Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Langstærsta sveitarfélag landsins er Reykjavíkurborg. Íbúar hennar voru rúmlega 135 þúsund í byrjun þessa árs, eða tæplega 30 þúsund fleiri en íbúar allra annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samanlagt. Stöðugildi hjá A-hluta hennar, þess hluta rekstrarins sem greitt er fyrir með skattfé, voru 8.575 að meðaltali á síðasta ári. Það eru næstum tvisvar sinnum fleiri en allir íbúar nágrannasveitarfélagsins Seltjarnarness. 

Samstæða Reykjavíkur, sem samanstendur af áðurnefndum A-hluta og þeim fyrirtækjum sem borgin á hlut í, svokölluðum B-hluta, velti næstum 252 milljörðum króna á árinu 2023. Þar af var meginþorri þeirrar veltu í A-hlutanum, eða rúmlega 176 milljarðar króna. Reykjavík er, samandregið, ein stærsta fyrirtækjasamstæða landsins.

Þau fyrirtæki í eigu borgarinnar sem eru verðmætust eru Orkuveita Reykjavíkur, sem metur eignir sínar á 259 milljarða króna umfram skuldir, annars vegar og Félagsbústaðir, sem eiga 3.110 íbúðir og eigið fé umfram skuldir upp á 85 milljarða króna, hins vegar. Enginn …

Kjósa
57
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SJ
    Svanfríður Jónasdóttir skrifaði
    Athyglisvert hve áróður um fjármál borgarinnar hefur náð miklu flugi, byggt á takmörkuðum upplýsingum
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár