Notkun á úthafseldiskvíum í laxeldi er bara viðbót við laxeldi í fjörðunum í Noregi og Íslandi, segir Trond Williksen, forstjóri Salmar AS, stærsta hagsmunaaðilans í íslensku laxeldi í viðtali við Stundina. „Framleiðsla á laxi við strendur landa er einhver umhverfisvænasta aðferð sem til er til að framleiða dýraprótein. […] Að okkar mati er laxeldi við strendur landa og í fjörðum sjálfbært svo lengi sem það er innan þess ramma sem það er í dag. Hins vegar er möguleikinn á vexti nálægt ströndinni takmarkaður og við viljum hefja úthafseldi til að þróa laxeldið lengra,“ segir Trond, sem svaraði spurningum blaðsins skriflega í tölvupósti.
Salmar á 34 prósenta hlut í Arnarlaxi á Bíldudal í gegnum norska hlutafélagið Arnarlax AS. Arnarlax er langstærsta laxeldisfyrirtæki Íslands eftir sameiningu við Fjarðalax í fyrra.
Úthafseldi sjálfbærara
Eins og Stundin hefur greint frá tekur Salmar AS í …
Athugasemdir