Þegar amerískum forsetakosningum var í rauninni stolið

Kosn­ing­ar milli Rut­her­ford Hayes og Samu­el Til­dens voru ein­hverj­ar þær allra spillt­ustu í sögu Banda­ríkj­anna. Báð­ir að­il­ar beittu kosn­inga­svik­um, hót­un­um og ógn­un­um í garð and­stæð­inga, mút­um og yf­ir­gangi af öllu tagi — að ekki sé minnst á „fa­ke news“.

Þegar amerískum forsetakosningum var í rauninni stolið
Tilden og Hayes áttust við í einhverjum spilltustu forsetakosningum vestra.

Forsetakosningar standa nú fyrir dyrum í Bandaríkjunum og gætu endað með margvíslegum ósköpum. En það verður þá raunar ekki í fyrsta sinn. Árið 1876 fóru þar fram kosningar sem vissulega var „stolið“ eins og nú er komist að orði.

Borgarastríðinu vestra hafði lokið 1865 en það setti enn mikinn svip á allt samfélagið og stjórnmálalífið alveg sérstaklega. Í þá daga voru flokkarnir Repúblikanar og Demókratar komnir til sögunnar en þeir voru þó allir aðrir en þeir eru nú.

Hugtökin hægri og vinstri voru vart komin til sögunnar í nútímaskilningi en stjórnmálabaráttan snerist aðallega um eftirköst borgarastríðsins og réttindi hinna einstöku ríkja andspænis alríkisstjórninni í Washington.

Öfugt við það sem nú tíðkast voru Repúblikanar talsmenn öflugrar alríkisstjórnar og Abraham Lincoln leiðtogi Bandaríkjanna í borgarastríðinu var til dæmis Repúblikani. Demókratar héldu hins vegar fram réttindum ríkjanna og voru öflugastir í Suðurríkjunum sem höfðu reynt að slíta sig frá hinum eiginlegu Bandaríkjum í borgarastríðinu.

Í tvö kjörtímabil á árunum 1869-1877 sat Ulysses Grant á forsetastóli vestanhafs en hann hafði verið yfirmaður herja Norðurríkjanna í borgarastríðinu. Hann hefði vel getað boðið sig fram aftur 1876 og setið þriðja kjörtímabilið þar eð engin lög bönnuðu þá forsetum að sitja lengur en tvö tímabil. Grant ákvað hins vegar að virða þá hefð sem skapast hafði allt frá því á dögum fyrsta forsetans og láta af embætti.

Rutherford Hayes.Hann og stuðningsmenn hans stálu forsetakosningunum.

Flestir bjuggust við að ræðuskörungurinn James Blaine yrði þá frambjóðandi Repúblikana en keppinautar hans í flokknum gátu ekki unnt honum þeirrar upphefðar að verða forseti.

Að lokum var sæst á að tiltölulega óumdeildur ríkisstjóri í Ohio, Rutherford Hayes, yrði frambjóðandi Repúblikana. Hann hafði getið sér gott orð sem stríðsmaður í borgarastríðinu og hafði ekki á sér það spillingarorð sem háði mörgum helstu stjórnmálamönnum Bandaríkjanna um þær mundir.

Andstæðingur Hayes úr röðum Demókrata var annar ríkisstjóri, Samuel Tilden í New York. Hann var afar vinsæll þar í borg, ekki síst eftir að hann hóf að skera upp herör gegn landlægri spillingu í embættismannakerfi borgarinnar.

Tilden þótti í flesta staði heldur vel þokkaður umbótamaður en Demókratar, sem réðu ferðinni í flestum Suðurríkjanna, höfðu annars mestan áhuga að stöðva þá uppbyggingu eftir stríðið í suðrinu sem Grant hafði hrint í framkvæmd.

Þessi uppbygging („Reconstruction“ sem kölluð er í Bandaríkjunum) var afar umdeild. Hún þótti óhemju dýr og ekki skila þeim tilætlaða árangri að koma Suðurríkjunum og einkum hinum frelsuðu þrælum á lappirnar, en engum blöðum er um að fletta að andstaðan gegn enduruppbyggingunni var samt að verulegu leyti sprottin af gremju hinna sigruðu þrælahaldara í suðrinu.

Og hreinum rasisma.

Samuel Tilden.Sumir stuðningsmanna hans vildu grípa til vopna til að koma í veg fyrir að kosningunum yrði stolið. Hann tók það ekki í mál.

Hvítir Suðurríkjamenn gátu fæstir hugsað sér að gömlu þrælarnir þeirra ættu nú að verða jafnokar þeirra í lífinu.

Kosningarnar fóru fram 7. nóvember 1876. Bandaríkin höfðu um sumarið haldið upp á 100 ára afmæli sitt en þessar kosningar voru ekki fagurt dæmi um bandarískt lýðræði og stjórnsýslu.

Mikið var um kosningasvindl af beggja hálfu, glæpaflokkar og vopnuð gengi ýmiss konar fóru um með hótunum og sér í lagi í Suðurríkjunum var hinum nýfrjálsu svörtu þegnum gert mjög erfitt að kjósa.

Þegar upp var staðið eftir fyrstu talningu hafði Tilden greinilega forystu að atkvæðamagni í heild.

Hann hafði hlotið 4.286.808 atkvæði en Hayes hafði 4.034.142.

Ekki var nóg með að Tilden hefði fleiri atkvæði heldur hafði hann hlotið meira en helming atkvæða, 50,9 prósent en Hayes hafði fengið 47,9 prósent. Nokkrir aðrir frambjóðendur höfðu fengið rúmlega eitt prósent samanlagt.

Nú — vegna hins einkennilega kjördæmakerfis Bandaríkjanna var málið ekki svo einfalt að Tilden væri nú orðinn forseti. Kjördæma- eða réttara sagt kjörmannakerfið gengur út á að kjósendur kjósa ekki forsetann, heldur kjósa þeir kjörmenn sem síðan kjósa forsetann. Og nú hafði Tilden fengið greinilegan meirihluta í 17 ríkjum sem tryggði honum 184 kjörmenn.

Hann vantaði aðeins einn kjörmann til að fá meirihluta í hinni svonefndu kjörmannasamkundu.

Hayes hafði unnið önnur 17 ríki sem tryggði honum þó aðeins 165 kjörmenn því hans ríki voru fámennari.

En í fjórum ríkjum, Suður Karólínu, Flórída, Louisiana og Oregon, hafði verið svo mjótt á munum og/eða kosningarnar farið svo illa og ambögulega fram að enginn treysti sér til að segja til um hver fengi þá 20 kjörmenn sem þessi ríki höfðu samanlagt.

Ljóst var að ef Tilden ynni aðeins eitt þessara ríkja yrði hann forseti en eftir gríðarleg hrossakaup og jaml og japl og fuður í reykfylltum bakherbergjum varð niðurstaðan sú að sérstök nefnd í bandarísku fulltrúadeildinni skyldi úrskurða um hvert kjörmennirnir 20 færu.

Repúblikanar höfðu næfurþunnan meirihluta í fulltrúadeildinni og fengu því einum manni fleira en Demókratar í þessari nefnd.

Þar fór svo allt eftir flokkslínum og Repúblikanar í nefndinni úrskurðuðu að Hayes skyldi vinna öll fjögur ríkin og fá alla kjörmennina 20 — sem þýddi að hann vann kjörmannasamkunduna með 185 atkvæðum gegn 184.

Allir vissu að allt var þetta viðurstyggilegt makk gjörspilltra stjórnmálamanna — þótt reyndar muni þeir Hayes og Tilden sjálfir ekki hafa tekið mikinn beinan þátt í þessu rugli öllu saman, en stuðningsmenn þeirra gengu því harðar fram.

Í raun munu Demókratar að lokum hafa sæst á að Repúblikanar fengju að fara sínu fram og „ræna“ öllum kjörmönnunum 20 gegn því að Hayes forseti myndi hætta stuðningi alríkisstjórnarinnar og hersins við enduruppbygginguna í Suðri, sem aftur hafði í för með sér að mikið bakslag kom í réttindabaráttu svartra og þeir urðu algjört undirmálsfólk á eigin heimaslóðum næstu 100 árin og eru að mörgu leyti enn.

Eftir að Hayes taldist þannig hafa unnið kosningarnar settist hann í Hvíta húsið sem forseti en lét þar lítið að sér kveða og fór ekki í framboð öðru sinni árið 1880. Tilden dró sig hins vegar í hlé mjög skömmu eftir forsetakosningarnar sem hann átti auðvitað að vinna.

Svona skiptust atkvæðin 1876. Tilden (Demókratar) unnu þau ríki sem eru bláen Hayes og Repúblikanar unnu þau rauðleitu. Talan sýnir fjölda kjörmanna í hverju ríki. Gráu svæðin voru ekki orðin ríki. Kortið er af Wikipedia.
Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Byggjum við af gæðum?
6
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
2
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár