Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sagði börnum að þau væru „sexí“ skömmu eftir að hann fékk uppreist æru

Hjalti Sig­ur­jón Hauks­son átti í sam­skipt­um við ung­ar víet­namsk­ar stúlk­ur á sam­fé­lags­miðl­um með­an um­sókn hans um upp­reist æru var til með­ferð­ar í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu og eft­ir að hann var sæmd­ur óflekk­uðu mann­orði af ís­lenska rík­inu.

Sagði börnum að þau væru „sexí“ skömmu eftir að hann fékk uppreist æru

Hjalti Sigurjón Hauksson, maður sem dæmdur var fyrir að misnota stjúpdóttur sína nær daglega í 12 ár,  tjáði sig við barnunga víetnamska stúlku á Facebook þann 18. desember 2016, nokkrum vikum eftir að íslenska ríkið sæmdi hann óflekkuðu mannorði. Stúlkan er nýbyrjuð í framhaldsskóla í Víetnam, og má því ætla að hún sé 15 eða 16 ára gömul. Hjalti segir í ummælum sínum til stúlkunnar að hún sé kynþokkafull. „Meiriháttar Falleg og Sexí Algjör Demantur.“ 

Sams konar ummæli frá Hjalta er að finna undir myndum af fleiri víetnömskum stúlkum, meðal annars stúlku sem er fædd árið 2004. 

„Meiriháttar Falleg og Sæt Algjör 
Demantur Spes Sexí Kv Hjalti“

„Meiriháttar Falleg og Spes Sexí,“ skrifaði Hjalti til einnar þeirra fimm dögum áður en hann fékk uppreist æru. Þremur dögum eftir að forseti staðfesti stjórnsýsluathöfnina sagði Hjalti tveimur stúlkum að þær væru „fallegar saman“. Í febrúar síðastliðnum skrifaði hann undir mynd af enn annari stúlku: „Meiriháttar Falleg ogSætAlgjör DemanturSpes Sexí KvHjalti.“

Sæmdur óflekkuðu mannorði

Hjalti Sigurjón var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi árið 2004 fyrir að hafa nauðgað stjúpdóttur sinni nær daglega frá því hún var um 5 ára gömul þar til hún var tæplega 18 ára. Um er að ræða þyngsta dóm sem fallið hafði vegna kynferðisbrota gegn barni á þessum tíma, en Hæstiréttur taldi manninn hafa misnotað freklega vald sitt yfir stúlkunni sem stjúpfaðir, brotið ítrekað og gróflega gegn henni og valdið henni djúpstæðum skaða. 

Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, lagði til við forseta Íslands í fyrra að Hjalti fengi uppreist æru og óflekkað mannorð, en bréfið var undirritað af Guðna Th. Jóhannessyni forseta þann 16. september og öðlaðist þá formlegt gildi. Um þetta leyti var Hjalti virkur á samfélagsmiðlum, en asískar stúlkur eru í miklum meirihluta á vinalista hans á Facebook.

Eins og fram kom í umfjöllun Stundarinnar sýndi Hjalti aldrei iðrun og neitaði staðfastlega sök fyrir dómi. Gunnar Magnús Diego, maður sem starfaði um tíma á sama vinnustað og Hjalti Sigurjón Hauksson, lýsir kynnum sínum af Hjalta í Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli. Segir Gunnar að Hjalti hafi fullyrt við sig að hann og stúlkan sem hann misnotaði hefðu átt í ástarsambandi og hann væri raunar bjargvættur hennar. Hjalti hafi ekki séð neitt athugavert við gjörðir sínar og því sæti furðu að hann hafi fengið uppreist æru.

Þegar Stundin hafði samband við Hjalta í síðustu viku kvartaði hann undan því að níðst hefði verið á sér og sagðist hafa verið dæmdur án sannana. Rétt er að taka fram að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands töldu fullsannað að maðurinn hefði brotið gróflega og ítrekað gegn stjúpdóttur sinni. Hjalti kvartaði einnig undan því að sagðar væru fréttir af viðkvæmum málum: „Það eru fréttirnar sem pína fólkið mest. Það er skelfilegt.“

Lög banna að málið sé rifjað upp 

Veiting uppreistar æru hefur verið talsvert til umræðu undanfarnar vikur eftir að greint var frá því að Robert Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, hefði verið veitt „óflekkað mannorð“ með staðfestingu forseta Íslands og dómsmálaráðherra.  Robert var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að brjóta gegn fjórum stúlkum, einni sem var fjórtán ára þegar brotin voru framin og þremur sem voru fimmtán ára.

Á grundvelli núgildandi meiðyrðalaga geta afbrotamenn sem hlotið hafa uppreist æru farið í ærumeiðingarmál við þá sem rifja upp afbrot þeirra. Þannig segir í 238. gr. almennra hegningarlaga: „Hafi maður, er sætt hefur refsidómi fyrir einhvern verknað, síðar öðlast uppreist æru, er ekki heimilt að bera hann framar þeim sökum, og leysir sönnun því ekki undan refsingu, ef svo stendur á.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár