Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur

Brynj­ar Ní­els­son, formað­ur stjón­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, sagði upp­lýs­ing­um um að hann hefði starf­að fyr­ir nekt­ar­dans­stað­inn Bóhem hafa ver­ið „plant­að­ar í gagna­grunn“ Google og þær væru rang­ar. Brynj­ar starf­aði hins veg­ar fyr­ir skemmti­stað­inn eins og fram kem­ur í bréfi sem hann sendi fyr­ir hönd stað­ar­ins.

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur
Brynjar Níelsson Þvertók fyrir að hafa starfað fyrir nektardansstaðinn Bóhem en undirritun hans á bréf til borgarráðs Reykjavíkur bendir til annars. Mynd: Pressphotos

Brynjar Níelsson, alþingismaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, vildi ekki kannast við að hafa starfað fyrir nektardansstaðinn Bóhem í færslu á Facebook vegna umræðu um bakgrunn hans í tengslum við meðferð nefndarinnar á máli manns sem fékk uppreist æru og hafði verið lögmaður Bóhem. Brynjar sagði að upplýsingum um að hann hefði verið lögmaður Bóhem hefði verið „plantað í gagnagrunn“ Google. Brynjar starfaði hins vegar fyrir nektarstaðinn eins og fram kemur í bréfi sem hann sendi fyrir hönd staðarins til Reykjavíkurborgar árið 2003.

Bréfið til borgarráðsBrynar sendi borgarráði bréf fyrir hönd Bóhems þar sem hann fór fram á að borgarráð endurskoðaði regluverk sitt við veitingu áfengisleyfa.

Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins af fórnarlömbum Róbert Downey, vakti fyrst athygli á því að Brynjar og Robert hefðu báðir sinnt lögmannstörfum fyrir staðinn. Þá velti hann því fyrir sér hvort Brynjar væri hafinn yfir grun um að vera hæfur til að sinna störfum í stjónskipunar- og eftirlitsnefnd, en þar er nú farið yfir ferlið sem veitti Roberti uppreist æru.

Brynjar brást ókvæða við umfjöllun fjölmiðla um málið. „Því er unnið hörðum höndum að sá tortryggni í minn garð og Sjálfstæðisflokksins og látið að því liggja að við séum að verja Róbert Downey, sem mun vera einn af þeim fjölmörgu sem hafa fengið uppreist æru síðustu áratugi,“ sagði Brynjar í færslunni.

Þótt bent hafi verið á að þarna hafi röngum upplýsingum verið plantað í gagnagrunn herra Google hefur enginn netsóðinn iðrast og fær því ekki uppreist æru hja mér.

Þá segir Brynjar að þær upplýsingar um að hann hafi sinnt störfum fyrir Bóhem hafi verið „plantað í gagnagrunn herra Google“ og þær séu rangar. Brynjar var hins vegar titlaður lögmaður nektarstaðarins Bóhem í Morgunblaðinu í nóvember 2007 og svo í Fréttablaðinu á sama tíma, þar sem hann fordæmdi ákvörðun borgarráðs að leggjast gegn starfsemi nektardansstaða í Reykjavík.

Brynjar kallar það fólk sem vakið hefur athygli á málinu netsóða. „Nú herra Google upplýsti sóðana um að Róbert þessi hefði verið lögmaður eiganda Bóhem 2001 og að ódámurinn Brynjar Nielsson hefði verið lögmaður þessa félags í máli á árinu 2007. Glöddust tröllin nú mjög yfir þessum upplýsingum, sem sýndu ótvírætt að ég væri spilltur og fullkomlega vanhæfur sem formaður nefndarinnar, og auðvitað varð að deila þessari vitneskju um alla netheima. Þótt bent hafi verið á að þarna hafi röngum upplýsingum verið plantað í gagnagrunn herra Google hefur enginn netsóðinn iðrast og fær því ekki uppreist æru hja mér. Svo er mér einnig hulið hvernig það gæti valdið vanhæfi, hvað þá að það væri merki um spillingu, þótt allt hefði verið rétt hjá herra Google,“ segir Brynjar.

Eins og fram kemur í bréfinu starfaði Brynjar fyrir nektardansstaðinn Bóhem árið 2003. Í bréfinu sem Brynjar undirritar er óskað eftir því að borgarráð breyti málsmeðferðarreglum vegna vínveitingaleyfa þannig að Bóhem verði heimilað að hafa staðinn opinn til 05:30 alla daga. Borgarráð féllst ekki á að breyta reglunum.

Gerir lítið úr málinu

Þá sagði Bergur, í færslu sinni á Facebook, Brynjar hafa að undanförnu margoft gert lítið úr glæpum Róberts Árna Hreiðarssonar í fjölmiðlum og um leið smættað afleiðingar þeirra. Þannig sagði Brynjar í viðtali við mbl.is að hægt væri að brjóta með alvarlegri hætti gegn börnum en Robert Downey gerði gagnvart fórnarlömbum sínum. Robert var árið 2008 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og hlaut uppreist æru í október í fyrra. „Það eru til al­var­legri brot held­ur en þessi gagn­vart börn­um,“ sagði Brynjar. Þá staðhæfði hann við mbl.is að margir barnaníðingar hefðu fengið uppreist æru.

„Eng­inn sagði neitt þá. Þetta komst bara í umræðuna því hann ætlaði að sækja um starfs­rétt­indi sín aft­ur. Menn hafa fengið upp­reist æru sem hafa myrt ann­an mann,“ bætti Brynjar við.

Þá hefur Brynjar lýst því yfir að honum þyki eðlilegt að Róbert fái að starfa við það sem hann er menntaður til. „Hann er búinn að afplána og hann fær í þessu tilviki meiri refsingu því hann missir starfsréttindin.  Hann hefur ekki brotið af sér. Hann fór í sérstaka meðferð í betrun sinni og þá finnst mér ósköp eðlilegt að menn eigi möguleika á því að snúa aftur og starfa við það sem þeir eru menntaðir til,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi.

Bróðir Brynjar, Gústaf Adolf Níelsson sagnfræðingur, hefur að sama skapi tjáð sig um málið. Í færslu á Facebook sagði Gústaf að stúlkurnar hafi „spilað á veikleika Róberts til að hafa af honum peninga“ og „gert hann sér að féþúfu“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár