Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur

Brynj­ar Ní­els­son, formað­ur stjón­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, sagði upp­lýs­ing­um um að hann hefði starf­að fyr­ir nekt­ar­dans­stað­inn Bóhem hafa ver­ið „plant­að­ar í gagna­grunn“ Google og þær væru rang­ar. Brynj­ar starf­aði hins veg­ar fyr­ir skemmti­stað­inn eins og fram kem­ur í bréfi sem hann sendi fyr­ir hönd stað­ar­ins.

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur
Brynjar Níelsson Þvertók fyrir að hafa starfað fyrir nektardansstaðinn Bóhem en undirritun hans á bréf til borgarráðs Reykjavíkur bendir til annars. Mynd: Pressphotos

Brynjar Níelsson, alþingismaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, vildi ekki kannast við að hafa starfað fyrir nektardansstaðinn Bóhem í færslu á Facebook vegna umræðu um bakgrunn hans í tengslum við meðferð nefndarinnar á máli manns sem fékk uppreist æru og hafði verið lögmaður Bóhem. Brynjar sagði að upplýsingum um að hann hefði verið lögmaður Bóhem hefði verið „plantað í gagnagrunn“ Google. Brynjar starfaði hins vegar fyrir nektarstaðinn eins og fram kemur í bréfi sem hann sendi fyrir hönd staðarins til Reykjavíkurborgar árið 2003.

Bréfið til borgarráðsBrynar sendi borgarráði bréf fyrir hönd Bóhems þar sem hann fór fram á að borgarráð endurskoðaði regluverk sitt við veitingu áfengisleyfa.

Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins af fórnarlömbum Róbert Downey, vakti fyrst athygli á því að Brynjar og Robert hefðu báðir sinnt lögmannstörfum fyrir staðinn. Þá velti hann því fyrir sér hvort Brynjar væri hafinn yfir grun um að vera hæfur til að sinna störfum í stjónskipunar- og eftirlitsnefnd, en þar er nú farið yfir ferlið sem veitti Roberti uppreist æru.

Brynjar brást ókvæða við umfjöllun fjölmiðla um málið. „Því er unnið hörðum höndum að sá tortryggni í minn garð og Sjálfstæðisflokksins og látið að því liggja að við séum að verja Róbert Downey, sem mun vera einn af þeim fjölmörgu sem hafa fengið uppreist æru síðustu áratugi,“ sagði Brynjar í færslunni.

Þótt bent hafi verið á að þarna hafi röngum upplýsingum verið plantað í gagnagrunn herra Google hefur enginn netsóðinn iðrast og fær því ekki uppreist æru hja mér.

Þá segir Brynjar að þær upplýsingar um að hann hafi sinnt störfum fyrir Bóhem hafi verið „plantað í gagnagrunn herra Google“ og þær séu rangar. Brynjar var hins vegar titlaður lögmaður nektarstaðarins Bóhem í Morgunblaðinu í nóvember 2007 og svo í Fréttablaðinu á sama tíma, þar sem hann fordæmdi ákvörðun borgarráðs að leggjast gegn starfsemi nektardansstaða í Reykjavík.

Brynjar kallar það fólk sem vakið hefur athygli á málinu netsóða. „Nú herra Google upplýsti sóðana um að Róbert þessi hefði verið lögmaður eiganda Bóhem 2001 og að ódámurinn Brynjar Nielsson hefði verið lögmaður þessa félags í máli á árinu 2007. Glöddust tröllin nú mjög yfir þessum upplýsingum, sem sýndu ótvírætt að ég væri spilltur og fullkomlega vanhæfur sem formaður nefndarinnar, og auðvitað varð að deila þessari vitneskju um alla netheima. Þótt bent hafi verið á að þarna hafi röngum upplýsingum verið plantað í gagnagrunn herra Google hefur enginn netsóðinn iðrast og fær því ekki uppreist æru hja mér. Svo er mér einnig hulið hvernig það gæti valdið vanhæfi, hvað þá að það væri merki um spillingu, þótt allt hefði verið rétt hjá herra Google,“ segir Brynjar.

Eins og fram kemur í bréfinu starfaði Brynjar fyrir nektardansstaðinn Bóhem árið 2003. Í bréfinu sem Brynjar undirritar er óskað eftir því að borgarráð breyti málsmeðferðarreglum vegna vínveitingaleyfa þannig að Bóhem verði heimilað að hafa staðinn opinn til 05:30 alla daga. Borgarráð féllst ekki á að breyta reglunum.

Gerir lítið úr málinu

Þá sagði Bergur, í færslu sinni á Facebook, Brynjar hafa að undanförnu margoft gert lítið úr glæpum Róberts Árna Hreiðarssonar í fjölmiðlum og um leið smættað afleiðingar þeirra. Þannig sagði Brynjar í viðtali við mbl.is að hægt væri að brjóta með alvarlegri hætti gegn börnum en Robert Downey gerði gagnvart fórnarlömbum sínum. Robert var árið 2008 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og hlaut uppreist æru í október í fyrra. „Það eru til al­var­legri brot held­ur en þessi gagn­vart börn­um,“ sagði Brynjar. Þá staðhæfði hann við mbl.is að margir barnaníðingar hefðu fengið uppreist æru.

„Eng­inn sagði neitt þá. Þetta komst bara í umræðuna því hann ætlaði að sækja um starfs­rétt­indi sín aft­ur. Menn hafa fengið upp­reist æru sem hafa myrt ann­an mann,“ bætti Brynjar við.

Þá hefur Brynjar lýst því yfir að honum þyki eðlilegt að Róbert fái að starfa við það sem hann er menntaður til. „Hann er búinn að afplána og hann fær í þessu tilviki meiri refsingu því hann missir starfsréttindin.  Hann hefur ekki brotið af sér. Hann fór í sérstaka meðferð í betrun sinni og þá finnst mér ósköp eðlilegt að menn eigi möguleika á því að snúa aftur og starfa við það sem þeir eru menntaðir til,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi.

Bróðir Brynjar, Gústaf Adolf Níelsson sagnfræðingur, hefur að sama skapi tjáð sig um málið. Í færslu á Facebook sagði Gústaf að stúlkurnar hafi „spilað á veikleika Róberts til að hafa af honum peninga“ og „gert hann sér að féþúfu“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár