Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Félag Jóns Óttars gjaldþrota

Sam­lags­fé­lag Jóns Ótt­ars Ólafs­son­ar, ráð­gjafa Sam­herja, hef­ur ver­ið úr­skurð­að gjald­þrota. Fé­lag­ið hélt ut­an um um­fangs­mik­il rann­sókn­ar­verk­efni sem rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur­inn fyrr­ver­andi vann fyr­ir Sam­herja og fleiri fyr­ir­tæki.

Félag Jóns Óttars gjaldþrota
Mikið samstarf Jón Óttar hefur unnið náið fyrir Þorstein Má Baldvinsson og Samherja í meira en áratug. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ekkert fékkst upp í rétt tæplega þrjátíu milljóna króna kröfur sem lýstar voru í þrotabú PPP slf., félags í eigu Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns hjá embætti sérstaks saksóknara og ráðgjafa Samherja. 

Jón Óttar stofnaði PPP árið 2013 undir nafninu Juralis-ráðgjafarstofa eftir að slitnað hafði upp úr samstarfi hans og Guðmundar Hauks Gunnarssonar. Þeir höfðu starfað saman hjá sérstökum saksóknara við rannsókn hrunmála og síðar í félaginu PPP sf. sem sjálfstæðir rannsakendur, eins og Jón Óttar lýsti sjálfur í viðtali við Vísi árið 2014.

Sérstakur saksóknari kærði þá félaga árið 2012 fyrir brot á þagnarskyldu í starfi fyrir að hafa látið skiptastjóra Milestone hafa rannsóknargögn embættisins um félagið. Þrotabú Milestone hafði ráðið PPP til starfa og vann Jón Óttar samhliða fyrir embætti sérstaks saksóknara og skiptastjórann um skeið. Kæran var á endanum látin niður falla og leiddi ekki til ákæru.

Félaginu, sem nú er gjaldþrota, var lýst í stofngögnum sem alhliða ráðgjafarstofu við fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir. 

Einn stærsti kúnni Jóns Óttars í gegnum PPP var Samherji. Fram kom fyrir dómi í skaðabótamáli sem sjávarútvegsrisinn höfðaði gegn Seðlabankanum að samtals hafi útgerðin greitt PPP meira en 130 milljónir króna. Vildu lögmenn Samherja meina að þetta væri kostnaður sem til væri kominn vegna rannsóknar gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fyrirtækinu.

Ekki er alveg ljóst hvort allir fjármunirnir hafi farið í gegnum PPP slf., sem nú hefur verið úrskurðað gjaldþrota, eða í gegnum PPP sf., félag þeirra Jóns Óttars og Guðmundar, en bæði félög virðast hafa starfað sem ráðgjafar Samherja.

Kjósa
57
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár