Haustið 2008 kynntist belgísk stúlka sýrlenskum dreng á netinu. Hún var í þann mund að hefja háskólanám í arabísku og langaði að kynnast fólki sem á arabísku að móðurmáli. Óravíddir internetsins leiddu þau saman. Hann hafði mikinn áhuga á Belgíu, hafði lengi langað að heimsækja landið og læra meira um það. Þau urðu fljótt nánir internetvinir og það leið ekki á löngu þar til að hún stakk upp á því við móður sína að hann fengi að koma og búa í herberginu hennar á meðan hún væri í burtu vegna námsins. Í fríum og um helgar gætu þau svo æft sig að tala tungumál hvort annars og um leið fengið innsýn í menningu og hefðir heimalandanna.
Það er móðir hennar sem situr og segir mér frá. Við erum staddar í Belgíu og sitjum til borðs með rúmlega hundrað manns á fallegu júníkvöldi. Tilefnið er Iftar, en svo kallast kvöldverðurinn sem …
Athugasemdir