Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

70 frá upphafi Alsírstríðsins: Fjörbrot hins franska nýlenduveldis

Þann 1. nóv­em­ber 1954 hóf als­írska Þjóð­frels­is­fylk­ing­in stríð til að hrekja Frakka á brott úr landi sínu. Það tókst en kostaði ægi­leg átök í átta ár.

70 frá upphafi Alsírstríðsins: Fjörbrot hins franska nýlenduveldis
Eftir blóðugt stríð í átta ár gátu Alsíringar fagnað sigri. En Alsír var í rúst og þjóðin í sárum.

Á morgun, 1. nóvember, verður þess minnst í Alsír að 70 ár verða þá liðin frá því að uppreisn hófst þar í landi gegn hinu franska nýlenduveldi sem ráðið hafði Alsír síðan 1830. (Hér er níu ára gömul grein eftir um það.)

Uppreisnin hófst með því að vígamenn alsírsku Þjóðfrelsisfylkingarinnar gerðu árásir víða í landinu og voru skotmörkin margvíslegar bækistöðvar franskra yfirvalda í landinu.

Takmark Þjóðfrelsisfylkingarinnar — sem yfirleitt var kölluð FLN í vestrænum fjölmiðlum — var einfaldlega að reka Frakka burt frá landinu.

Öllum mátti þá vera orðið ljóst að nýlendustefna Evrópustórveldanna hafði runnið sitt skeið á enda og bæði Bretar, Frakkar og fleiri voru vissulega farnir að átta sig á að þeir yrðu að láta stóran hluta af nýlendum sínum af hendi við innfædda íbúa. Frönsk yfirvöld tóku hins vegar ekki í mál að sleppa takinu af Alsír.

Óaðskiljanlegur hluti Frakklands?

Frakkar höfðu stjórnað landinu svo lengi og þar höfðu sest að svo margir íbúar af frönskum (og evrópskum) uppruna að flestir Frakkar voru ósjálfrátt farnir að líta á landið stóra handan Miðjarðarhafsins sem óaðskiljanlegan hluta Frakklands. Því höfðu Frakkar frá upphafi brugðist ókvæða við málaleitan Alsíringa um sjálfstæði og af þeirri ástæðu höfðu vígamenn FLN nú gripið til vopna.

Frakkar svöruðu af mikilli hörku og nú var barist í mörg ár. Sjaldnast var um eiginlega víglínu að ræða enda var hernaðararmur FLN fyrst og fremst skæruliðahreyfing sem gerði árásir úr launsátri, beitti sprengjuárásum, hryðjuverkum, morðum, skyndiáhlaupum á herstöðvar og mannvirki og þess háttar.

Enginn vafi er á því að FLN-menn voru á tíðum sekir um voðaleg illvirki en þó er vart blöðum um að fletta að franski herinn og vígasveitir á hans vegum (OAS) voru enn viðbjóðslegri. Fjöldamorð hermanna voru tíð, ráðist var inn í þorp og íbúar drepnir, konum nauðgað og eftirlifendum smalað í grimmilegar fangabúðir.

Og franskir hermenn og leyniþjónustumenn urðu brátt alræmdir fyrir hrottalegar pyntingar sem þeir beittu af sannkallaðri nautn.

Frökkum blöskrar

Enda fór svo að tvær grímur fóru brátt að renna á franskan almenning sem upphaflega hafði stutt tilraunir til að halda Alsír undir franskri stjórn. Nú fór fólki að blöskra grimmdin og heiftin sem Frakkar beittu.

Konur í Alsír tóku óhikað þátt í stríðinu gegn Frökkum.Þessar fjórar eru hluti af sprengjusveit FNL.

Þegar FLN ákváðu síðan að veita frönskum almenningi innsýn í það sem var að gerast í Alsír með því að hefja hryðjuverk á franskri grundu, þá urðu þær raddir brátt æ háværari í Frakklandi að hætta yrði mótspyrnunni gegn FLN og leyfa Alsírmönnum að ráða sér sjálfir.

Hinir mörgu íbúar í Alsír sem voru af frönsku bergi og litu á sig sem frönskumælandi Alsíringa flæktu málið (af þeim var Nóbelsverðlaunahöfundurinn Albert Camus þekktastur) en að lokum flúðu þeir flestallir til Frakklands.

Franska stjórnkerfið reyndist ófært um að útkljá stríðið og að lokum varð Charles de Gaulle forseti og kom á nýrri stjórnskipan sem tryggði að hann sem forseti hafði nægilegt vald til að semja við FLN eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla í apríl 1962 hafði sýnt fram á að franskur almenningur vildi hætta stríðinu og veita Alsír sjálfstæði.

Stríðinu lokið — en eftir eru örin

Stríðinu var þar með lokið en eftir voru djúp sár, bæði í frönsku þjóðlífi og vitaskuld aðallega í Alsír. Talið er að meira en milljón Alsíringa hafi látið lífið þótt tölur séu á reiki. Frakkar og aðrir Evrópumenn misstu 30.000 manns. Þótt Alsír hlyti sjálfstæði hélt blóðið áfram að renna — OAS stóð fyrir hryðjuverkum bæði í Frakklandi og Alsír til að hefna sín fyrir ósigurinn og ný stjórnvöld í Alsír ofsóttu þá landa sína sem höfðu verið í þjónustu franskra yfirvalda.

Þótt heil mannsævi sé liðin síðan síðan uppreisnin í Alsír hófst og 62 ár frá lokum hennar, þá eru margvísleg sár eftir þessi hryllilegu átök enn á sál bæði Alsíringa og Frakka. Ímyndið ykkur hvað sárin verða lengi að gróa eftir hryllinginn sem nú geisar á Gasa, í Úkraínu, í Súdan og víðar.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
5
Fréttir

Efl­ing seg­ir gervistétt­ar­fé­lag not­að til að svíkja starfs­fólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.
Guðrún Schmidt
6
Aðsent

Guðrún Schmidt

Gnægta­borð alls heims­ins heima hjá mér

Fræðslu­stjóri Land­vernd­ar skrif­ar um hvernig eft­ir­spurn vest­rænna ríkja eft­ir jarð­ar­berju, blá­berj­um, avóka­dó og mangó hafi stór­auk­ið þaul­rækt­un á þess­um mat­vör­um með tölu­verð­ar nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar fyr­ir nátt­úru á fram­leiðslu­svæð­un­um. Við bæt­ist brot á mann­rétt­ind­um verka­fólks sem oft verða að þræl­um nú­tím­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár