­ir hans kærði hann fyr­ir kyn­ferð­is­brot.

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Hjalti Sigurjón Hauksson, maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni árið 2004 en fékk uppreist æru í fyrra, kannast ekki við að Brynjar Níelsson, núverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hafi verið verjandi sinn. Hins vegar hafi hann átt fund með Brynjari þegar málið var til meðferðar hjá dómstólum.

Brynjar sagði í viðtali í Kastljósi á fimmtudag að hugsanlega hefði hann einhvern tímann varið Hjalta þegar hann starfaði við lögmennsku. „Ef ég man rétt þá held ég að ég hafi meira að segja varið þennan Hjalta einhvern tímann, svo það sé bara upplýst,“ sagði Brynjar.

Hjalti Sigurjón segir í samtali við Stundina að hann hafi ráðfært sig við Brynjar og átt tvo fundi með honum þegar mál hans voru fyrir dómstólum á sínum tíma. Aldrei hafi komið til þess að Brynjar yrði verjandi hans, þótt eftir á að hyggja hefði hann gjarnan viljað það enda sé Brynjar snjall lögmaður. 

Eins og fram kom í frétt Stundarinnar á fimmtudag var Bjarni Benediktsson forsætisráðherra einn þeirra sem Hjalti leitaði til eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni árið 2002. Þá var Bjarni lögmaður á Lex lögmannsstofu.

Hjalti kannaðist lítillega við Bjarna í gegnum Benedikt Sveinsson föður hans, en nú liggur fyrir að Benedikt var einn þeirra sem veittu Hjalta Sigurjóni meðmæli vegna umsóknar hans um uppreist æru í fyrra. 

Hjalti er stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins. Þegar Stundin ræddi við Hjalta í lok ágúst sagðist hann hafa íhugað að leita ráða hjá forsætisráðherra vegna fjölmiðlaumfjöllunar.

Þá hafði Stundin greint frá því að Hjalti hefði verið sæmdur óflekkuðu mannorði af íslenskum stjórnvöldum.

Auk föður forsætisráðherra skrifaði fyrrverandi yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferðum, Sveinn Eyjólfur Matthíasson, upp á meðmæli fyrir hann

Kynnisferðir eru í eigu foreldra, föðurbróður, systkina og frændsystkina Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. 

Umdeild framganga Brynjars 

Sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur Brynjar Níelsson haft verklag og málsmeðferð við veitingu uppreistar æru til umfjöllunar undanfarna mánuði. RÚV greindi frá því þann 8. ágúst að dómsmálaráðuneytið hefði afhent Brynjari gögn um slík mál aftur í tímann, meðal annars nöfn manna sem fengið hafa uppreist æru og meðmælendabréf þeirra. 

Framganga Brynjars í fjölmiðlum hefur vakið athygli, til að mynda þegar hann sagði í viðtali við Mbl.is að til væru verri brot gegn börnum en þau sem kynferðisbrotamaðurinn Robert Downey framdi. Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins af brotaþolum Roberts, sagði á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í byrjun mánaðar að það hefði verið skelfilegt fyrir þolendur að horfa upp á menn í áhrifastöðum „smætta brotin“.

Brynjar kom fram í viðtali við Mbl.is daginn sem Stundin greindi frá því að Hjalti Sigurjón Hauksson hefði fengið uppreist æru. Brynjar lagði áherslu á að „brotið [væri] ekki stóra málið ef afplánun er lokið“, eins og það var orðað í fyrirsögn, og hafnaði því að mál Hjalta ætti eftir að ýta á eftir einhverjum breytingum hvað varðar veitingu uppreistar æru. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár