Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Pítsurnar standa fyrir sínu

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar ræddi við gang­andi veg­far­end­ur um vin­sæld­ir Dom­ino's pítsa á Ís­landi. Ástæð­ur vin­sæld­anna segja þeir vera þröng­an gæð­aramma, hjarð­hegð­un og hag­stæð til­boð.

Blaðamaður Heimildarinnar spurði gangandi vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur um afstöðu þeirra til Domino's og af hverju þessi skyndibiti nýtur svona gríðarlegra vinsælda á Íslandi. Viðmælendurnir höfðu allir lagt það í vana sinn að borða pítsurnar einhvern tíma á lífsleiðinni og voru sammála um að þær væru nokkuð góðar. 

Tilboðin góð til að fæða marga munna

Þorsteinn Haraldsson giskar á að hann fái sér Domino's á um 10 daga fresti. Hann segir það yfirleitt tengjast börnunum sínum svo Meat and Cheese og Hawaii verði oftast fyrir valinu. Spurður hvað honum finnist um pítsurnar segir Þorsteinn þær bara mjög góðar, þær séu ágætar fjölskyldupítsur.

Af hverju heldurðu að þetta sé vinsælasti skyndibitinn á Íslandi?

„Ég held það sé nú einmitt út af því það er hægt að fá ágætis tilboð. Ég held að flestir nýti sér það sem þurfa að fæða marga munna.“

Hefur prófað allan matseðilinn

Starri Reynisson giskar á að hann borði pítsur frá Domino's á um tveggja vikna fresti. Hann segir það mjög breytilegt hvað hann fái sér á þær og kveðst duglegur í tilraunastarfseminni. „Yfirleitt panta ég nú eitthvað af matseðli.“ Hann telur þó að hann hafi smakkað liggur við allan matseðilinn. Aðspurður segir Starri að pítsurnar standi yfirleitt fyrir sínu. „Þetta er ekki það besta sem maður fær en alltaf nokkuð solid.“

Starri telur að gríðarlegar vinsældir pítsanna stafi af því hvað gæðaramminn er þröngur hjá Domino's. Fólk viti alveg að hverju það sé að ganga. „Ef maður pantar annars staðar frá þá kannski fær maður eitthvað geggjað en mögulega er meiri áhætta. Maður getur líka fengið eitthvað verulega slakt.“

Botninn aðeins of þykkur

Ingibjörg Einarsdóttir segist borða Domino's sjaldnar en hún gerði fyrir 20 árum, en þá fékk sér hún þær á hverjum föstudegi. Hún fær sér gjarnan ananas, skinku, sveppi og kannski ætiþistla á þær. Ingibjörg kveðst hafa enga skoðun á pítsunum sjálfum, en viðurkennir að henni þyki botninn aðeins of þykkur á þeim.

„Ég hef aldrei velt því fyrir mér, ég ætla ekki að reyna að svara því,“ segir hún þegar hún er spurð af hverju pítsurnar njóti svona mikilla vinsælda á Íslandi.

Telur vinsældirnar stafa af hjarðhegðun

Árni Ingólfsson segist hafa slitið viðskiptum sínum við Domino's fyrir um tveimur árum, sökum þess að fyrirtækið tekur ekki við reiðufé. Honum þyki pítsurnar þó alveg frábærar. Hann er vegan og fékk sér því svartar ólífur, papriku og þistilhjörtu á þær.

„Þetta er ekkert ósvipað og það að láta sprauta sig í Laugardalshöll“
Árni Ingólfsson

Spurður af hverju hann telji Domino's vera vinsælasta skyndibitann segir Árni að hann haldi að það skrifist á hjarðhegðun. Þær séu oft pantaðar á vinnustöðum til dæmis. „Þetta er ekkert ósvipað og það að láta sprauta sig í Laugardalshöll. Hjarðhegðunin er svo rík í fólki,“ segir hann. 

Domino's ❤️

Eitt er víst að Domino's virðist eiga sérstakan sess í hjörtum landsmanna og virðist sú væntumþykja vera gagnkvæm, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem Marteinn Elí Brynjólfsson tók.

Marteinn Brynjólfsson
Kjósa
-4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EGT
    Einar G Torfason skrifaði
    Ömurlegt!
    1
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Er Heimildin svo illa stödd fjárhagslega að nú er farið að birta svona auglýsingar sem 'fréttir'? Þetta er önnur svona auglýsing fyrir þetta tiltekna fyrirtæki í dag frá sitt hvorum 'fréttamanninum'!

    Ég mun klárlega segja upp áskrift að miðlinum ef þetta heldur svona áfram. Það er alveg geirneglt.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár