Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bréf Benedikts um Hjalta: „Öll hans framganga er til fyrirmyndar“

Stund­in kall­aði ít­rek­að eft­ir upp­lýs­ing­um frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu um um­sagnar­að­ila Hjalta Sig­ur­jóns Hauks­son­ar en fékk ekki. Nú ligg­ur fyr­ir að Bene­dikt Sveins­son, fað­ir for­sæt­is­ráð­herra, und­ir­rit­aði með­mæli. Stund­in birt­ir bréf­ið.

Bréf Benedikts um Hjalta: „Öll hans framganga er til fyrirmyndar“

Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, telur að öll framganga Hjalta Sigurjóns Haukssonar hafi verið til fyrirmyndar á undanförnum árum. Þetta kemur fram í umsögn Benedikts vegna umsóknar Hjalta um uppreist æru. 

Hjalti var dæmdur árið 2004 fyrir að hafa beitt stjúpdóttur sína kynferðisofbeldi nær daglega í tólf ár en Stundin greindi frá því þann 25. ágúst að hann hefði verið sæmdur óflekkuðu mannorði af íslenska ríkinu.

Stundin hefur svo kallað árangurslaust eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um umsagnaraðila Hjalta. Enn hefur ráðuneytið ekki svarað upplýsingabeiðninni þrátt fyrir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi komist að þeirri niðurstöðu að gögn um veitingu uppreistar æru og meðmælendur eigi að vera aðgengileg almenningi. 

Bréf Benedikts hljóðar svona samkvæmt heimildum Stundarinnar:

Mér er bæði ljúft og skylt að staðfesta að ég hef á umliðnum misserum fylgst með Hjalta Sigurjóni Haukssyni, (...), og komist að raun um að hann hefur tekið á sínu lífi með miklum sóma og þráir innilega að lifa heiðvirðu og heilbrigðu lífi. Öll hans framganga er til fyrirmyndar. Virðingarfyllst, Benedikt Sveinsson.

Haft var eftir brotaþola Hjalta Sigurjóns í viðtali sem Stundin birti á dögunum að Hjalti hefði haldið áfram að hafa samband við hana löngu eftir að dómur féll.

„Það sem gerir þennan gjörning – það að hann fái uppreist æru – svo súrrealískan er að Hjalti hefur aldrei látið mig í friði. Hann hefur af og til sent mér skilaboð, hringt, reynt að ná sambandi við mig, jafnvel birst fyrir utan húsið hjá mér. Áreitið frá honum hefur verið stöðugt,“ sagði hún. Þá greindi hún frá því að Hjalti hefði gefið sig á tal við börnin hennar í skólabíl sem hann keyrði og ávarpað þau með nafni.

Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um að Hjalta hefði verið veitt uppreist æra fór hann síðan fram á að hún sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að brot hans hefðu hafist seinna en Hæstiréttur komst að raun um. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár