Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Hjalti Sig­ur­jón Hauks­son ráð­færði sig við Bjarna Bene­dikts­son og Brynj­ar Ní­els­son þeg­ar þeir störf­uðu við lög­mennsku eft­ir að stjúp­dótt­ir hans kærði hann fyr­ir kyn­ferð­is­brot.

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Hjalti Sigurjón Hauksson, maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni árið 2004 en fékk uppreist æru í fyrra, kannast ekki við að Brynjar Níelsson, núverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hafi verið verjandi sinn. Hins vegar hafi hann átt fund með Brynjari þegar málið var til meðferðar hjá dómstólum.

Brynjar sagði í viðtali í Kastljósi á fimmtudag að hugsanlega hefði hann einhvern tímann varið Hjalta þegar hann starfaði við lögmennsku. „Ef ég man rétt þá held ég að ég hafi meira að segja varið þennan Hjalta einhvern tímann, svo það sé bara upplýst,“ sagði Brynjar.

Hjalti Sigurjón segir í samtali við Stundina að hann hafi ráðfært sig við Brynjar og átt tvo fundi með honum þegar mál hans voru fyrir dómstólum á sínum tíma. Aldrei hafi komið til þess að Brynjar yrði verjandi hans, þótt eftir á að hyggja hefði hann gjarnan viljað það enda sé Brynjar snjall lögmaður. 

Eins og fram kom í frétt Stundarinnar á fimmtudag var Bjarni Benediktsson forsætisráðherra einn þeirra sem Hjalti leitaði til eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni árið 2002. Þá var Bjarni lögmaður á Lex lögmannsstofu.

Hjalti kannaðist lítillega við Bjarna í gegnum Benedikt Sveinsson föður hans, en nú liggur fyrir að Benedikt var einn þeirra sem veittu Hjalta Sigurjóni meðmæli vegna umsóknar hans um uppreist æru í fyrra. 

Hjalti er stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins. Þegar Stundin ræddi við Hjalta í lok ágúst sagðist hann hafa íhugað að leita ráða hjá forsætisráðherra vegna fjölmiðlaumfjöllunar.

Þá hafði Stundin greint frá því að Hjalti hefði verið sæmdur óflekkuðu mannorði af íslenskum stjórnvöldum.

Auk föður forsætisráðherra skrifaði fyrrverandi yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferðum, Sveinn Eyjólfur Matthíasson, upp á meðmæli fyrir hann

Kynnisferðir eru í eigu foreldra, föðurbróður, systkina og frændsystkina Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. 

Umdeild framganga Brynjars 

Sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur Brynjar Níelsson haft verklag og málsmeðferð við veitingu uppreistar æru til umfjöllunar undanfarna mánuði. RÚV greindi frá því þann 8. ágúst að dómsmálaráðuneytið hefði afhent Brynjari gögn um slík mál aftur í tímann, meðal annars nöfn manna sem fengið hafa uppreist æru og meðmælendabréf þeirra. 

Framganga Brynjars í fjölmiðlum hefur vakið athygli, til að mynda þegar hann sagði í viðtali við Mbl.is að til væru verri brot gegn börnum en þau sem kynferðisbrotamaðurinn Robert Downey framdi. Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins af brotaþolum Roberts, sagði á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í byrjun mánaðar að það hefði verið skelfilegt fyrir þolendur að horfa upp á menn í áhrifastöðum „smætta brotin“.

Brynjar kom fram í viðtali við Mbl.is daginn sem Stundin greindi frá því að Hjalti Sigurjón Hauksson hefði fengið uppreist æru. Brynjar lagði áherslu á að „brotið [væri] ekki stóra málið ef afplánun er lokið“, eins og það var orðað í fyrirsögn, og hafnaði því að mál Hjalta ætti eftir að ýta á eftir einhverjum breytingum hvað varðar veitingu uppreistar æru. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár