Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bréf Benedikts um Hjalta: „Öll hans framganga er til fyrirmyndar“

Stund­in kall­aði ít­rek­að eft­ir upp­lýs­ing­um frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu um um­sagnar­að­ila Hjalta Sig­ur­jóns Hauks­son­ar en fékk ekki. Nú ligg­ur fyr­ir að Bene­dikt Sveins­son, fað­ir for­sæt­is­ráð­herra, und­ir­rit­aði með­mæli. Stund­in birt­ir bréf­ið.

Bréf Benedikts um Hjalta: „Öll hans framganga er til fyrirmyndar“

Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, telur að öll framganga Hjalta Sigurjóns Haukssonar hafi verið til fyrirmyndar á undanförnum árum. Þetta kemur fram í umsögn Benedikts vegna umsóknar Hjalta um uppreist æru. 

Hjalti var dæmdur árið 2004 fyrir að hafa beitt stjúpdóttur sína kynferðisofbeldi nær daglega í tólf ár en Stundin greindi frá því þann 25. ágúst að hann hefði verið sæmdur óflekkuðu mannorði af íslenska ríkinu.

Stundin hefur svo kallað árangurslaust eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um umsagnaraðila Hjalta. Enn hefur ráðuneytið ekki svarað upplýsingabeiðninni þrátt fyrir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi komist að þeirri niðurstöðu að gögn um veitingu uppreistar æru og meðmælendur eigi að vera aðgengileg almenningi. 

Bréf Benedikts hljóðar svona samkvæmt heimildum Stundarinnar:

Mér er bæði ljúft og skylt að staðfesta að ég hef á umliðnum misserum fylgst með Hjalta Sigurjóni Haukssyni, (...), og komist að raun um að hann hefur tekið á sínu lífi með miklum sóma og þráir innilega að lifa heiðvirðu og heilbrigðu lífi. Öll hans framganga er til fyrirmyndar. Virðingarfyllst, Benedikt Sveinsson.

Haft var eftir brotaþola Hjalta Sigurjóns í viðtali sem Stundin birti á dögunum að Hjalti hefði haldið áfram að hafa samband við hana löngu eftir að dómur féll.

„Það sem gerir þennan gjörning – það að hann fái uppreist æru – svo súrrealískan er að Hjalti hefur aldrei látið mig í friði. Hann hefur af og til sent mér skilaboð, hringt, reynt að ná sambandi við mig, jafnvel birst fyrir utan húsið hjá mér. Áreitið frá honum hefur verið stöðugt,“ sagði hún. Þá greindi hún frá því að Hjalti hefði gefið sig á tal við börnin hennar í skólabíl sem hann keyrði og ávarpað þau með nafni.

Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um að Hjalta hefði verið veitt uppreist æra fór hann síðan fram á að hún sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að brot hans hefðu hafist seinna en Hæstiréttur komst að raun um. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár