Pítsurnar standa fyrir sínu

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar ræddi við gang­andi veg­far­end­ur um vin­sæld­ir Dom­ino's pítsa á Ís­landi. Ástæð­ur vin­sæld­anna segja þeir vera þröng­an gæð­aramma, hjarð­hegð­un og hag­stæð til­boð.

Blaðamaður Heimildarinnar spurði gangandi vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur um afstöðu þeirra til Domino's og af hverju þessi skyndibiti nýtur svona gríðarlegra vinsælda á Íslandi. Viðmælendurnir höfðu allir lagt það í vana sinn að borða pítsurnar einhvern tíma á lífsleiðinni og voru sammála um að þær væru nokkuð góðar. 

Tilboðin góð til að fæða marga munna

Þorsteinn Haraldsson giskar á að hann fái sér Domino's á um 10 daga fresti. Hann segir það yfirleitt tengjast börnunum sínum svo Meat and Cheese og Hawaii verði oftast fyrir valinu. Spurður hvað honum finnist um pítsurnar segir Þorsteinn þær bara mjög góðar, þær séu ágætar fjölskyldupítsur.

Af hverju heldurðu að þetta sé vinsælasti skyndibitinn á Íslandi?

„Ég held það sé nú einmitt út af því það er hægt að fá ágætis tilboð. Ég held að flestir nýti sér það sem þurfa að fæða marga munna.“

Hefur prófað allan matseðilinn

Starri Reynisson giskar á að hann borði pítsur frá Domino's á um tveggja vikna fresti. Hann segir það mjög breytilegt hvað hann fái sér á þær og kveðst duglegur í tilraunastarfseminni. „Yfirleitt panta ég nú eitthvað af matseðli.“ Hann telur þó að hann hafi smakkað liggur við allan matseðilinn. Aðspurður segir Starri að pítsurnar standi yfirleitt fyrir sínu. „Þetta er ekki það besta sem maður fær en alltaf nokkuð solid.“

Starri telur að gríðarlegar vinsældir pítsanna stafi af því hvað gæðaramminn er þröngur hjá Domino's. Fólk viti alveg að hverju það sé að ganga. „Ef maður pantar annars staðar frá þá kannski fær maður eitthvað geggjað en mögulega er meiri áhætta. Maður getur líka fengið eitthvað verulega slakt.“

Botninn aðeins of þykkur

Ingibjörg Einarsdóttir segist borða Domino's sjaldnar en hún gerði fyrir 20 árum, en þá fékk sér hún þær á hverjum föstudegi. Hún fær sér gjarnan ananas, skinku, sveppi og kannski ætiþistla á þær. Ingibjörg kveðst hafa enga skoðun á pítsunum sjálfum, en viðurkennir að henni þyki botninn aðeins of þykkur á þeim.

„Ég hef aldrei velt því fyrir mér, ég ætla ekki að reyna að svara því,“ segir hún þegar hún er spurð af hverju pítsurnar njóti svona mikilla vinsælda á Íslandi.

Telur vinsældirnar stafa af hjarðhegðun

Árni Ingólfsson segist hafa slitið viðskiptum sínum við Domino's fyrir um tveimur árum, sökum þess að fyrirtækið tekur ekki við reiðufé. Honum þyki pítsurnar þó alveg frábærar. Hann er vegan og fékk sér því svartar ólífur, papriku og þistilhjörtu á þær.

„Þetta er ekkert ósvipað og það að láta sprauta sig í Laugardalshöll“
Árni Ingólfsson

Spurður af hverju hann telji Domino's vera vinsælasta skyndibitann segir Árni að hann haldi að það skrifist á hjarðhegðun. Þær séu oft pantaðar á vinnustöðum til dæmis. „Þetta er ekkert ósvipað og það að láta sprauta sig í Laugardalshöll. Hjarðhegðunin er svo rík í fólki,“ segir hann. 

Domino's ❤️

Eitt er víst að Domino's virðist eiga sérstakan sess í hjörtum landsmanna og virðist sú væntumþykja vera gagnkvæm, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem Marteinn Elí Brynjólfsson tók.

Marteinn Brynjólfsson
Kjósa
-4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • EGT
  Einar G Torfason skrifaði
  Ömurlegt!
  1
 • GK
  Gísli Kristjánsson skrifaði
  Er Heimildin svo illa stödd fjárhagslega að nú er farið að birta svona auglýsingar sem 'fréttir'? Þetta er önnur svona auglýsing fyrir þetta tiltekna fyrirtæki í dag frá sitt hvorum 'fréttamanninum'!

  Ég mun klárlega segja upp áskrift að miðlinum ef þetta heldur svona áfram. Það er alveg geirneglt.
  2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Slökkviliðið kærir forstöðumann Betra lífs til lögreglu
4
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Slökkvi­lið­ið kær­ir for­stöðu­mann Betra lífs til lög­reglu

Slökkvi­lið­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur kært Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mann áfanga­heim­il­is­ins Betra líf til lög­reglu fyr­ir að stofna lífi og heilsu fólks í hættu í gróða­skyni eft­ir brun­ann í Vatna­görð­um 18 í fe­brú­ar 2023. Slökkvi­lið­ið hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að loka hús­næð­um Betra lífs án ár­ang­urs. Slökkvi­lið­ið vildi skoða Betra líf á Kópa­vogs­braut 69 en þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða þurfti leyfi eig­anda eða for­ráða­manns, sem fékkst ekki.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
5
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
2
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
3
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
5
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
8
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
2
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
10
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár