Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Útlendingastofnun rekur fórnarlamb mansals úr landi

Ung­um níg­er­ísk­um hjón­um hef­ur ver­ið gert að yf­ir­gefa land­ið ásamt sjö ára dótt­ur þeirra. Kon­an flúði man­sal og seg­ir að hún hafi þurft að þola hót­an­ir alla tíð síð­an, en móð­ir henn­ar var myrt og syst­ir henn­ar blind­uð. Eig­in­mað­ur henn­ar hrakt­ist frá heima­land­inu vegna póli­tískra of­sókna. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur ákveð­ið að senda sjö ára dótt­ur þeirra til Níg­er­íu, en hún er fædd á Ítal­íu, tal­ar ís­lensku og hef­ur aldrei bú­ið í Níg­er­íu.

Útlendingastofnun rekur fórnarlamb mansals úr landi

„Ef þið viljið ekki hafa mig hér á landi, gefið þá dóttur minni, Mary, tækifæri,“ segir Sunday Iserien, hælisleitandi frá Nígeríu sem flúði heimalandið vegna pólitískra ofsókna en hann óttaðist mjög um líf sitt þar. Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa honum ásamt eiginkonunni, Joy Lucky, sem einnig er frá Nígeríu, og sjö ára dóttur þeirra úr landi. Fjölskyldan hefur dvalið hérlendis í eitt og hálft ár. Sunday er í ágætri vinnu á Íslandi og Mary litlu líður vel hérlendis og hefur náð góðum tökum á íslenskri tungu. Joy, sem er fórnarlamb mansals og var neydd í vændi áður en hún kom til Íslands, er illa farin á sál og líkama. 

Líf þessarar litlu fjölskyldu hefur ekki verið dans á rósum heldur einkennst af ofbeldi og fátækt. Sunday og Joy þrá ekkert heitar en að fá að búa og starfa á Íslandi. Þau segja að þetta eina og hálfa ár hér sé í fyrsta sinn í áratug sem þau hafa upplifað öryggi. 

Feðginin Sunday og MaryFjölskyldunni hefur tekist vel að aðlagast hér á landi og hefur Mary náð góðum tökum á íslenskri tungu.

Leidd á fund með særingarmanni

Joy Lucky er 29 ára gömul og á erfið ár að baki. Hún er fórnarlamb mansals og hefur mátt þola barsmíðar og ofbeldi. Móðir hennar féll fyrir hendi morðingja og systir hennar missti sjónina vegna barsmíða. 

Hún rekur upphafið að raunum sínum til kirkju nærri Lagos, stærstu borgar Nígeríu. 

„Ég var í kirkjunni þegar presturinn kom til mín og vildi kynna mig fyrir manni sem gæti útvegað mér vinnu við barnagæslu og hárgreiðslu í Evrópu. Þetta hljómaði vel og ég féllst á að hitta manninn,“ segir Joy. Skömmu síðar fór hún til fundar við manninn sem sagðist myndu leggja út fyrir ferðakostnaði til Evrópu, en fyrir vikið myndi hún skulda honum 50 þúsund evrur. 

„Hann fór með mig í hús í Lagos. Þar brýndi hann fyrir mér að þegar ég kæmi til Ítalíu þá mætti ég ekki fyrir nokkurn mun tala við lögreglu né annað fólk.“ Hún lýsir því síðan hvernig hún hafi síðan verið sett í bað og henni þvegið hátt og lágt. Hár hennar var klippt og neglur. Joy segist hafa fyllst ónotatilfinningu vegna þess að vúdúgaldrar voru stundaðir í húsinu og fólk sem stundi þá í Nígeríu séu oft mjög hættulegt fólkt. Þá hafi hún verið leidd á fund með særingarmanni.

Frá Nígeríu ferðaðist Joy landleiðina til Líbíu þaðan sem hún sigldi yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu með viðkomu á eyríkinu Möltu. Þegar hún kom til Ítalíu beið hennar bíll sem flutti hana í hús í ítölsku borginni Napólí, þar sem hún fékk að fara í sturtu, nærast og hvílast. Eftir fáeina daga fór Joy í nærliggjandi búð til að kaupa hársnyrtivörur þar sem hún taldi sig vera að fara að vinna við hárgreiðslu. 

„Hann segir mér að ég sé vændiskona“

„Þá kemur maður til mín og segir að ég eigi að fara í vinnuna. Ég segi allt í lagi og spyr hvað ég sé að fara að gera í dag. Hann segir mér að ég sé vændiskona og ég eigi að fara á götur Napólí og selja mig. Á þessum tíma var var ég ólétt af Mary og skíthrædd.“

Lofað starfi við hárgreiðslu 

Mannréttindasamtök hafa ítrekað bent á að stúlkur séu seldar mansali frá Nígeríu til annarra Afríkuríkja og Evrópu þar sem þær eru þvingaðar í vændi. Dæmi eru um að konur sem hafa komist undan hafi leitað hælis hér á landi, árið 2012 sóttu 19 Nígeríumenn um hæli hér á landi en sama ár dvöldu þrjár konur úr þeim hópi í Kristínarhúsi, úrræði sem þá var starfrækt fyrir fólk sem hafði verið í vændi og fórnarlömb mansals.

Í fréttaskýringu Fréttablaðsins um málið kom fram að meirihluti þeirra kvenna sem hingað kom frá Nígeríu væru hugsanleg mansalsfórnarlömb, en lögreglu og yfirvöldum reyndist erfitt að ná trausti þeirra, vegna eiðs sem þær voru látnar sverja áður en þær yfirgefa heimalandið. Þar var einnig rætt við konu sem starfar í næturathvarfi fyrir erlendar vændiskonur í Istegade í Kaupmannahöfn, sem lýsti því að mikill meirihluti þeirra kvenna sem þangað leitar er frá Nígeríu og flestar fórnarlömb mansals. „Mjög týpísk saga er að þeim sé lofað vinnu í Evrópu. Þær vita í rauninni ekki hvert þær eru að fara en eiga að fara til Evrópu að vinna í hárgreiðslu, sem au pair eða eitthvað annað sem hefur verið sagt við þær. Áður en þær leggja af stað eru þær látna sverja juju-eið,“ segir hún. Eiðinn eru þær látnar sverja í því skyni að ef þær standa ekki við sitt þá muni eitthvað koma fyrir einhvern í fjölskyldu þeirra.

Í skýrslu alþjóðlegu innflytjendastofnunarinnar frá árinu 2014 má lesa hvernig vúdúgaldrar og aðrar leiðir eru notaðir til þess að þvinga konur til þess að vera samvinnuþýðar. Þar kemur til dæmis fram að særingar séu notaðar til að sannfæra konur um að ef þær brjóti trúnað við „maddömu“ sína geti það leitt til þess að þær missi heilsuna eða láti lífið. Þá er fjölskyldum þeirra einnig hótað. Þetta var einnig reynsla starfskvenna Kristínarhúss. 

„Eru neglur og hár klippt af konunum og gefnar særingarmanninum til eignar, til að skapa ótta meðal kvennanna við að uppljóstra um mansalið.“

Í skýrslu Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNCHR) kemur fram að 90 prósent nígerískra kvenna sem seldar eru í kynlífsánauð í Evrópu eru leiddar fyrir særingarmann. Konurnar er látnar sverja þagnareið og við athöfnina eru líkamshlutar konurnar nýttir til þess. Þannig eru neglur og hár klippt af konunum og gefnar særingarmanninum til eignar, til að skapa ótta meðal kvennanna við að uppljóstra um mansalið. Þá er konurnar stundum beðnar um að baða sig í athöfninni. Þá kemur fram í skýrslunni að óttinn við að brjóta eiðinn sé svo mikill að lítið eftirlit þurfi að hafa með mansalsfórnarlömbunum.

Stungin þegar hún neitaði að fara í fóstureyðingu

Joy var send út á götur Napólí til að selja sig á hverjum degi. Leitað var kirfilega á henni lok hvers dags og þeir peningar sem hún hafði unnið sér yfir daginn voru teknir af henni. Þetta var harður heimur og Joy segir að hún hafi oft þurft að þola ofbeldi af hálfu þeirra sem keyptu vændið. Hún segist hafa lifað í stöðugum ótta um að verða myrt af vændiskaupanda.

„Eftir fjóra mánuði gat ég þetta ekki lengur. Þeir voru búnir að komast að því að ég væri ólétt og ætluðu að neyða mig í fóstureyðingu. Þegar ég neitaði þá var ég stunginn í höndina með hníf og ber þess enn merki.“ Hún sýnir blaðamanni örið og heldur áfram: „Ég ákvað að flýja.“ Henni tókst að komast í rútu til Pescara og flýja vændið.

Fyrst um sinn ákvað hún að tilkynna ekki um meðferðina á sér til lögreglunnar því hún óttaðist hefndaraðgerðir þeirra sem seldu hana í vændið. „Ég leitaði til ítalskra hjálparsamtaka því mér fannst ég þurfa að tala við einhvern um þetta. Starfsfólk samtakanna var afar hjálplegt og það sannfærði mig á endanum um að tilkynna málið til lögreglu.“

„Tony hringdi í mig og sagði mig vera skítuga hóru. Að ég myndi borga þeim það sem ég skuldaði þeim“

Eftir það leið ekki á löngu þar til nígeríska glæpaparið sem hafði blekkt Joy í vændið, sem hún kallar Söndru og Tony, komust að því að hún hefði leitað til lögreglunnar. 

„Tony hringdi í mig og sagði mig vera skítuga hóru. Að ég myndi borga þeim það sem ég skuldaði þeim, og að þau Sandra vissu að ég hefði klagað þau til lögreglunnar.“

Pólítískar ofsóknir

Eiginmaður hennar, Sundey Iserien, segir einnig sína sögu. Hún er nokkuð frábrugðin sögu Joy en hann flúði Nígeríu á svipuðum tíma, eða árið 2008. Hann segir vandamál sín í Nígeríu hafi byrjað árið 2007, ári eftir að faðir hans var myrtur vegna deilna múslima og kristinna þar í landi.

Ótryggt stjórnmálaástand hefur verið í Nígeríu og blóðug átök hafa átt sér stað á síðastliðnum árum. Miklar andstæður eru innan stjórnmála, þjóðerna og trúarbragða ólíkra hópa sem þar búa.

„Ég var bílstjórinn hans og var að keyra hann á milli funda þegar setið var fyrir okkur og hann var myrtur“ 

Í norðri herja hryðjuverkasamtökin Boko Haram á, en þau bera ábyrgð á 20 þúsund mannsdrápum og flótta milljón manna. Um miðbik Nígeríu deila bændur, aðallega kristnir og hirðingar sem flestir eru múslimar. Þar er um vopnuð átök er að ræða en um 60 þúsund manns hafa látið lífið í vígaferlum hópanna á síðustu 15 árum. Í suðurhluta landsins hefur stjórnarherinn þurft að beita öllum tiltækum ráðum til verndar olíuvinnslu. Mengunarslys vegna vinnslunnar hafa svipt mörg fiskveiðisamfélög lifibrauði sínu, á sama tíma og olíuvinnsla hefur minnkað um helming vegna skemmdarverka samtaka heimamanna. Þá eru íbúar í suðausturhluta landsins ósáttir og krefjast sjálfstæðis undir nafni Biafra. Að undanförnu hafa öryggissveitir, her og lögregla ítrekað þurft að taka til sinna mála til að halda sjálfstæðishreyfingunni niðri.

„Ég byrjaði að vinna fyrir Aðgerðaþingflokksins (ACN) árið 2007. Í apríl það ár blossuðu upp miklar deilur á milli Demókrataflokk fólksins (PDP) og Aðgerðaþingflokksins sem enduðu með því að formaður Aðgerðaþingflokksins var myrtur. Ég var bílstjórinn hans og var að keyra hann á milli funda þegar setið var fyrir okkur og hann var myrtur,“ segir Sunday. Þegar Sunday komst lífs af og tókst að flýja vettvanginn lýsti lögreglan eftir honum vegna gruns um að hann hefði komið að ódæðisverkinu. 

„Ég ákvað að flýja vegna þess að lögreglan lýsti eftir mér. Ég var hræddur um að þeir sömu og drápu formanninn myndu drepa mig líka,“ segir Sunday. Í grein sem birtist í júlí 2007 í nígeríska dagblaðinu Sunday Observer var fjallað um flótta Sunday. Þar segir að Sunday „hafi lagt á flótta af ótta við að vera myrtur af sömu ofbeldismönnum á vegum umræddra stjórnmálaafla“.

Sunday ObserverFjallað var um flótta Sunday í nígeríska tímaritinu Sunday Observer.

Fékk að fela sig hjá frænda sínum

Sunday flúði til föðurbróður síns og fékk að fela sig í húsi hans. Föðurbróðir hans bjó í hverfi múslima og þar sem Sunday er kristinn var honum ráðlagt að halda sig innandyra og láta ekki til sín sjást. „Daginn sem greinin birtist í Sunday Observer kom frændi minn að máli við mig. Hann sagði ég yrði að flýja, þeir myndu á endanum finna mig hér. Ég vildi ekki deyja og fór að íhuga hvert ég gæti farið. Nokkrum dögum síðar réðust hryðjuverkamenn Boko Haram inn í hverfið. Þeir drápu föðurbróður minn og annan tveggja sona hans. Mér og hinum syninum tókst  hins vegar að flýja og við fengum skjól í kirkju ekki langt frá.“

„Ég vildi ekki deyja“

Sunday segir að presturinn í kirkjunni hafi sagt að hann gæti ekki hjálpað honum og ef hann ætlaði að halda lífi þá yrði hann að flýja.

„Presturinn gaf mér 20.000 naira [um 55 evrur] og sagði mér að nota peninginn til að koma mér í burtu. Hann gæti ekki hjálpað mér öðruvísi. Ef þeir kæmust að því að ég héldi til í kirkjunni þá myndu þeir koma inn og drepa alla,“ segir Sunday og bætir við hann hafi farið að ráði prestsins og lagt á flótta. Hann fór landleiðina til Líbíu og komst þaðan sjóleiðina til Ítalíu. Þar lágu leiðir Sunday og Joy saman.

Bjuggu við afar slæman kost á Ítalíu

Eftir að hafa yfirgefið Nígeríu með sitthvorum hætti lágu leiðir þeirra Sunday og Joy saman á ný á Ítalíu. Dvölin þar í landi var erfið, að þeirra sögn. Þau segjast ekki hafa haft húsaskjól og að þau hafi þurft að betla svo þau gætu keypt mat. „Næstu árin sváfum við mestmegnis á lestarstöðvum. Við betluðum á daginn því við fengum ekki vinnu og höfðum engin ráð með að útvega okkur húsaskjól. Þetta var mjög erfiður tími,“ segir Joy. Hún segir að í eitt skiptið hafi hópur fólks ráðist á sig þar sem hún hafi verið með Mary í fanginu að betla. „Þau börðu mig sundur og saman en létu Mary sem sem betur fer í friði. Síðan þá hef ég verið mjög bakveik og ég get til dæmis ekki hallað bakinu upp að stólbaki eða legið á því.“

Frá því að Joy flúði vændið í Napólí og tilkynnti ítölsku lögreglunni hvað hafði verið gert á hennar hlut segist hún hafa mátt þola látlausar ofsóknir og hótanir af hálfu þeirra Söndru og Tonys, sem hún segir að hafi staðið að baki mansalinu í upphafi. Þá segir Joy að fjölskylda hennar hafi líka mátt þola ofsóknir og að fjölskyldumeðlimum hafi oftsinnis verið hótað lífláti.

„Sandra sagðist ætla að drepa mig og að hún vildi segja mér sannleikann um hvernig mamma dó.“

Hún segir til dæmis frá því að árið 2014 hafi Sandra hringt í Joy og spurt hvort hún teldi sig raunverulega halda að hún kæmist upp með þetta. „Sandra sagðist ætla að drepa mig og að hún vildi segja mér sannleikann um hvernig mamma dó. Sandra sagðist hafa sent bróður sinn til að drepa hana. Systir mín var með mömmu og var hún lamin það illa að hún er blind í dag vegna áverkanna sem hún hlaut,“ segir Joy.

Snéru aftur til Nígeríu

Í kjölfar fregnanna um morðið á móður Joy og afleiðingar árásarinnar á systur hennar ákvað parið að snúa aftur til Nígeríu. Dvölin á Ítalíu hafði verið erfið og þau vonuðust til þess að í Nígeríu gætu þau lifað í friði og ró, og komið systur Joy til hjálpar.

Þegar fjölskyldan lenti í Lagos fékk hún hins vegar slæmar fréttir. „Konan mín hitti kunningja sinn á flugvellinum sem spurði hvort hún óttaðist ekki um líf sitt fyrst hún væri komin aftur til Nígeríu. Hún sagði að við yrðum að flýja, vegna þess að ef Sandra eða einhver fjölskyldumeðlimur hennar kæmist að því að við værum komin aftur til Nígeríu þá myndu þau drepa okkur,“ segir Sunday.

Fjölskyldan dvaldi því í tvær vikur á flugvellinum í Lagos áður en hún hélt á ný landleiðina til Líbíu og þaðan í háskalega för yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu. Þau dvöldu um stund á Ítalíu, sváfu á lestarstöðvum og sáu fyrir sér með betli. Það tók tvö ár að safna peningum svo þau kæmust til Íslands, en þau bundu miklar vonir við að geta hafið hér nýtt líf, fjarri ótta og harðræði liðinna ára. Í febrúar 2016 tókst þeim ætlunarverkið og komust til Íslands.

Synjað um hæli á Íslandi

Þann 22. apríl í fyrra komst Útlendingastofnun að þeirri niðurstöðu að fjölskyldan skyldi send aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Kærunefnd útlendingamála sneri þeim úrskurði  og lagði fyrir Útlendingastofnun að taka mál fjölskyldunnar til efnislegrar meðferðar. Að lokinni annarri meðferð hjá Útlendingastofnun er niðurstaðan sú að fjölskyldan teljist ekki til flóttafólks og að henni skuli synjað um alþjóðlega vernd hér á landi. 

 „Kærunefnd fellst á að leggja til grundvallar við úrlausn málsins að kærandi [Joy] hafi um tíma verið neydd til að stunda vændi sem fórnarlamb mansals“ 

Hins vegar féllst kærunefnd útlendingamála á að Joy hefði fært fullnægjandi sönnur fyrir því að hún væri fórnarlamb mansals. „Kærunefnd fellst á að leggja til grundvallar við úrlausn málsins að kærandi [Joy] hafi um tíma verið neydd til að stunda vændi sem fórnarlamb mansals,“ segir í úrskurði kærunefndar útlendingamála.

Þrátt fyrir það var fjölskyldunni einnig synjað um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og vegna sérstakra tengsla við landið. Í úrskurðinum er fullyrt að Mary teljist ekki vera stefnt í hættu með því að fylgja foreldrum sínum aftur til Nígeríu.

Vegna þess að umsókn um vernd var tekin fyrir hér á landi verður fjölskyldan send aftur til Nígeríu á næstu vikum. Joy og Sunday sóttu um frestun réttaráhrifa því þau vildu láta reyna á úrskurðinn fyrir dómstólum hér á landi en niðurstaða þess var synjun sem kærunefnd útlendingamála tilkynnti þeim síðastliðinn fimmtudag.

Þrátt fyrir að þeir sem seldir hafa verið í vændi til Evrópu eigi erfitt með að snúa aftur til Nígeríu þótti Útlendingastofnun ekki tilefni til þess að veita Joy og fjölskyldu hennar vernd hér á landi. „Gengi fórnarlamba mansals við að fóta sig í samfélaginu, snúi þau aftur til heimaríkis eftir dvöl í Evrópu, er háð því hvort þau hafi haft fjárhagslegan ávinning af dvölinni. Þrátt fyrir að fjölskylda fórnarlambsins [Joy] og samfélagið sé meðvitað um að viðkomandi hafi unnið við vændi í Evrópu þá sé litið fram hjá þeirri staðreynd snúi fórnarlambið aftur með peninga. Hins vegar eigi mansalsfórnarlömb á hættu að vera útskúfuð úr samfélaginu snúi þau til baka tómhent og að fjölskylda þeirra afneiti þeim,“ segir í úrskurði kærunefndar útlendingmála.

Engin aðstoð í Nígeríu

Í skýrslu Landinfo.no um Nígeríu kemur fram að konur sem seldar hafa verið í mansal í Evrópu og snúa aftur til Nígeríu eiga við fleiri vandamál að stríða en aðrar sem snúa til baka en hafa ekki verið í vændi. Samkvæmt skýrslunni veita yfirvöld í Nígeríu fórnarlömbum mansals enga aðstoð nema þær hafi verið skilgreindar sem fórnarlömb fyrir heimför.

„Hann er heiðarlegur, stundvís vinnuþjarkur og gríðarlega metnaðargjarn í vinnunni“

Þá sé í boði aðstoð frá þarlendum samtökum í samstarfi við NAPTIP en sú aðstoð sé verulega takmörkuð. NAPTIP er nígerísk stofnun sem berst gegn mansali. Þannig kemur til dæmis fram í ársfjórðungsskýrslu NAPTIP að stofnunin virðist fyrst og fremst sinna tilvikum sem snúa að mansali, eða gruns um mansal. Hins vegar taki stofnunin ekki á hótunum eða öðrum ofsóknum sem beinast gegn konum sem hafa náð að flýja mansal og standa þess vegna í skuld.

Í úrskurði kærunefndar útlendingamála er vísað til að Joy geti sótt aðstoð og vernd hjá stofnuninni NAPTIP og lögreglu þegar hún snýr aftur til Nígeríu.

Aðlagast íslensku samfélagi vel

Fjölskyldan hefur frá því að hún kom til Íslands búið í íbúð á vegum félagsmálayfirvalda í Reykjanesbæ. Þá hefur Sunday starfað í um það bil eitt ár hjá íslensku verktakafyrirtæki og staðið sig með prýði að sögn vinnuveitanda hans. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að Sunday fái að starfa hjá fyrirtækinu svo lengi sem hann óskar þess sjálfur.

„Hann er heiðarlegur, stundvís vinnuþjarkur og gríðarlega metnaðargjarn í vinnunni, vill alltaf gera betur og vinnur vinnuna sína vel,“ segir í meðmælabréfi framkvæmdastjórans til Útlendingastofnunar. „Sunday og hans fjölskylda eiga ekki skilið að vera send aftur til Nígeríu. Þau eiga hins vegar skilið að fá tækifæri til að sýna sig og sanna hérna á Íslandi eftir allt það sem þau hafa gengið í gegnum. Þetta er gott fólk og það eina sem þau biðja um er að fá að búa hér og vinna og skila sínu til samfélagsins,“ segir enn fremur í bréfinu.

„Okkar bíður dauðinn í Nígeríu“

Í fyrsta sinn á ævinni hefur Mary fengið tækifæri til að ganga í skóla á Íslandi og eru Joy og Sunday afar þakklát fyrir það. Þau segja að fjölskyldunni hafi aldrei liðið betur en hér á landi og að þau hafi skapað góð tengsl við Ísland, með þátttöku Sunday á vinnumarkaði og með skólagöngu Mary og færni hennar í íslensku. Þá hefur Joy setið fjögur íslenskunámskeið í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Stundakennari þar segir Joy hafa verið duglega, stundvísa og samviskusama í náminu og það sé augljóst að hún sé staðráðin í að læra tungumálið. Þau óska þess einskis frekar en að geta skapað góða framtíð fyrir dóttur sína.

„Ef þið viljið ekki hafa mig hér á landi gefið þá dóttur minni, Mary, tækifæri, Hún er ekki fædd né uppalin í Nígeríu. Hún er fædd á Ítalíu og er núna hamingjusöm því hún sækir skóla hér á Íslandi og er farin að tala íslensku. Ég er svo stoltur af henni. Allt sem ég geri í dag geri ég fyrir dóttur mína. Okkar bíður dauðinn í Nígeríu og ég get ekki leyft því að gerast,“ segir Sunday.

Joy segir að það eina sem bíði þeirra í Nígeríu sé dvöl á flugvellinum og svo önnur háskaleg langferð til Líbíu og þaðan sjóleiðina til Evrópu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár