Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Engin sátt í sjónmáli um gjaldtöku í sjávarútvegi

Þver­póli­tísk nefnd um gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi á að skila af sér til­lög­um í vet­ur. Við­reisn vill byggja á samn­ing­um milli rík­is­ins og út­gerð­ar­inn­ar á einka­rétt­ar­leg­um grunni og taka mið af frum­varps­drög­um Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar frá síð­asta kjör­tíma­bili og vinnu starfs­hóps Guð­bjarts Hann­es­son­ar

Engin sátt í sjónmáli um gjaldtöku í sjávarútvegi
Gjaldtaka í sjávarútvegi til skoðunar Þverpólitísk nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi á að skila frumvarpsdrögum fyrir jól. Mynd: Pressphotos

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi, vonar að nefndin geti komið sér saman um fyrirkomulag þar sem gerðir verði langtímasamningar milli útgerðarinnar og ríkisins á einkaréttarlegum grunni en jafnframt tryggt að gjaldtaka fyrir nýtingu hinnar sameiginlegu auðlindar endurspegli arðsemi greinarinnar á hverjum tíma. 

 

Vill málamiðlunHanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hefur lagt fram tillögu að umræðugrundvelli sem byggir á vinnu fyrri ríkisstjórnar og markaðssjónarmiðum Viðreisnar.

„Ég hef lagt fram á fundi nefndarinnar minnisblað með hugmynd að umræðugrundvelli,“ segir Hanna Katrín í samtali við Stundina og bætir því við að hugmyndin byggi að hluta til á sjónarmiðum sem Viðreisn hefur haldið á lofti en taki jafnframt mið af vinnu starfshóps Guðbjarts Hannessonar úr tíð vinstristjórnarinnar og frumvarpsdrögum Sigurðar Inga Jóhannssonar frá síðasta kjörtímabili. „Hugmyndin er á þessu stigi ekki nákvæmlega útfærð, en einfaldlega hugsuð sem framlag til málamiðlunar, meðal annars með hliðsjón af því sem unnið hefur verið að í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna,“ segir Hanna Katrín. 

Frumvarpsdrög Sigurðar Inga um fiskveiðistjórnun vöktu hörð viðbrögð árin 2014 og 2015, en þar var lagt til að gerðir yrðu nýtingarsamningar til 23 ára við núverandi handhafa aflaheimilda. Niðurstaða starfshóps Guðbjarts Hannessonar, sem einnig fól í sér samningaleið í sjávarútvegi, var einnig umdeild. Raunar vék vinstristjórnin í veigamiklum atriðum frá niðurstöðum þeirrar nefndar þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, lagði fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða árið 2012. Þar var byggt á úthlutun nýtingarleyfa fremur en að gerðir yrðu einkaréttarlegir samningar milli ríkisins og útgerðarinnar. Þótti ráðstöfun nýtingarleyfa til afmarkaðs tíma betur til þess fallin en samningar að tryggja eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni.

Augljóst að auðlindin sé þjóðareign

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í nefndinni um gjaldtöku í sjávarútvegi, skrifaði nýlega pistil í Kjarnann þar sem hún gagnrýndi að í tillögu Viðreisnar innan nefndarinnar væri ekki fjallað um þjóð­ar­eign á auð­lind­inni heldur byggt á þeirri nálgun að gerðir yrðu samn­ingar milli útgerð­ar­innar og rík­is­ins á einka­rétt­ar­legum grunni. 

Hanna Katrín segist ekki hafa lagt fram formlega tillögu heldur minnisblað. „Að sjálfsögðu er gengið út frá því að fiskveiðiauðlindin sé sameign þjóðarinnar! Það er svo augljóst að það þarf ekki að tiltaka það sérstaklega í vinnuskjali sem þessu,“ segir hún í svari við fyrirspurn Stundarinnar.

„Þær tillögur sem hugmyndin byggir á eiga það sameiginlegt að endurgjald komi fyrir tímabundin veiðiréttindi. Tilgangurinn með afmörkun veiðiréttinda til ákveðins tíma er fyrst og fremst að ná efnislegri, og í verki, viðurkenningu á þjóðareigninni. Ég áttaði mig hreinlega ekki á því að einhverjir nefndarmanna gætu misskilið þetta.“

Þá tekur hún fram að í minnisblaði sínu sé orðrétt fjallað um „sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar“. 

Betra að byggja á leyfum en samningum

Svandís Svavarsdóttir segir í samtali við Stundina að sér finnist lykilatriði að nefndin nái samstöðu um að innleiða auðlindaákvæði í stjórnarskrá og festa þannig varanlega í sessi eignarhald þjóðarinnar yfir auðlindinni. Þetta sé í raun frumforsenda þess að hægt sé að ná sátt um skynsamlega útfærslu á gjaldtöku í sjávarútvegi til frambúðar. 

 

Þjóðareignarákvæði grundvallaratriðiSvandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir mikilvægt að festa varanlega í sessi eignarhald þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni.

Hún bendir líka á að í tíð vinstristjórnarinnar hafi á endanum verið lagt upp með að koma á fyrirkomulagi einhliða „leyfa“ eða úthlutunar til afmarkaðs tíma með afmörkuðum skilyrðum, frekar en tvíhliða „samningum“. Sterk rök hefðu hnigið að því að þetta væri betri aðferð til að tryggja eignarrétt þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni heldur en samningar á einkaréttarlegum grunni.

Starfsmaður nefndarinnar segir veiðigjöld aldrei verða meiriháttar tekjustofn

Daði Már Kristófersson, hagfræðingur og ráðgjafi nefndarinnar um gjaldtöku í sjávarútvegi, sagði nýlega í viðtali við Fiskifréttir að veiðigjöld yrðu „aldrei neinn meiriháttar tekjustofn fyrir ríkið“ og að fólk hefði gert sér grillur um umfang rentunnar í íslenskum sjávarútvegi. Daði var einn af stjórnarmönnum Viðreisnar við stofnun flokksins í fyrra og er nú varamaður í stjórninni. Fyrir síðustu þingkosningar kynnti Viðreisn kosningaloforð um stórfellda aukningu innviðafjárfestinga sem fjármögnuð yrði með því að afla ríkissjóði árlega 15 til 20 milljarða tekna úr sjávarútvegi með uppboði aflaheimilda. 

Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók til starfa í byrjun árs 2017 varð ljóst að ekki yrði látið reyna á uppboðsleiðina. Hins vegar skipaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, þingmannanefnd sem falið var að leita leiða til sanngjarnrar gjald­­töku fyrir afnot af fisk­veið­i­­auð­lind­inni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson, en

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
7
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu