Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tengdafaðir varaformanns Viðreisnar skipaður ráðuneytisstjóri án auglýsingar

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son nýt­ir sér heim­ild í lög­um um ut­an­rík­is­þjón­ustu til að skipa ráðu­neyt­is­stjóra án aug­lýs­ing­ar. Ótt­arr Proppé og Björt Ólafs­dótt­ir, sam­ráð­herr­ar hans, börð­ust gegn fyr­ir­komu­lag­inu á síð­asta kjör­tíma­bili. Ráðu­neyt­is­stjór­inn er tengdafað­ir vara­for­manns Við­reisn­ar og for­manns ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Al­þing­is, en nefnd­inni er fal­ið að veita fram­kvæmda­vald­inu að­hald í ut­an­rík­is­mál­um.

Tengdafaðir varaformanns Viðreisnar skipaður ráðuneytisstjóri án auglýsingar
Guðlaugur Þór Þórðarson Utanríkisráðherra skipaði tengdaföður formanns utanríkismálanefndar Alþingis ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Hann nýtti sér undanþáguheimild til að skipa í stöðuna án auglýsingar. Mynd: xd.is

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur skipað Sturlu Sigurjónsson sendiherra sem ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Hann á að baki 30 ára feril í utanríkisþjónustunni og gegndi síðast stöðu sendiherra Íslands í Kanada.

Ólíkt því sem tíðkast þegar skipað er í sams konar embætti í öðrum ráðuneytum hefur utanríkisráðherra heimild til að víkja frá auglýsingaskyldu við skipun ráðuneytisstjóra og sendiherra samkvæmt lögum um utanríkisþjónustu Íslands.

Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir, ráðherrar í núverandi ríkisstjórn, börðust gegn fyrirkomulaginu á síðasta kjörtímabili og lögðu tvívegis fram frumvarp um að undanþáguheimildin yrði felld út úr lögum.

Sturla er tengdafaðir Jónu Sólveigar Elínardóttur, þingkonu og varaformanns Viðreisnar og formanns utanríkismálanefndar Alþingis.

Á meðal hlutverka utanríkismálanefndar samkvæmt 24. gr. þingskaparlaga er að vera „ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál,“ en ákvæðið hefur verið túlkað sem svo að nefndinni beri að veita framkvæmdavaldinu aðhald á sviði utanríkismála (sjá t.d. grein Bjargar Thorarensen, prófessors við lagadeild HÍ og sérfræðings í stjórnskipunarrétti, Stjórnarskráin og meðferð utanríkismála, bls. 58 og 59).

Áður en Sturla gegndi stöðu sendiherra í Kanada var hann sendiherra Íslands í Danmörku, ráðgjafi forsætisráðherra um utanríkismál og sendiherra á Indlandi. Fram kemur í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins að í starfi sínu hafi Sturla gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum, meðal annars verið skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu og áður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu