Tæplega 11 milljarða króna hlutafé af rúmlega 13 milljarða króna hlutafé í fiskeldi á Íslandi er í eigu erlendra fyrirtækja. Um er að ræða ríflega 84 prósent af öllu hlutafé tíu íslenskra fiskeldisfyrirtækja.
Að langmestu leyti er um að ræða hlutafé frá norskum laxeldisfyrirtækjum sem fjárfest hafa í íslenskum laxeldisfyrirtækjum sem stunda sjókvíaeldi, Arnarlaxi og Arctic fish ehf. á Vestfjörðum. Af 10.442 milljóna króna hlutafé þessara tveggja fyrirtækja eru 10.296 milljónir í eigu erlendra aðila en einungis 146 milljónir í eigu íslenskra aðila. Þetta kemur fram við athugun Stundarinnar á hlutafjáreign þeirra 10 fiskeldisfyrirtækja sem starfshópur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fjallaði um í skýrslu sem hann skilaði af sér nú í ágúst.
Auk þessara tveggja stóru og hlutafjársterku laxeldisfyrirtækja eru tvö önnur laxeldisfyrirtæki sem sérhæfa sig í sjókvíaeldi á laxfiskum í rúmlegri meirihlutaeigu norskra laxeldisfyrirtækja. Þetta eru Fiskeldi Austfjarða hf. og Laxar Fiskeldi hf. Eina fyrirtækið í sjókvíaeldi …
Athugasemdir