Á alþjóðlegum degi frjálsrar fjölmiðlunar, þann 3. maí síðastliðinn, sýndi PBS – News Hour fréttaskýringu um líf Shams Odeh, palestínsks blaðamanns og tökumanns sem starfar fyrir PBS. Shams Odei býr á Gaza og lýsir í umfjölluninni lífsbaráttu fjölskyldu sinnar síðustu mánuði. Fjölskyldan býr í tjaldi og yfir þeim fljúga nær stöðugt drónar ísraelska hersins.
Áður bjó stórfjölskyldan í húsi í Khan Yunis og í viðtali í nóvember í fyrra lýsti dóttir hans því hvernig sonur hennar skynjaði hvort sprengja sem var að falla væri hættuleg eða ekki. Hún segir hann hafa reynt að róa mömmu sína ef hann teldi að sprengjan væri ekki nálæg: „Mamma, mamma, hún er langt í burtu, hún er ekki við hliðina á okkur!“
Eitt kvöldið reyndist hún hættuleg og nú er ekkert eftir af húsinu. Þar sem börnin léku sér áður blasir við tortíming. Shams kvaðst hafa valið að búa þarna með fjölskyldunni, fjarri hernaði …
Athugasemdir (1)