Pútín berst við verðbólgu og hækkar skatta

Eng­inn hag­vöxt­ur og há verð­bólga hrjá Rúss­land.

Pútín berst við verðbólgu og hækkar skatta
Vladimir Pútín Hér á fjarfundi í gær hjá Forsetaráði um þróun borgaralegs samfélags og mannréttinda, sem helgar sig baráttu fyrir réttindum og frelsi í Rússlandi. Mynd: AFP

Rússland tilkynnti um mesta samdrátt í árlegri verðbólgu það sem af er ári, samkvæmt gögnum frá hagstofu ríkisins í dag, þar sem háir vextir kæla niður stríðshagkerfið.

Aukin hernaðarútgjöld höfðu valdið þenslu í rússneska hagkerfinu í tvö ár eftir að Rússlandsher réðst inn í Úkraínu.

En þau ýttu einnig undir verðbólgu, sem nú hefur áhrif á hagvöxt, þar sem fyrirtæki kvarta undan háum lántökukostnaði sem þau segja að haldi aftur af hagkerfinu.

Samkvæmt tölum sem hagstofan Rosstat birti lækkaði árleg verðbólga í nóvember í 6,6 prósent samanborið við 7,7 prósent mánuðinn á undan.

Í síðasta mánuði sagði Rosstat að hagvöxtur landsins hefði verið nálægt núlli á þriðja ársfjórðungi, á meðan seðlabankinn bjóst við að halda vöxtum hærri lengur vegna þrálátrar verðbólgu.

Seðlabankinn gerir ráð fyrir að árleg verðbólga muni ekki ná fjögurra prósenta markmiði sínu fyrr en árið 2027.

Til að fylla upp í göt í þvinguðum ríkisfjármálum Rússlands eru stjórnvöld í Kreml að leita leiða til að seilast í vasa borgara og fyrirtækja til að brúa fjárlagagat sem nemur um 50 milljörðum dala, sem jafngildir um 6,4 billjónum króna, eða um 6.400 milljörðum króna, það sem af er ári.

Vladimír Pútín forseti samþykkti nýlega að hækka virðisaukaskatt (VSK) í 22 prósent úr 20 prósentum á næsta ári, en sami skattur er 24% á Íslandi.

Lægra olíuverð var einnig áskorun fyrir fjárlögin, en jarðefnaeldsneyti skilar tæplega fimmtungi af tekjum ríkisins.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár