Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tengdafaðir varaformanns Viðreisnar skipaður ráðuneytisstjóri án auglýsingar

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son nýt­ir sér heim­ild í lög­um um ut­an­rík­is­þjón­ustu til að skipa ráðu­neyt­is­stjóra án aug­lýs­ing­ar. Ótt­arr Proppé og Björt Ólafs­dótt­ir, sam­ráð­herr­ar hans, börð­ust gegn fyr­ir­komu­lag­inu á síð­asta kjör­tíma­bili. Ráðu­neyt­is­stjór­inn er tengdafað­ir vara­for­manns Við­reisn­ar og for­manns ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Al­þing­is, en nefnd­inni er fal­ið að veita fram­kvæmda­vald­inu að­hald í ut­an­rík­is­mál­um.

Tengdafaðir varaformanns Viðreisnar skipaður ráðuneytisstjóri án auglýsingar
Guðlaugur Þór Þórðarson Utanríkisráðherra skipaði tengdaföður formanns utanríkismálanefndar Alþingis ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Hann nýtti sér undanþáguheimild til að skipa í stöðuna án auglýsingar. Mynd: xd.is

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur skipað Sturlu Sigurjónsson sendiherra sem ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Hann á að baki 30 ára feril í utanríkisþjónustunni og gegndi síðast stöðu sendiherra Íslands í Kanada.

Ólíkt því sem tíðkast þegar skipað er í sams konar embætti í öðrum ráðuneytum hefur utanríkisráðherra heimild til að víkja frá auglýsingaskyldu við skipun ráðuneytisstjóra og sendiherra samkvæmt lögum um utanríkisþjónustu Íslands.

Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir, ráðherrar í núverandi ríkisstjórn, börðust gegn fyrirkomulaginu á síðasta kjörtímabili og lögðu tvívegis fram frumvarp um að undanþáguheimildin yrði felld út úr lögum.

Sturla er tengdafaðir Jónu Sólveigar Elínardóttur, þingkonu og varaformanns Viðreisnar og formanns utanríkismálanefndar Alþingis.

Á meðal hlutverka utanríkismálanefndar samkvæmt 24. gr. þingskaparlaga er að vera „ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál,“ en ákvæðið hefur verið túlkað sem svo að nefndinni beri að veita framkvæmdavaldinu aðhald á sviði utanríkismála (sjá t.d. grein Bjargar Thorarensen, prófessors við lagadeild HÍ og sérfræðings í stjórnskipunarrétti, Stjórnarskráin og meðferð utanríkismála, bls. 58 og 59).

Áður en Sturla gegndi stöðu sendiherra í Kanada var hann sendiherra Íslands í Danmörku, ráðgjafi forsætisráðherra um utanríkismál og sendiherra á Indlandi. Fram kemur í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins að í starfi sínu hafi Sturla gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum, meðal annars verið skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu og áður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár