Viðvörunarbjöllur hljóma nú víða um samfélagið vegna þess sem Heimildin hefur meðal annars fjallað um; margfalda aukningu í notkun nikótínpúða, en hlutfall fólks sem notar slíka púða daglega óx frá 4% upp í 12% á árunum 2020–2023. Það sem öllu verra þykir er að notkun ungs fólks hefur náð áður óséðum hæðum, en tæplega 35% af fólki á aldrinum 18–29 ára notar nikótínpúða daglega. Kastljós fór nýverið í heimsókn í menntaskóla og talaði við ýmsa krakka sem voru mjög opin með neyslu sína á miklum fjölda bæði nikótínpúða og orkudrykkja á daglegum grundvelli. Vakti þar athygli tölur eins og 8–10 nikótínpúðar á dag hjá einum dreng og 4 orkudrykkir á dag hjá öðrum sem þótti ósköp venjulegt í þeirra félagshópi.
Á sama tíma og þessi, að mörgu leyti slæma, lýðheilsuhegðun breiðist út hefur áratuga gömul sjálfshjálparbók fundið endurnýjað líf og vinsældir meðal þeirra sem hyggjast hætta neyslu sinni á nikótínvörum. …
Athugasemdir (1)