Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins og ritstjóri Samstöðvarinnar, leiðir flokkinn í Reykjavík Norður. Hann var líka oddviti flokksins í kjördæminu fyrir síðustu kosningar, þegar flokkurinn hlaut 4,1 prósent atkvæða og missti af þingsæti.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Gunnars Smára á Facebook. Þar segir hann að Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista og oddviti í Reykjavík Suður, hafi farið þess á leit við sig að leiða hitt Reykjavíkurkjördæmið.
Áfram mun hann þó stýra umræðum á Samstöðinni, sem er nátengd Sósíalistaflokknum. „Ég mun reyna að sameina starf mitt á Samstöðinni og framboðið næstu vikur, halda áfram að þjóna samfélaginu með mikilvægri greiningu og umræðu,“ skrifar hann.
Gunnar Smári er ekki eina andlitið af sjónvarpsrás Samstöðvarinnar sem er kominn í framboð. Það er Björn Þorláksson líka en …
Athugasemdir