Í baksýn er lærdómur ekki arfleifð náms eða áfanga í starfi, heldur atvik sem hafa mótað mann sem þenkjandi skepnu. Atvikin eru vörður á slóða, sumar reistar á daunillri skömm en aðrar á björtu stolti. Lærdómur er það sem er hugfast og tiltækt í minninu, af orsökum eða ásetningi. Þessar vörður eru lifandi skepnur sem stýra okkur og móta okkar litla krumpaða viskustykki forever.
Dæmi um handahófskenndar vörður:
Sæll er sá heimski
Sex ára hlaupandi í slyddu og ég gat ekki skilið hvort ég yrði blautari í slyddunni ef ég myndi hlaupa eða ganga og það gerði mig leiða mjög lengi. Ég gat ekki hætt að hugsa um að ég væri glaðari ef ég hefði bara ekki byrjað að hugsa um þetta.
Leiðinlegir hlutir bera ávöxt
Þrettán ára, sumar í sveit á Fjóni, með ofnæmi fyrir öllu kviku og grænu og úthlutað umsjón vindmyllunnar á öðrum degi, …
Athugasemdir (1)