Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.

Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
Forsætisráðherra Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra 2013-2023. Hann segist bera ábyrgð á efnahagsmálum undanfarinn áratug með miklu stolti og að árið í ár sé það sterkasta í íslenskri efnahagssögu. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, svelgdist á kaffibollanum um helgina þegar hún heyrði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra segjast vera svekktur yfir háum vöxtum í viðtali við RÚV. Í viðtalinu sagði Bjarni það áhyggjuefni að heimilin væru að segja sig úr lögum við vaxtaákvarðanir Seðlabankans sem birtist í því að heimilin hafi sagt skilið við óverðtryggð lán. 

Þorgerður Katrín spurði Bjarna nánar út í vaxtaákvarðanir Seðlabankans í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrir hádegi út í „Við verðum líka að hafa það í huga að heimilin sem hann hefur áhyggjur af sem eru að fara í verðtryggðu lánin að þau eru að leita skjóls, leita skjóls undan ofríki íslensku krónunnar, en líka undan þeirri efnahagsstjórn sem hefur verið og það er ósköp eðlilegt að þau leiti allra leiða,“ sagði Þorgerður Katrín. 

Formaður ViðreisnarÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði það ákveðna fegurð hversu önugur forsætisráðherra væri eftir svona skamman tíma í setu.

Hún spurði hvort það væri virkilega svo að stærsta áhyggjuefnið væri að heimilin séu að segja sig úr lögum varðandi vaxtaákvarðanir Seðlabankans. „Væri ekki miklu meira áhyggjuefni að Ísland er að segja sig úr lögum við siðuð samfélög þegar kemur að vöxtum, þegar kemur að verðbólgu og kemur að því að meta ábatann af menntun?“ spurði Þorgerður sem velti fyrir sér hvort Bjarni þekkti þann fjármálaráðherra sem hefur stýrt ráðuneytinu síðastliðin tíu ár, það er hann sjálfan. 

Stoltur af árunum sem fjármálaráðherra

Bjarni sagði Ísland ekki vera að segja sig úr lögum við umheiminn í neinu samhengi. Hátt vaxtastig eins og er í dag væri gríðarlega alvarlegt mál en ástandið væri aðeins til mjög skamms tíma. „Þingmaður spyr hvort ég kannist við að bera einhverja ábyrgð á efnahagsmálum undanfarinn áratug. Já, ég geri það með miklu stolti,“ sagði Bjarni, og benti í framhaldinu á „mjög fagra mynd, sem meðal annars er sú að á Íslandi hefur hagvöxtur verið meiri og fleiri ný störf verið sköpuð en annars staðar.“

Þorgerður Katrín dró þá upp aðra mynd og sagði það vera ákveðna fegurð hversu önugur fjármálaráðherra væri eftir svo skamman tíma í setu. „Ég hvet hann eindregið til þess að eiga samtal við hæstvirtan fjármálaráðherra síðustu tíu ára um það að við erum með eina hæstu vexti í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Við erum í sama hópi og Rússland og Úkraína, stríðshrjáð lönd.“ 

Þorgerður Katrín sagðist hafa áhyggjur af millitekjuhópum sem hún telur ótækt að lendi enn og ftur í því að standa undir meginskattbyrðinni á Íslandi. „Ég vil því hvetja hæstvirtan forsætisráðherra til að skoða svolítið stóru myndina og taka utan um alla hópa, ekki bara sína eigin.“

Bjarni svaraði með því að fullyrða á þetta ár, 2024, sé það sterkasta í efnahagssögu Íslands. „Nú höldum við upp á 80 ára afmælið í sumar þar sem staða efnahagsmála var sterkari heldur en árið 2024. Þetta er sterkasta ár Íslands í efnahagssögunni, 2024, aldrei staðið betur.“ 

Þó ræðutími Þorgerðar Katrínar og Bjarna væri lokið héldu þau orðaskiptum áfram í þingsal þar til Oddný G. Harðardóttir, starfandi forseti Alþingis, benti þeim á að aðeins væri einn fundur í þingsalnum. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Segir nýji Forsætisráðherrann sem er haldinn alvarlegu tengslarofi við raunveruleikann en takk Katrín Jak...
    1
  • Á hverju er maðurinn?
    0
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    En Bjarni því er þá niðurskurður hvert einasta ár? Hvert fara allir þeir peningar sem koma inn? Hvers vegna er þá svona mikil verðbólga? Eitthvað er ekki það sem ekki passa inn í þína sviðsmynd.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
4
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
5
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu